Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Qupperneq 19
15
er þetta fremur lélegt beitargróðurhverfi, því að hlutdeild stinnastar-
arinnar í gróðurbreiðunni er lítil í samanburði við hlutdeild lyngsins.
Stærð gróðurhverfisins er um 45 hektarar.
G i Nýgræður.
(Graminae sp., regrowth on eroded land).
Nýgræða er land, sem blásið hefur upp, án þess þó að verða alveg
örfoka, og er tekið að gróa upp að nýju.
Gróður nýgræðanna er mjög breytilegur. Þar sem jarðvegur er rakur,
ber mest á hrafnafífu og klóelftingu, en heilgrösum, einkum túnvingli,
þar sem jarðvegur er þurr og sendinn. Á Gnúpverjaafrétti eru ný-
græður nær eingöngu í sendnum börðum, og á túnvingull þar mikinn
þátt í að hefta sandfok. Slíkar nýgræður koma víða fyrir á afréttin-
um, en hvergi á stórum samfelldum svæðum.
Sauðíé er mjög sólgið í þennan gróður, einkum á vorin, og spillir
honum auðveldlega, því að jarðvegur er laus og plönturnar illa festar.
Stærð gróðurhverfisins er um 180 hektarar.
G2 Valllendi.
(Graminae sp.).
Valllendi er fremur sjaldgæft á hálendi landsins, enda er gróður
valllendisins fyrst og fremst láglendisgróður. Sama skilgreining getur þó
átt við valllendi á hálendi og láglendi, en Steindór Steindórsson (1945)
skilgreinir það þannig: „Valllendi er fremur þurr jarðvegur með sam-
felldum gróðri, yfirborðið er venjulega slétt og heilgrös ríkjandi. Aðrar
plöntur geta þó komið fyrir. Yfirleitt er lítið um mosa.“
Valllendi, sem svarar til þessarar skilgreiningar, kemur aðeins fyrir
á einum stað á afréttinum. Er þar um að ræða sendnar og allrakar ár-
eyrar sunnan Sandafells. Gróður er þéttur og samfelldur og túnvingull
og hálíngresi ríkjandi tegundir.
Stærð gróðurhverfisins er um 55 hektarar.
G3 Valllendisbrekkur með birki og víði.
(Graminae sp.—Betula pubescens—Satix sp.).
Gróðurhverfi þetta ltemur fyrir í skjólsælum brekkum syðst á af-
réttinum, en aðeins á litlu svæði. Gróðurinn hefur láglendissvip, birki
og víðikjarr er ríkjandi, en hávaxið gras sem undirgróður.
Stærð gróðurhverfisins er um 50 hektarar.
Vegna heilgrasanna sækir sauðfé mjög í þrjú síðasttalin gróður-
hverfi (G 1, G2 og G3), en vegna lítillar útbreiðslu hafa þau lítil áhrif
á heildarbeitargildi afréttarins.