Heilsuvernd - 01.06.1975, Síða 5
um aö hún hefir haft mikil
áhrif % þá átt að draga úr
sykurneyslu manna, enda
hygg ég að varla hafi annars-
staðar verið betur lýst í
stuttu máli og glöggu fram-
leiðslu hvita sykursins og
skaðlegum áhrifum hans.
1 tímaritinu er ennfremur
skýrt frá hinum alvarlegu
afleiðingum af vaxandi reyk-
ingum og á það bent, að mest
sé hættan á arfgengri úr-
kynjun vegna reykinga
kvenna. Sannarlega er það of-
boðslegt að sjá mæður reykj-
andi yfir ungum börnum
sínum og dæTla nikótíneitri
inn í hin viðkvæmu líf-
færi þeirra, eitri sem rænir
börnin taugastyrk og sviptir
þau þeim arfi, sem móðurinni
ber skylda til að varðveita
þeim til handa. Það er hegn-
ingarverður glæpur að ræna
banka. Ég býst ekki við að
það bankarán að ræna börn
réttmætri eign i heilsubanka
lifsins sé ósaknæmara.
Ýmsar aðgerðir erlendra
þjóða og ummœli erlendra
fræðimanna benda mjög i
sömu átt og fyrirlestrar þeir
og ritgerðir sem birtast í bók
þessari, sem válið hefir verið
nafnið „Nýjar leiðiri'. Það eru
leiðirnar til að bjarga þjóð
vorri frá aðsteðjandi hættu
fyrir lif og lieilsu.
(Niðurlag nœst)
(NÝJAR LEIÐIR, 2. rit
NLFÍ 1942)
Framhald af bls. 66
hugmyndir varðandi félagsstarf og fjáröflunarleiðir. Samþykkt
var tillaga um að fela nefnd þriggja manna utan félagsstjórnar
að athuga möguleika á árlegum fjársöfnunardegi og skila áliti
á næsta fundi; skyldi fundurinn kjósa formann nefndarinnar
en hann velja sér til aðstoðar tvo aðra félagsmenn. Kosinn var
Egill Ferdínandsson.
Fundarstjóri sagði næsta fund verða fimmtudaginn 22. maí;
verður það fræðslufundur og veitingar á eftir.
HEILSUVERND
53