Dagrenning - 01.04.1942, Side 4

Dagrenning - 01.04.1942, Side 4
993 DAGRENNING. á ýmsan hátt, að meiru eða minna leyti. Efnalegt sjálfstæði dugar manni ekki og anlegt sjálfstæði ekki heldur. Enginget- ur staðið einn í heiminum, jafnvel ekki þeir, sem leggja það fyrir sig að taka sig út úr og lifa einir sínu lífi með næg efni. Menn hafa reynt það og einn af þeimvar Leo Tolstoy, en jafn- vel hann, með allann sinn skarpleik til sálar og líkama, varð að viðurkenna, að þess konar iíf væri ekki þess virði að lifa. Vér hljótum allir að viðurkenna, að þetta sé satt og rétt, að vér getum ekki lifað án hvers annars, hverjar sem kringumstæður okkar kunna að vera. Og þegar vér höfum komist að þeirri niðurstöðu, þá liggur næst fyrir okkur að athuga, hvort nokkur mismunur sé á því fyrir okkur, við hverja við skiftum eða höfum samfélag við — “leggjum lag okkar við.” eins og það er kallað. Fin þar kemur vandinn mestur, að geta skoðað til fullnustu það atriði og komast að farsælli niðurstöðu í því efni. Það hefir mörgum reynst erfitt. Fólkið í kring um okkur er svo ákaflega mismunandi í sjón og reynd. Sumir menn mæta okkur staurslegir og hálf hryssingslega, og fráfælandi, og viðskifti við þá verðafrekar stirð og tyrfin, en hafa þó kanske góðan enda. Aðrir, sem menn mæta og þurfa að hafa viðskifti við, eða eitthvert sam- neyti, eru svo dæmalaust góðlegir, sætir á manninn og glaðir, sí-brosandi til þín, ekki síst ef þeir hafa hugboð um, eða vita, að þú sért vel sjálfstæður efnalega, þá bjóða þeir sína aðstoð og snúast í kringum mann eins og snælda í rokk. Þetta yndæla bros og þessi hjólliðuga framkoma töfrar þig; við þennan mann vilt þú hafa samreyti og skifi. Þérfinst sem þú getir ekki annað en haft blessun af því. En oft verður endirinn á viðkynningunni við svona menn sá að menn naga sigíhandar bökin fyrir þá flónsku sína, að hafa látið glepjast af brosinu og fagurgalanum, og óska að sú stund hefði aldrei upprunnið er varð til þess, að viðkynningin myndaðist. Það vill ekki ósjaldan til, að samneyti við þann manninn, sem ekki brosti

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.