Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Síða 31

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.06.1957, Síða 31
27 við þessar nýgræður voru nær alls staðar að gróa og að mestu hætt að fjúka úr þeim. 3) Tæplega hygg ég, að gamalt örfoka land á afréttinum hafi gróið að nokkru ráði, en um slíkt er næstum ókleift að dæma, nema mælingar komi til. 4) Ný foksvæði varð ég ekki var við né það, að verulega hefði gengið á hin gömlu gróðurlendi, nerna á svæðinu sunnan Sandafells. Heildarmat á gróðrinum við lauslega yfirsýn er þá þetta: Á árabil- inu 1940—1955 hefur nýgróðurs gætt meira en uppblásturs á umræddu svæði. Þegar ég fór þarna um 1940 virtist mér hins vegar sem landið væri meira að blása en gróa. Ef hér er um rétt mat að ræða, verður naumast önnur skýring fengin en sú, að umrætt árabil hvíldist afrétt- urinn verulega. Fé fór fækkandi árin eftir 1940, unz kom að algerum niðurskurði árið 1951. Fyrstu árin þar á eftir var enn fátt fé á afrétt- inum og hafði ekki náð þeim fjölda, sem áður var, sumarið 1955. Eins ber þó að geta. Rigningarnar 1955 voru hagstæðar gróðri á uppblásturssvæðum, svo að vera má, að hann hafi í raun réttri virzt heldur meiri vegna þeirra, en ef farið hefði verið um landið í þurrka- sumri. En þess ber þó að gæta, að sumarið 1940, er ég fór um sama svæði, var einnig fremur vætusamt, svo að þurrkur gat að minnsta kosti ekki orðið gróðri að tjóni það ár.“

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.