Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Page 9

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Page 9
7 runa ýmist gosmöl (breksía og túff) eða set (völuberg og sandsteinn), en hvort tveggja yfirleitt harðnað í fast berg fyrir aldurs sakir.1) Meðal setsins er mikið af leirsteinsvölubergi, sem líkist mjög jökul- ruðningi. Samkvæmt kenningu Helga Pjeturss (1910) er þetta harðnaður jökulruðningur, sem sannar, að myndunin sé til orðin á ísöld og því ekki nema kvarter að aldri. En þó að hér sé um jökulminjar að ræða, sem vart er að efa, þá eru þær ekki einhlít sönnun fyrir svo ungum aldri allrar myndunarinnar. Hin eldri lög hennar, einkum þau, sem enginn jökulruðningur hefur fundizt í, gætu vel verið frá tertíertíma. Enn- fremur gætu jökulminjarnar í ofanverðri Hreppamynduninni verið eftir staðbundna fjalljökla á tertíertíma. þó að þá væri engri eiginlegri is- öld til að dreifa. Á Gnúpverjaafrétti eru hvergi til verulega djúpir þverskurðir niður í bergrunninn nema í hálendisbrúninni við Fossárdal og i dal Þjórsár, þar sem heitir Gljúfurleit og Fitjaskógar vestan ár. En á þessum stöð- um gefur að líta allar þær bergtegundir, sem þegar eru nefndar. í neðanverðum hlíðum Fossárdals er margvíslegt molaberg og æði fornlegt, að því er marka má af furðu stórum holufyllingum úr kalk- spati og geislasteinum. Neðst í því molabergi er innskot úr líparíti, en hvergi annars staðar hefur fundizt súrt storkuberg á því svæði, sem hér er um að ræða. í Gljúfurleit og Fitjaskógum Iiggur hvert blágrýtislagið yfir öðru. Þau mega heita lárétt og mynda langa hamraveggi, sem standast á við sams konar hamra í Búðarhálsi austan Þjórsár. Móbergs gætir þar mjög lítið, en ofarlega í hlíðinni í Gljúfurleit má finna leirsteinsvöluberg með öllum einkennum harðnaðs jökulruðnings í millilögum blágrýt- isins. Þar sem jafnlendara er á afréttinum, eru flestar þær klappir, sem til sést fyrir mel og öðrum lausum jarðlögum, úr blágrýti. Molabergs gætir helzt á eftirtöldum stöðum: í gili Dalsár ofan við sæluhúsið er mikil móbergsmyndun undir blágrýtislögum. Hún er aðallega úr grófri breksíu með óreglulegum göngum og æðum úr blágrýti. Svipuð myndun er í gili Kisu vestan við Norðlingaöldu, og sennilega er sú alda að mestu úr móbergi, þó að þar sjái óvíða á klöpp. Þessar móbergsmyndanir eru eldri en blágrýtislögin, sem að þeim liggja og hafa að nokkru leyti runnið yfir þær. Enn má nefna allþykkar molabergslinsur milli blá- grýtislaga fyrir botni Fossárdraga. Enginn jökulruðningur hefur fundizt í molaberginu á þessum slóðum. Öðru máli gegnir um molaberg í Ör- æfahnúk framan við Dalsá og öðrum hnúk nafnlausum 2% km suð- vestur frá honum. Þessir hnúkar eru eingöngu úr molabergi. Það ligg- ur ofan á blágrýtisspildunni við rætur þeirra og virðist að mestu leyti vera grjótharður jökulruðningur. Harka þessa bergs gefur eindregið í 1) Margir kalla allt molaberg „móberg“, en aðrir nota „móberg“ í þrengri merk- ingu, aðeins um harðnaða gosmöl, og svo verður gert hér.

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.