Heilsuvernd - 01.06.1975, Side 17

Heilsuvernd - 01.06.1975, Side 17
aðrir þjóðkunnir læknar hafa tekið undir hana, sumir jafnvel á undan honum. Vil ég hér nefna þrjá þeirra. Steingrímur Matthíasson gaf út bók um heilsufræði árið 1914, og var hún endurprentuð 1920. I henni er að finna ráðleggingar um verndun heilsunnar svipaðar kenningum Jónasar Kristjáns- sonar og annarra náttúrulækna Guðmundur Hannesson prófessor segir í grein í Skírni árið 1913: „Sú trú hefir gengið um öll lönd, að alvarlegir sjúkdómar batni ekki af sjálfu sér aðgerðarlaust, heldur þurfi að reka þá út úr líkamanum með harðri hendi, með læknislyfjum sem við þeim eigi og ætíð séu til ef menn þekki þau. Að miklu leyti er hvor- tveggja staðhæfingin röng, eftir því sem menn frekast vita. Allur fjöldi sótta batnar af sjálfu sér. Náttúran læknar sjúklingana ef hún fær að ráða og mennirnir taka ekki í fávisku sinni fram fyrir hendur hennar. Aftur verða fæstir sjúkdómar reknir burtu með lyfjum sem við þeim eigi, blátt áfram af þeirri ástæðu að slík lyf þekkjast ekki og hafa aldrei þekkst. Lyfjatrúin sýnist að þessu leyti hafa verið hjátrú ein og ekkert annað“. (Leturbreyt- ingar eru gerðar af G. H.sjálfum). Síðar í greininni kallar hann þessa hjátrú „trúna á lýgina“. Dr. Vilmundur Jónsson ritaði í Alþýðublaðið 18. marz 1933 grein sem hann kallar „Trúin á lýgina“, og er hún lokasvar hans í blaðadeilu við Guðmund Hannesson, en Vilmundur var þá orðinn landlæknir. Þar segir svo: „1. Læknar lækna fæsta sjúkdóma með aðgerðum sínum og lyfjum. 2. Flestir sjúkdómar batna af sjálfu sér eða læknast af nátt- úrunni ef menn vilja heldur orða það svo. 3. Fólk er skaðlega hjátrúarfullt um þessi efni, heldur að enginn sjúkdómur geti batnað nema hann sé læknaður og hefir af því miklar hugraunir, erfiði og óhóflegan kostnað". Þegar þessar greinar birtust voru súlfalyf, pensillín og önnur fúkalyf óþekkt, en þau hafa gjörbreytt batahorfum sjúklinga með ýmsar næmar sóttir og aðra sýklasjúkdóma, en að vísu hefir Framhald á bls. 58 HEILSUVERND 65

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.