Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Qupperneq 8
6
urhverfa og milli gróins og ógróins lands. Sums staðar eru mörkin þó
ógreinileg og gróðurhverfin svo samfléttuð, að ógerlegt er að greina
þau sundur á kortinu. Á slíkum svæðum eða blettum eru gróðurhverfin
táknuð í sömu röð og innbyrðis stærð þeirra segir til. Ógróin svæði eru
merkt á mismunandi hátt á kortinu eftir því, hvort um er að ræða
sanda, mela eða stórgrýtt svæði. Einnig eru teiknuð á kortið ár, stærri
lækir og vötn.
Teikningar loftmyndanna eru sameinaðar á kort, er voru prentuð
í mælikvarðanum 1:40 000.
2. Loftslag.
Af úrkomukorti, sem Páll Bergþórsson birtir í 21. fræðsluriti Bún-
aðarfélags Islands 1956, má ráða, að meðalársúrkoma á Gnúpverjaaf-
rétti sunnan Fjórðungssands sé á milli 800 og 1000 mm. Úrkoman er
mest næst byggð, en minnkar smám saman, er norðar dregur. Hita-
meðallag Gnúpverjaafréttar í júlí og ágúst er svipað og í lágsveitum
Suðurlands, en sennilega eru daglegar hitasveiflur að jafnaði meiri á
afréttinum. Sumur eru að sjálfsög'ðu skemmri á afréttinum og þar með
vaxtartími plantnanna, en hann styttist með vaxandi hæð yfir sjó.
Vetur eru þar einnig kaldari en í lágsveitum sunnanlands, væntanlega
þeim mun kaldari, sem norðar dregur, enda liggur t. d. Loðnaver, norð-
an Dalsár, um 300 m hærra en Hólaskógur. Má gera ráð fyrir, að hita-
meðallag vetrarins sé a. m. k. 1° lægra í Hólaskógi og 2—3° lægra í
Loðnaveri en t. d. á Skeiðum í Árnessýslu.
3. Jarðmyndanir á Gnúpverjaafrétti.
Hér er aðeins um að ræða þann hluta Gnúpverjaafréttar, sem nær
framan frá hálendisbrún við Þjórsárdal og inn að Fjórðungssandi.
Suðausturtakmörk svæðisins eru Þjórsá, en norðvesturtakmörk um
Fossá, Öræfakvisl og Fellakvisl. Nær það því einnig lítið eitt út á Flóa-
mannaafrétt.
Á þessu svæði er berggrunnurinn, þ. e. allt fast berg, úr hinni svo-
nefndu Hreppamyndun. Sú jarðmyndun nær auk þess yfir mikinn hluta
Árnessýslu og vesturhluta Rangárvallasýslu allt inn til jökla.
Innan þess hluta Hreppamyndunarinnar, sem hér verður frá sagt,
er basalt fyrirferðarmest bergtegund. Það liggur víðast í því nær lá-
réttum lögurn, sem eru flest hraunflóð að uppruna, en að gerð er þetta
basalt ýnrist einhlítt blágrýti eða milliafbrigði milli blágrýtis og grá-
grýtis. Eiginlegs grágrýtis gætir lítt eða ekki.
Milli basaltíaganna eru lög úr margvíslegu molabergi. Það er að upp-