Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Síða 18

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Síða 18
14 ekki einkennandi fyrir hinar eiginlegu (typisku) snjódældir, þar sem snjór liggur lengur fram eftir sumri og styttir mjög verulega vaxtar- tímann. Stærsta samfellda svæði þessarar tegundar liggur sunnanvert við Dalsá. Hér er um nær slétta grund að ræða með nokkrum halla mót norðri. Gróður er nær eingöngu grasvíðir og grávíðir, er lyftir sér all- mikið, en það bendir til þess, að snjóalaga gæti ekki mjög lengi fram eftir vori. Jarðvegur er sendinn og mosi enginn. Mosi þrífst jafnan illa á sendnum áfokssvæðum, og snjóalög halda honum einnig í skefjum. Stærð gróðurhverfisins er um 60 hektarar. E i Víðigrund. (Salix association). Greinilegra gróðurhreytinga verður vart nokkru sunnan Dalsár. Hér fer að bera meira á víðitegundum, og verða þær algerlega ríkjandi í öllum þurrlendisgróðurhverfum, þegar norðar dregur. Vaxandi hæð yfir sjó veldur að sjálfsögðu nokkru um þessa gróðurbreytingu, en fyrst og fremst mun hér vera um áhrif sandfoks að ræða. Grávíðir er ríkj- andi í víðigrundinni og í þeim mun ríkari mæli, sem lengra dregur inn í landið. En loðvíðir og grasvíðir eru einnig áberandi. Lítið sem ekkert ber á öðruin tegundum. Víðirinn er yfirleitt fremur lágvaxinn. Af svæði því, sem víðiheiðin (gróðurhverfin D i, E i og E 2) þekur, eru um 77% víðigrund, og liggur langmestur hluti hennar norðan Dalsár. Stærð gróðurhverfisins er um 1480 hektarar. E 2 Mosaríkt víðis gróðurhverfi. (Salix sp.—Grimmia sp. association). Gróðurhverfi þetta líkist raunar einna mest mosaþembu, en er þó víða svo þéttvaxið grávíði, að það er talið til víðigróðurhverfis. Gróður- hverfið er í rakari jarðvegi en víðigrund (Ei). Stærð gróðurhverfisins er um 100 hektarar. Torvelt er að svo stöddu að gera grein fyrir beitargildi hinna þriggja síðasttöldu gróðurhverfa (D2, Ei og E2). Ungsprotar af víði eru mikið bitnir, en eldri hlutar víðijurtarinnar eru sennilega lítið bitnir. Al- mennt mun talið, að grasvíðir og ungsprotar af grávíði og loðvíði séu eftirsóttir af sauðfé. F 1 Krækilyngs—bláberjalyngs—stinnastarar gróðurhverfi. (Empetrum hermafroditum—Vaccinium uliginosum—-Carex rigida association). Gróðurhverfi þetta, sem telst til lyngheiðarinnar, kemur aðeins fyrir á einum stað, á Gljúfurleitarsvæðinu. Gróðurinn er þroskamikill, enda gætir hér skjóls og hagstæðra áhrifa snjóalaga. Þrátt fyrir grózkuna

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.