Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Qupperneq 13

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Qupperneq 13
9 1 hallanum upp frá Skúmstungum er flatur melhjalli í h. u. b. 380 m hæð y. s. Hann hefur myndazt af framburði Slcúmstungnaánna með- fram jökuljaðrinum, meðan hann lá í þessari hæð. En þá hafði jök- ullinn enn lækkað nokkuð frá því, er hann lét eftir sig öldurnar, sem áður var getið. Yngri merki um stöðu hörfandi jökulbrúna hafa ekki fundizt á Gnúpverjaafrétti svo að öruggt sé, nema í nánd við Hofsjökul. Eftir að síðustu ísaldarjöklar hurfu af Gnúpverjaafrétti, hefur lands- lag þar lítið breytzt og fátt nvrra jarðlaga myndazt. Það er helzt, að vatnsföllin hafa grafið sér gil, víðast alveg niður úr jökulruðningnum og á löngum köflum djúpt niður í hina hörðu klöpp berggrunnsins. Langstærst þeirra er gljúfur Þjórsár neðan við fossinn Dynk og áfram niður með Gljúfurleit. Milclu óvíðar á þessu svæði hafa árnar hlaðið undir sig og myndað víðáttumiklar eyrar. Mest myndun af því tagi eru eyrar Þjórsár á h. u. b. 10 km kafla undan Fitjaskógum. Þar hefur hún á síðustu árþúsundum fyllt upp lón, sem myndazt hafði ofan við hraunstíflu. Hraunflóðin, svonefnd Þjórsárhraun, komu austan að ofan farveg Tungnaár, lentu í farvegi Þjórsár hjá Skúmstungum og fylltu hann alls staðar þar fyrir neðan allt til sjávar. Þá hafa veðrun, jarðrennsli og fok hvarvetna verið að verki í efstu jarðlögunum: Jökulfægðar klappir og grettistök hafa sums staðar sprungið sundur í eggjagrjót. Efsta lag jökulruðningsins, sem við köll- um nú venjulega mela, er orðið ummyndað á þann hátt, að hin smá- gervari bergmylsna, leir og sandur hafa rokið og skolazt burt, en eftir liggur grjótdreif, sem kann að gefa í skyn, að miklu meira grjót sé í ruðningnum en rétt reynist, þegar grafið er niður í hann. Bergdustið, sem skolast og rýkur úr melunum, er efni í jarðveg. Mest af því lendir þó í vötnum og fer forgörðum, en hitt staðnæmist ekki varanlega nema gróður bindi það og hlaði því undir sig. Nokkuð af hinu ólífræna dusti jarðvegsins hefur fokið langar leiðir að, og þó að mest af því sé að líkindum ættað úr jökulruðningi og nokkuð úr leirum jökulvatna og molnandi móbergi berggrunnsins, er eflaust veru- legur hluti þess gosaska frá eldstöðvum í suðri og suðaustri. 4. Jarðvegur. Meðfram Þjórsá vestanverðri, allt frá Hólaskógi að Fjórðungssandi, er nálega fimm km breið landræma að miklu leyti hulin jarðvegi og gróðri. Guðmundur Kjartansson getur þess i kaflanum hér að framan, að aðalefni þessa jarðvegs muni vera fok úr jökulruðningi melanna. Hinn fíngerði hluti ruðningsins er blágrár, sendinn leir eða öllu heldur sendin méla, þvi að magn jarðvegskorna með minna þvermál en 0.002 mm (leiragna) er lítið. En nokkur hluti jarðvegsefnanna er gosaska frá eldstöðvum í suðri og suðaustri. Gætir gosefnanna mest í suður- hluta afréttarins, er liggur næst Heklu. 1 jarðvegssniði, sem rannsakað 2

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.