Heilsuvernd - 01.06.1975, Blaðsíða 12
læknisaðgerða. En því miður eru fáar reglur brotnar eins oft og
þessi, því að segja má að það gerist næstum því í hvert skipti
sem læknir skrifar lyfseðil, enda þótt þar gildi stundum orðtakið
„nauðsyn brýtur lög“. Og ef nokkuð væri eftir af jarðneskum
leifum Hippókratesar mundi vafalaust mega heimfæra upp á
hann orðtakið að einhver „snúi sér við í gröf sinni“, ef hann
fylgdist með því í hvert óefni læknisfræðinni er nú komið á ýms-
um sviðum.
Lækningar meðal frumstæðra þjóða
Frá alda öðli hafa menn glímt við sjúkdóma með ýmsum ráð-
um. Frumstæðar þjóðir hafa átt sína ,,lækna“, og beittu þeir
margir særingum og hverskonar kúnstum og kukli og hafa ef til
vill gert út af við fleiri sjúklinga en hinir voru sem læknuðust.
Á öllum öldum hafa verið notuð margskonar lyf, bæði sem bakstr-
ar eða inntökur, notuð af alþýðu manna og af lærðum læknum
og skottulæknum. Sumar þessar lækningaaðferðir voru æði fárán-
legar. En á hinn bóginn fundu menn smámsaman ráð og lyf, sem
reyndust haldgóð í ýmsum sjúkdómum, bæði ýmiskonar böð og
bakstra og fjölda jurta, sem höfðu raunverulegan lækningamátt,
eins og sannast hefir á síðari áratugum. Mörg nútíma lyf eru
einmitt unnin úr slíkum jurtum, eða voru það um skeið, þótt
sum þeirra séu nú framleidd með kemiskum aðferðum.
Fyrir nokkrum áratugum var læknisfræðin ekki komin lengra
á veg en svo, að einungis voru þekkt innan við tíu lyf sem sannan-
lega læknuðu sjúkdóma. Fyrir um það bil 25 árum hlýddi ég á
fyrirlestur sem prófessor Jón Hjaltalín Sigurðsson, yfirlæknir
í lyflækningadeild Landspítalans, flutti í hátíðasal Háskólans.
Taldi hann á fingrum sér þessi lyf, en þau voru nefnd á lækna-
máli „specifica“, og af þeim man ég eftir salvarsan sem lengi
var eina meðalið við sýfilis, og insúlín við sykursýki. Ennfremur
taldi hann í þessum flokki morfín, sem að vísu er ekki læknislyf,
heldur deyfilyf. Önnur lyf taldi hann vera gagnslítil eða gagns-
laus, nema að svo miklu leyti sem það hefði góð áhrif á sjúk-
lingana að taka inn lyf í þeirri trú að þau hefðu einhvern lækn-
ingamátt. Nokkru síðar las ég það í erlendu læknablaði, að rann-
60
HEILSUVERND