Heilsuvernd - 01.06.1975, Page 18

Heilsuvernd - 01.06.1975, Page 18
FundiP í NLFR Fundur var haldinn í Náttúrulækningafélagi Reykjavíkur fimmtudaginn 13. mars 1975 í Matstofu NLFÍ, Laugavegi 20B kl. 20.30. Varaformaður, Björn L. Jónsson stjórnaði fundi. Hann skýrði frá því, að stjórnin hefði skipt þannig með sér verkum, að formaður er Hulda Jensdóttir, varaformaður Björn L. Jónsson, ritari Marínó L. Stefánsson, gjaldkeri Jón Gunnar Hannesson og meðstjórnandi Hörður Friðþjófsson. Næstu fundir verða fimmtu- dagana 13. apríl, umræðufundur, og 22. maí, fræðslufundur. Þá lét hann þess getið, að í lok þessa fundar yrði á boðstólum jurtate og brauð og kökur úr heilhveiti fyrir fundargesti sem þess óskuðu fyrir 200 krónu gjald. Lesin var ítarleg fundargjörð síðasta fund- ar og samþykkt. Þá gaf fundarstjóri orðið gesti fundarins, Nikulási Sigfússyni, yfirlækni hjá Hjartavernd. Lýsti hann hinum umfangsmiklu hóp- rannsóknum Hjartaverndar,en þær hófust árið 1967, og sýndi töflur og línurit til skýringar. Þar kcm fram, að dánartala reyk- ingamanna er miklu hærri en hinna sem ekki reykja og hækkandi eftir því sem meira er reykt. Einnig er dánartala hærri eftir því sem menn eru þyngri, og sama gildir um kyrrsetumenn. Fjöldi fólks gengur með háan blóðþrýsting án þess að vita af því. Var erindið mjög fróðlegt, og svaraði fyrirlesari síðan spurningum fundarmanna. Að fundi loknum fengu menn sér ljúffengar veit- ingar sem ráðskona matstofunnar lét í té. Fimmtudaginn 3. apríl var fundur á sama stað og tíma. Var það umræðufundur, og stjórnaði formaður, Hulda Jensdóttir, fundi. Eftir að fundargjörð síðasta fundar hafði verið lesin og samþykkt gaf hún orðið Árna Ásbjarnarsyni, forstjóra samtak- anna. Ræddi hann aðallega um byggingu hælanna í Hveragerði og á Norðurlandi og möguleika á fjársöfnun til styrktar þeim framkvæmdum. Margir tóku til máls og komu fram með ýmsar Framhald á bls 53 66 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.