Dagrenning - 01.04.1942, Síða 5

Dagrenning - 01.04.1942, Síða 5
DAGRENNING. 994 og var stirður í snúningunum, reyndist happa betri. Fólkið í kringum okkur er ekki ósvipað grösunum á jörðinni, mjögsvo mismunandi að útliti og gæðum. Sum grös gefa af sér gott frag, sem er þess virði að því sé sómi sýndur og sé gróðursett og ræktað. Sum önnur grös jarðarinnar eru illgresi, sem hver maður forðast og reynir að uppræta. En mörg af þeim bera fögur blóm og eru fögur útlit. Svo er það með mennina. útlit sumra manna er svo fagurð ogaðlaðandi, sætir á manninn, þér líkar þeir og þú gróðursetur vináttu til þeirra. En síðar kemur oft að því, að þú kemst að því að brosið er bara “business”-bros og uppgerð ein, og vinskapur- inn hefir orðið þér til óhapps. Þessum mönnum mætti líkja við blindsker í hafi. sem menn þekkja ekki og verða ekki varir við hættuna fyrr en alt er komið í strand. Við heyrum oft talað um það, að einhver sé mikil og góð persóna. og þá þýðum við það á þann hátt, að hann sé mikill og góður maður, og það er engum vafa bundið, að sú er meiningin, sem ætlast er til að lögð sé í orðið “persóna.” En hvað þýðir það orð? Það er gamalt latneskt orð, er þýddi upphaflega “gríma” er leikarar höfðu á sér í leikhús- um. í leikhúsum hinna gömlu Grikkja og Rómverja höfðu leikarar ætíð á sér grímu, sem átti að sína einkun manns þess, er þeir léku. Grímur þessar kölluðu þeir þersonu og það mátti, eins og gefur að skilja, taka grímuna af sér og láta svo á sig eftir vild. Svo var einkun sú, eðlisfar eða lunderni það, sem leikarinn átti að sýna, kallað persóna. Ætla að við mættum ekki leggja þann skilning í það orð oft og tíðum þegar talað er um “mikla persónu?” Eru þeir ekki margir meðal fólksins í kringum okkur miklínr “per- sónur” í þeim skilningi? Eru þeir ekki margir, sem hafa ein- hverskonar hjúp eða grímu, sem þeir bregða yfir sig til þess, að þeim takist betur að leika eitlhvað annað en það, sem þeir í eðli sínu eru, Það erí samræmi við aldursháttinn: — uppgerð.

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.