Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Síða 16
12
lækjarfarvegum og því tiltölulega þurrar. Er norðar dregur, verður grá-
mosinn (Grimmia) meira ríkjandi í áþekku landslagi. Gróðurhverfið
er venjulega alltegundaríkt og þéttleiki jurtanna mikill. Þursaskegg er
alls staðar ríkjandi og þekur mest, en stinnastör er víða mjög áber-
andi. Af öðrum jurtum, sem oft koma fyrir, má nefna grávíði og kræki-
lyng. Beitargildi gróðurhverfisins er allbreytilegt, mest þar sem stinna-
stör er áberandi, en minnst þar sem mest er um krækilyng.
Stærð gróðurhverfisins er um 560 hektarar.
B i Stinnastarar gróðurhverfi.
(Carex rigida association).
Þetta gróðurhverfi er allvíða á afréttinum og þekur stór samfelld
svæði, einkum á þurrum mýrajarðvegi meðfram lækjarfarvegum og
jarðföllum. Slíkt land er jafnan mjög þýft og tiltölulega hallalítið.
Stinnastörin er einráð og stendur þétt, en af öðrum tegundum má nefna
kornsúru og grávíði. Þetta mun vera eitt bezta beitargróðurhverfi af-
réttarins.
Stærð gróðurhverfisins er um 510 hektarar.
Runnaheiði.
Runnaheiði er samnefni alls þurrlendis, þar sem smárunnar eru
ríkjandi. Undirdeildir runnaheiðarinnar eru lyngheiði (C i, F i) og víði-
heiði (D i, D 2, E i, Ea).
Meginútbreiðsla lyngheiðarinnar er á láglendi, og verður hún því
sjaldgæfari, sem ofar dregur í hálendið. Hæðarmörkin eru nokkuð
breytileg, en þó mun hún yfirleitt sjaldgæf hærra en 400 m y. s., og
tekur þar við annar heiðargróður. Lyngtegundir hopa þá fyrir víðiteg-
undum, og víðiheiði tekur við af lyngheiði.
Víðiheiðin er eitt algengasta gróðurfélag .hálendisins. í yfir 400 m
hæð er hún hvarvetna á hæfilega þurrum jarðvegi á hálendi sunnan-
lands og getur jafnvel náð allgóðum þroska í allt að 700—750 m hæð.
í víðiheiðinni eru grávíðir og loðvíðir ríkjandi. Yfirleitt vex gráviðir
á hinum rakari stöðum og þar sem snjór liggur lengi, en loðvíðir, þar
sem sendnara er og þurrara. Loðvíðir vex varla í eins mikilli hæð og
grávíðir og getur ekki talizt einkennandi fyrir hálendið. Hins vegar
nær hann oft miklum þroska á láglendi og myndar þar sums staðar kjarr.
C i Krækilyngs—víðis gróðurhverfi.
(Empetrum hermafroditum—Salix sp. association).
Öllum gróðurlendum með krækilyng sem ríkjandi tegund er hér
skipað í þetta gróðurhverfi, sem er algengasta gróðurhverfi lyngheiðar-
innar á láglendi og í hlíðum og dælduny lágfjallaheiðarinnar. Óviða á
landinu nær gróðurhverfið hærra en 400 m y. s., eins og áður er nefnt.