Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Side 27
23
Fjórða atriðið, mat á beitargildi hvers gróðurhverfis og síðan alls
afréttarins, hefur ekki verið tekið til rannsóknar hér, en þó skal drepið
á nokkur atriði, er varða slíkt mat.
Hið fyrsta, sem afla þarf vitneskju um, er, hverjar plöntur sauð-
féð velur helzt til beitar. Engar innlendar rannsóknir hafa verið gerðar
á þessu, og er því lítið vitað um plöntuval sauðfjárins á afréttum okkar,
enda þótt ýmsir kunni að hafa veitt þessu atriði eftirtekt.
í rauninni er þetta allerfitt rannsóknarefni. Valið er m. a. háð teg-
undafjölda á hverjum stað. Þar sem úrval er lítið og gróður rýr, bítur
féð plöntur, sem það ef til vill mundi annars ekki líta við. Þá er valið
mjög háð árstíma og er jafnvel allbreytilegt yfir sumartímann. Sumar
plöntur, t. d. lyng og runnar, eru einkum bitnar á veturna, snennna
vors og á haustin, en aðrar einkum miðsumars. Mikill munur er á því,
hve snemmsprottnar einstakar tegundir eru og hvenær þær taka að
spretta úr sér, en þetta atriði ræður miklu um valið yfir sumartímann.
Bragð og lyktareiginleikar plantnanna eru mjög háðir ytri aðstæðum,
t. d. jarðvegsástandi, raka, hæð yfir sjó, ljósskilyrðum og, eins og áður
er nefnt, þroskastigi.
Ekki er unnt að ganga úr skugga um plöntuvalið nema fylgja fénu
eftir í haganum og athuga, hvaða plöntur það bítur. Slíkar athuganir
þarf að framkvæma a. m. k. tvisvar á sumrinu og á nokkrum afréttum.
Norðmenn hafa gert slíkar rannsóknir víða á afréttum sínum. Þeir
gefa plöntunum stig og einkunnir frá 0—3 eftir því, hversu þær eru
bitnar. Tafla 3 sýnir niðurstöður norskra rannsókna á þessu atriði (Y.
Vigerust 1949). 0 táknar minnst, en 3 mest bitnar plöntur. Tölurnar,
sem færðar eru í töflu 3, eru flestar meðaltöl fleiri athugana.
Taflan sýnir, að grösin og stinnastörin eru meðal beztu beitarplantna
hálendisins. Seftegundirnar og mýrafinnungur eru einnig allgóðar beit-
arplöntur. Hins vegar er áberandi, hve lítið gildi lyngið og víðitegund-
irnar hafa fyrir beitina í norsku umhverfi. Nauðsynlegt er að gera sams
konar rannsóknir hér á landi, því að engin vissa er fyrir því, að val
sauðfjárins sé hið sama hér og í Noregi.
8. Efnamagn beitarplantna.
Lítið er vitað um næringargildi einstakra tegunda. Efnagreiningar
hafa verið framkvæmdar á nokkrum hérlendum beitarplöntum á af-
réttum og láglendi, en slíkar athuganir hafa takmarkað gildi, því að
þær veita aðeins upplýsingar um magn einstakra efna og efnasambanda,
en ekki um meltanleika þeirra. Næringargildi jurtanna er breytilegt
eftir tegundum, þroskastigi plantnanna og jarðvegsástandi.
Tafla 4 sýnir efnamagn nokkurra jurta, og hvernig það er háð
þroskastigi plantnanna.