Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Page 6

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Page 6
4 Auk undirritaðs tóku þátt í rannsóknarstörfum á afréttinum þeir Einar Gíslason, Ingvi Þorsteinsson og Steindór Steindórsson. Fylgdar- maður var Ágúst Sveinsson, bóndi að Ásum. Ingvi Þorsteinsson færði frumteikningar á heildarkort, en Guðrún Ágústsdóttir teiknaði kortin. Prentun kortanna annaðist prentsmiðjan Litbrá. Steindór Steindórsson leiðbeindi höfundum um þann hluta ritgerðarinnar, er fjallar um gróð- urhverfi, en Anna Ólafsdóttir og Einar Gíslason aðstoðuðu við undir- búning kortanna fyrir litprentun. Fyrir hönd Búnaðardeildar vil ég flytja öllum þeim aðilum, er að framan hafa verið nefndir, þakkir fyrir vel unnin störf og góða aðstoð. Nú hefur verið tekin upp í fjárlög fyrir árið 1957 sérstök fjárveit- ing til gróðurkortagerðar á afréttum, og standa því vonir til þess, að unnt verði að halda þessari rannsóknarstarfsemi áfram. Er þess að vænta, að gróðurkort af afréttum megi verða bæði til nytsemdar og fróðleiks. Reykjavík, í maí 1957. Björn Jóhannesson.

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.