Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Page 15

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Page 15
11 anna er vaxin allhávöxnum starartegundum, einkum stinnastör og hengistör, og víða gætir klófífu. Á því má vekja athygli, að íslenzkur þurrlendisjarðvegur er yfirleitt mjög fokgjarn. Því veldur fyrst og fremst lítið leirmagn, þ. e. lágt inni- hald jarðvegskorna með minna þvermál en 0.002 mm, en leir er auk líf- rænna efnasambanda aðalbindiefni jarðvegs. Vikur- og öskulög, einkum hin ljósu lög, sem eru mjög létt í sér, auka oft á fokhættu jarðvegsins. Léttleiki þeirra veldur því m. a., að þau berast auðveldlega með vindi á gróðurlendi næst uppblásturssvæðum og sverfa og kaffæra plönturnar. Önnur meginástæða fyrir fokhættu jarðvegsins eru grunnstæðar og veikar rætur gróðursins. Þessu veldur lágur jarðvegshiti og oft á tiðum óhagstæð gróðurskilyrði að öðru leyti. Því smávaxnari sem jurtin er, þeim mun veikbyggðara verður rótarnetið. Þannig hefur ofbeit jafnan skaðleg áhrif á rótarkerfi plantnanna. 5. Lýsing gróðurhverfa. Gróðursvæði afréttarins er tiltölulega samfellt, en þó víða rofið af melum og söndum. Blómlegustu gróðursvæðin eru i Fitjaskógum og Gljúfurleit, en svæði þessi eru víða allbrött með hjöllum og snjódæld- um. Snjóþyngsli eru þar meiri og þar er skýlla en annars staðar á sunn- anverðu afréttarsvæðinu. Annars skiptast á mýrar, mosaþembur, þurr- lendisgróður og melar, og er það sýnt með sérstökum lit á gróðurkort- inu. Yfirleitt er mosaþemban svo þurr, að eðlilegt væri að telja hana til þurrlendis, enda er það gert við útreikning á stærð gróðurlendisins. En vegna takmarkaðs beitargildis og' mikillar útbreiðslu, þótti rétt að tákna þetta gróðurhverfi með sérstökum lit. Hér fer á eftir lýsing á einstökum gróðurhverfum: I. Þurrlendi. A i Þursaskeggs-stinnastarar gróðurhverfi. (Kobresia myosuroides-Carex rigida association). Steindór Steindórsson (1952) lýsir þursaskeggs gróðurhverfinu bæði sem brekkugróðri og heiðargróðri, en telur engan meginmun á því, hvort sem það kernur fyrir í brekkum eða heiði. Á hálendinu er þursaskeggs gróðurhverfið aðallega bundið við brekkugróður, og á Gnúpverjaafrétti er lítið um eiginlega þursaskeggsheiði. Þursaskeggs-stinnastarar gróður- hverfið vex ætíð við svipuð skilyrði, í þurrum, allbröttum brekkum, þar sem snjór liggur ekki lengi. í lautum geta þó skaflar legið alllengi, og gætir þar oft bugðupunts. Á Gnúpverjaafrétti þekja þursaskeggs- stinnastarar gróðurhverfi einkum brekkur og móabörð í neðanverðum suður- og suðausturhlíðum Sandafells. Hlíðarnar eru sundurgrafnar af

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.