Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Side 21

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Side 21
17 Þó má segja, að mosaþemban hafi að jafnaði mjög lítið beitargildi vegna þess, hve gróðurinn er gisinn. Stærð gróðurhverfanna H 1, H 2, Hs og H <t er um 1520, 340, 1840 og 1845 hektarar talið í sömu röð. II. Mýrlendi. Mýrlendi er mjög útbreitt á Gnúpverjaafrétti, og er gróður þess ærið breytilegur. Rakastig ræður mestu um gróðurfar mýra, og gróðurhverfi mýranna endurspegla raunar rakaástand þeirra, því að hinar ýmsu starartegundir eru misnæmar fyrir eða misþolnar gegn jarðvatni. Gróð- urinn er einnig háður sandfoki og sandmagni mýranna. Mosa gætir ekki eins mikið í mýrum hálendisins og í mýrum láglendisins og því minna, sem nær dregur uppblásturssvæðum og mýrarnar verða sendnari. Á Gnúpverjaafrétti er mýrin víðáttumest hinna þriggja votlendis- tegunda: flóa, flæðimýra og mýra. Tiltölulega lítið er um hreina flóa, þ. e. mýrlendi, þar sem yfirborð jarðvatns er ofar grassverði lengri eða skemmri tíma á árinu. Afrétturinn er víðast svo hallandi, að flói myndast ekki. Klófífu, sem er algengasta jurt flóanna, gætir því mjög lítið á af- réttinum. Mest ber á klófífu í Starkaðsveri, sem er flatasta mýrlendi afréttarins, en ekki er hún nægilega ríkjandi þar til þess að mynda gróðurhverfi, er kennt yrði við hana. Flestar mýrar afréttarins teljast til stinnastarargróðurhverfa, en stinnastararmýrin hefur meiri útbreiðslu og er mikilvægari hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum (Steindór Steindórsson, 1952). Stinna- stör er einkennistegund fyrir langflestar mýrar hálendisins á líkan hátt og mýrastör er það fyrir láglendismýrar. Hæðamörk milli þessara tveggja ríkjandi starartegunda eru breytileg eftir landshlutum og stað- háttum. Þó fer mýrastararmýrin að jafnaði að verða allsjaldgæf í 300 m hæð yfir sjó, og ofan við 400 m hæðarlínu hefur stinnastararmýrin að mestu tekið við. Sums staðar á landinu liggja stinnastararmýrar þó miklu lægra. Segja má, að þegar þær taka að verða ríkjandi í mýrlend- inu, sé komið að mörkum hálendis- og láglendisgróðurs og þó heldur upp fyrir þau. Stinnastararmýrin getur verið allbreytileg að útliti, en oftast ber hún hinn grágræna litblæ stinnastarar. Að jafnaði er stinnastör lágvaxin, þrýstin jurt, en á hinum votlendari svæðum mýranna breytir hún um vaxtarlag, verður hærri og grennri og' svipar þá oft mjög til mýrar- starar í útliti. Er stundum torvelt að aðgreina þessar starategundir á mýrasvæðum, þar sem þær vaxa saman, eins og vill vera á mörkum hálendis- og láglendisgróðurs. I stinnastararmýrinni er að jafnaði meira eða minna af grávíði, gras- víði og bláberjalyngi, og mosi er þar oft meiri en í öðrum hálendis- mýrum. Yfirborð stinnastararmýrarinnar er alltaf þýft og stundum 3

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.