Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Page 5

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Page 5
Inngangur. Um nokkurra ára skeið hefur Búnaðardeild Atvinnudeildar Há- skólans unnið að jarðvegskortagerð í byggð, og er takmarkið að gera jarðvegskort af öllu landi, sem hugsanlegt er, að tekið verði til rækt- unar. Hefur Alþingi veitt nokkurt fé í þessu skynj undanfarin ár. Einnig hefur Búnaðardeild verið Ijóst, að nauðsynlegt væri að gera gróðurkort af afréttum, er sýndu jafnframt helztu landtegundir. Ekki er hægt að gera sér ljósa grein fyrir gróðurfarsbreytingum, sem eiga sér stað á alllöngu árabili, t. d. á áratugum eða öldum, nema fyrir hendi sé greinileg lýsing á landinu í byrjun og í lok umrædds tímabils. Einnig er auðsætt, að gróðurkort afréttarlanda eru mikilvæg hjálpargögn fyrir hvers konar rannsóknir, er varða afnot og meðferð afrétta. Vegna fjár- skorts og annarra aðkallandi verkefna hófst gróðurkortagerð ekki fyrr en sumarið 1955. Við gróðurkortagerð er nauðsynlegt að hafa til umráða loftmyndir. Þannig stóð á, að raforkumálastjórnin lét taka loftmyndir af syðri hluta Gnúpverjaafréttar sumarið 1953. Sumarið eftir voru teknar myndir af Holtum og Landi á vegum landnámsstjóra. Þáverandi landbúnaðarráð- herra, Steingrímur Steinþórsson, gaf samþykki sitt til þess, að um leið yrðu teknar myndir af nyrðri hluta Gnúpverjaafréttar og hét til þess fjárhagslegum stuðningi. Landbúnaðarráðuneytið greiddi síðan þennan myndatökukostnað að hálfu, en Búnaðardeild að hálfu. Bæði landbún- aðarráðherra og ráðuneytisstjóri, Gunnlaugur E. Briem, voru þess hvetj- andi, að hafizt yrði handa um gróðurkortagerð og gróðurrannsóknir afréttarlanda. Sandgræðslustjóri, Páll Sveinsson, sýndi mikinn og virkan áhuga á málinu og gerði kleift að ráðast í framkvæmdir með fjárfram- lagi frá Sandgræðslu Islands að upphæð kr. 20000.00, en fé var þá ekki veitt til gróðurkortagerðar á fjárlögum. Steindór Steindórsson menntaskólakennari tók góðfúslega að sér að gerast leiðbeinandi varðandi flokkun og ákvörðun gróðurhverfa. Stein- dór hefur um langt árabil gert víðtækar gróðurrannsóknir á hálendi ís- lands og var því mjög mikilvægt að njóta þekkingar hans og reynslu. Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur skrifaði kaflann um jarðmynd- anir á Gnúpverjaafrétti, en Guðmundur er gagnkunnugur þessu svæði.

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.