Heilsuvernd - 01.06.1975, Side 10

Heilsuvernd - 01.06.1975, Side 10
Niðurlag Farsótt menningarsjúkdómanna virðist geisa á svipaðan hátt meðal íslendinga og hjá öðrum tæknimenningarþjóðum. í skýrsl- um Hjartaverndar og Krabbameinsfélags íslands kemur m.a. fram, að tíðni hjarta. og æðasjúkdóma og ristilkrabbameins fer enn vaxandi. Meira en helmingur íslensku þjóðarinnar er of feitur, og á milli 3-6% þjóðarinnar þjáist vegna sykursýki. í grein sinni „Diabetes in Ieeland“ (1953) skýrir Valtýr Alberts- son læknir frá því, að sykursýki hafi verið nær óþekkt, og offita sjaldgæf í byrjun 20. aldar. Nýlega kom fram á þingi hjá Konunglega Breska lyflækna- skólanum í London, að lífshorfur 45 ára karlmanns hafa staðið í stað og jafnvel lækkað lítillega á árabilinu 1948 -1972 í Bret- landi. Á sama tíma hafa orðið miklar framfarir í læknisfræði, og hefði t. d. útrýming lungnaberkla átt að auka lífshorfumar um a.m.k. 6 mánuði. Þetta hefir ekki gerst, og eru getgátur um hvað valdi. Árið 1946 birtist grein eftir ritstjóra þessa blaðs, „Heilsufar og mataræði á íslandi fyrr og nú“, í Nýjum leiðum, riti NLFÍ. Kemst höfundur þar að þeirri djörfu niðurstöðu, að heilsufari þjóðarinnar hafi hrakað til muna, þrátt fyrir aukna „velmegun" og lengdan meðalaldur á þeim tíma, og leiðir líkum að því, að mikilvirkasta orsök þessa sé tilkoma sykurs og klíðissnauðs hveitis í mataræði landsmanna. Greininni lýkur með nokkrum vel völdum ráðum til úrbóta, sem enn standa í fullu gildi. Framhald af bls. 65 þar fylgt böggull skammrifi (sbr. grein um lyf janotkun hér á und- an). Á hinn bóginn hefir tekist að útrýma skæðum sóttum eins og t.d. taugaveiki án lyf ja, því að við henni þekkjast engin lyf, heldur með viðeigandi varnarráðstöfunum. Við berklum hafa fundist lyf, en í viðureigninni við berklana hafa vamarráðstafanir reynst árangursríkastar BLJ 58 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.