Heilsuvernd - 01.06.1975, Side 16
sjúkdóma með réttu mataræði og réttum lifnaðarháttum, taldi
sjúkdóma stafa af röngum lífsvenjum og vildi lækna þá með því að
lagfæra lífshættina og með ýmsum öðrum styrkjandi ráðum.
Og þetta er inntakið í kenningum náttúrulækna enn í dag. Nú á
dögum þekkjast mörg ráð, lyf, skurðaðgerðir o.fl., sem grípa
verður til þegar sjúkdómur er kominn á hátt stig eða verður ekki
bættur með öðrum hætti. En flesta sjúkdóma telja þeir unnt að
lækna með hinum náttúrlegu aðferðum, svo sem lagfæringu á
mataræði, hreyfingu og útivist, böðum og ýmsum öðrum styrkj-
andi ráðum sem hér verða ekki upp talin. Og aðalstarf þeirra
beinist að því að kenna fólki heilnæma lifnaðarhætti í hvívetna
til að koma í veg fyrir sjúkdóma. Kunnasti boðberi þessarar
stefnu á Norðurlöndum, Are Waerland, kemur boðskap hennar
fyrir í einni stuttri kennisetningu: „Við eigum ekki í höggi við
sjúkdóma, heldur við rangar lífsvenjur. Leiðréttið hinar röngu
lífsvenjur, og sjúkdómarnir munu hverfa af sjálfu sér“.
Þessi stefna hefir átt formælendur á öllum öldum, bæði meðal
lærðra lækna og ekki síður meðal leikmanna, og hefir sumum
þeirra orðið mikið ágengt í því að leiðbeina sjúklingum og lækna
þá. Á hinn bóginn hafa svo verið til menn sem hafa beitt alls-
konar kukli og margvíslegum svokölluðum lyfjum, bæði útvortis
og innvortis, án minnstu kunnáttu og einungis í því skyni að
auðgast á því, og gert sér þannig neyð og trúgimi almennings að
féþúfu. Sumir hafa aflað sér nokkurrar þekkingar í læknisfræði
og náð vissum árangri í lækningatilraunum sínum. Og í sumum
löndum, aðallega í Þýskalandi, var heitið náttúrulæknir um
tíma notað um slíka skottulækna.
Á síðari árum er náttúrulækningastefnan orðin viðurkennd inn-
an læknisfræðinnar, a.m.k. í sumum löndum, og í Þýskalandi hefir
henni verið helgað nokkurt rúm í kennslubókum í læknisfræði.
Þar í landi er fjöldi háskólamenntaðra lækna sem hafa gengið
þessari stefnu á hönd, og hafa margir þeirra sett upp hæli, sem
eru mikið sótt.
Jónas Kristjánsson er óumdeilanlega athafnamesti boðberi nátt-
úrulækningastefnunnar hér á landi, vék aldrei af vegi hennar í
orði eða á borði og helgaði henni síðustu 40 ár ævi sinnar. En
64
HEILSUVERND