Heilsuvernd - 01.06.1975, Blaðsíða 6

Heilsuvernd - 01.06.1975, Blaðsíða 6
ÁRSÆLL JÓNSSON LÆKNXR Um matarklíð, sykur og menníngar- sjúkdóma Það mun vera að bera í bakkafullan lækinn að skýra lesendum Heilsuverndar frá hollustu grófmetis og skaðsemi sykurs í fæðu manna. Mér er þó ljúft að verða við ósk ristjóra blaðsins um að skrifa útdrátt úr grein um þetta efni, sem birtist í Læknablaðinu 5. - 8. tbl. 1974. Tæknimenningarsjúkdómar Á undanförnum árum hafa birst niðurstöður rannsókna um faraldsfræðii) ýmissa sjúkdóma í Afríku. Sérstaka athygli hefur vakið að ýmsir algengustu sjúkdómar tæknimenningarþjóða eru nær óþekktir í sveitahéruðunum. í borgunum, þar sem Afríku- búinn hefir starfað við hlið hvíta mannsins í 25 - 50 ár og neytt sömu fæðu, er tíðni tæknimenningarsjúkdómanna sú sama og hjá hvíta manninum. Helstir þessara sjúkdóma eru: hjarta- og æðasjúkdómar, syk- ursýki, tannskemmdir, gallsteinar, botnlangabólga, pokamynd- anir í ristli, æxli (góðkynja og illkynja) í ristli, gyllinæð, æða- hnútar á fótum og offita. Heimildir tæknimenningarþjóða benda einnig til þess, að allir þessir sjúkdómar hafi verið næsta fágætir fyrir lok síðustu aldar. 1) Þ.e. útbreiðsluhætti. Rit-stj. 54 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.