Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Page 14

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Page 14
10 Tafla 1. Sýrustig og glæðitap nokkurra jarðvegssýnishorna af Gnúpverjaafrétti. pH and loss on ignition of some soil samples from Gnupverjaafréttar. Tökustaður sýnishorna Sampling site Landtegund Land type Dýpt Sampling depth cm Sýru- stig pH Glæðitap, 7. “f. þurrefnil) Loss on ignition 7» °f iry matter Hólaskógur Valllendi 0— 4 6.0 9.0 Suðurhlíð Sandafells Hurr brekka 0—10 6.2 8.0 Milli Sandafells og Stangarfells Mýri 0— 5 6.0 14.3 Ur freðmýrarúst við Miklalæk Fokjörð 0—15 6.8 18.0 Sunnan í Kóngsási Mýri 0—10 6.2 25.5 Sunnan í Kóngsási Fokjörð 0—10 6.2 9.0 var frá yfirborði í 270 cm dýpt á valllendi í Hólaskógi, voru 19 ösku- og vikurlög, sum þeirra mjög þykk. Norðan og norðvestan við hina grónu landræmu afréttarins eru Fjórðungssandur og Öræfi. Auk þess eru melar og örfoka svæði á víð og dreif innan um hið gróna land. Áfok í jarðveginn hefur því verið mikið, og má m. a. ráða það af háu steinefnainnihaldi mýra á afrétt- inum. í töflu 1 eru sýndar athuganir á tveimur mýrasýnishornum. Magn lífrænna efna er aðeins 14% í öðru þeirra, en rúmlega 25% í hinu. Það er athyglisvert, að sýrustig mýranna er ekki lægra en sýrustig nærliggjandi þurrlendisjarðvegs. Veldur því væntanlega einnig hið mikla áfok. í lágsveitum um land allt er sýrustig mýra oft nálega einu stigi lægra en sýrustig nærliggjandi þurrlendisjarðvegs (móajarðvegs eða valllendis). Jarðvegur verður þeim mun sendnari, sem norðar dregur og nálgast Fjórðungssand. Þar er jarðvegur fokgjarn og ber glögg merki upp- blásturs. Víðir er þar ríkjandi í gróðri og bindur sandinn allvel, nema þar sem rof ná að myndast. Gróður hefur greinilega verið í framför á þessu svæði og breiðzt nokkuð út á undanförnum árum, enda var afrétturinn nær sauðlaus í tvö til þrjú ár. Sunnan til í Sandafelli eru rofabörð á all- stóru svæði, sem eru enn að blása upp. Annars staðar á afréttarsvæðinu virðist ekki yfirvofandi hætta á uppblæstri, nema afrétturinn verði of- setinn af fé. Norðarlega á afréttinum, m. a. við Miklalæk, eru nokkur mýra- eða flóasvæði með freðmýrarústum. Þessar rústir eru risastórar þúfur, 4—20 m í þvermál og allt að 2 m á hæð. 1 rústunum er klakakjarni allt árið, en frost hverfur úr mýrlendinu í kring á sumrin. Vegna hlýn- andi loftslags síðustu áratugi hafa rústirnar minnkað og víða horfið. Kemur þá fram tjörn, þar sem rústin var áður. Jarðvegurinn í sjálfri rústinni er fokjörð með strjálum gróðri og rofum. Mýrin milli rúst- 1) Glæðitap gefur góða hugmynd um magn lífrænna efna i jarðveginum.

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.