Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Side 30

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Side 30
26 einstöku tilfelli. Slíkar rannsóknir geta gefið mikilvægar upplýsingar, séu þær samvizkusamlega framkvæmdar. Hins vegar eru þær dýrar í framkvæmd og óhugsandi að beita þeim á öllum þeim gróðurhverfum, er fyrir koma á íslenzkum afréttum, enda er nauðsynlegt, að gróður- hverfin séu á allstórum samfelldum svæðum til þess að hægt sé að beita slíkum aðferðum. En hvernig sem að verður farið, verður að reikna með allmikilli ónákvæmni, því að sama gróðurhverfi getur verið breyti- legt að gæðum, þótt á sama afrétti sé, gróðurinn misjafnlega þéttur og hávaxinn frá einum stað til annars. Þegar beitargildi gróðurhverfanna hefur verið ákveðið, og stærð hvers gróðurhverfis á afréttinum er þekkt, er auðvelt að reikna úr meðalbeitargildi alls afréttarins og þar með beitarþol hans. 10. Gróðurbreytingar á Gnúpverjaafrétti á árunum 1940 til 1955. Steindór Steindórsson fór um Gnúpverjaafrétt sumarið 1940, og hefur hann góðfúslega látið í té eftirfarandi umsögn um gróðurbreyt- ingar á tímabilinu 1940—1955: „Um gróðurbreytingar á Gnúpverjaafrétti er fátt að segja, enda þótt ég færi um sama svæðið 1940 og aftur 1955, þar sem engar mælingar heldur aðeins almennar athuganir frá 1940 eru fyrir hendi. Þó má vekja athygli á eftirfarandi: 1) Glögg merki sáust þess á allmörgum stöðum, að dregið hefur úr uppblæstri og sums staðar er honum lokið á svæðum, sem voru að blása 1940. Merki þau, sem ótvíræðust eru í þeim efnum, eru rofabörð, sem farin eru að gróa, en slík börð má sjá á allmörgum stöðum, einkum er fjær dregur byggð. Hins vegar virtist mér ljóst, að á neðsta hluta afréttarins, einlcum þó neðan við Sandafell, hafi uppblástur haldið áfram, enda eru öll rofbörð þar opin og sýnilegt, að úr þeim fýkur, hvenær sem vindur blæs. Á þessu svæði er lílca að öllum jafnaði óeðlilegur fjárþungi, vegna þess, hversu féð leitar niður að girðingunni við Hóla- skóg. 2) Á nokkrum stöðum eru sýnilega nýgræður. Helzt var þær að finna, þar sem uppblástur hafði hætt áður en landið varð örfoka, en svo getur oft farið, einkum þar sem nokkur raki er í jörð. Geta þá stundum haldizt rakar „moldir“ um langan tíma, án þess að verulegra gróðurbreytinga verði vart. í „moldum“ þessum eru gróðurtoppar oft næsta strjálir. Slik svæði höfðu víða gróið, og mátti nú sums staðar sjá nær samfelldan gróður, þar sem aðeins voru strjálir toppar 1940. Að vísu eru slík svæði lítil að víðáttu á afréttinum, en þau eru eigi að síður vitnisburður þess, hvað gerzt hefur undanfarin ár. Börð í grennd

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.