Völundur - 01.04.1935, Page 7

Völundur - 01.04.1935, Page 7
VÖLUNDUR 5 Fjelag járniðnaðarmanna 15 ára. Fjelag járniðnaðarmanna var stofnað 11. apríl 1920, og var þá kallað Sveinafjelag járnsmiða. Stofnendur voru 20. Nafnið var valið með það fyrir augum, að í fjelaginu yrðu aðeins fullnuma menn í járniðnaði (sveinar). Það kom þó greinilega á daginn, sjerstaklega þegar deilur hófust milli fjelags- ins og atvinnurekenda, að þetta voru of þröng takmörk fyrir fjelagið. Það þurfti að ná til allra, sem að iðninni unnu, þar með taldir nemendur og aðstoðarmenn. Eftir að þessi skipun var gerð, hlaut fjelagið það nafn, sem það hefur nú. Síðan hefur látlaust verið unnið að því, að sameina alla verkamenn þessarar iðngrein- ar í fjelagsheild, þótt ekki hafi það tekist enn sem skyldi. Með ákvæði í stefnuskrá fjelagslaganna var gert ráð fyrir að nemendur hefðu full rjettindi í f jelaginu. En síðar þótti hentugra að stofna sjálfstætt nemendafjelag, og var það gert. Fjelögin voru þá tengd saman á þann hátt, að nemendaf jelagið hefur tvo full- trúa í stjórn Fjelags járniðnaðarmanna, og þessir tveir menn hafa full rjettindi í því fje- Jagi. Tilraun hefur verið gerð með að mynda deild aðstoðarmanna innan fjelagsins. En sú tilraun hefur til þessa strandað á andstöðu og skilningsleysi þeirra sjálfra. Skipulagning fjelagsins er að þessu leyti ekki komin í æskilegt horf enn. En þrátt fyr- ir það hefur starfsemi þess orðið stjettinni til ómetanlegra hagsbóta í mörgum greinum, og skal hjer bent á nokkur atriði. Á fyrsta starfsári fjelagsins samþykti það kauptaxta og náði með honum veruleg- um kjarabótum fyrir fjelagsmenn. Árið 1921 ætluðu atvinnurekendur að knýja fram launalækkun. En sú tilraun strandað á samheldni fjelagsmanna. Aðra atlögu gerðu atvinnurekendur að fjelaginu árið 1929, með því að segja upp þá gildandi samningum í því skyni, að lækka laun járniðnaðarmanna. Því máli lauk svo, að laun voru ekki lækkuð, en fje- lagið náði samningum um nokkur ný hlunn- indi: Viku sumarfrí með fullu kaupi' og nokkurn styrk í veikinda- og slysatilfellum. (Ef fjelagsmaður slasaðist eða veiktist við vinnu, skyldi viðkomandi vjelsmiðja greiða honum læknishjálp og sjúkrakostnað, þar til Slysatrygging ríkisins tæki við.) Árið 1930- tóku f jelagsmenn frí frá hádegi 1. maí, og síðan hvern 1. maí allan daginn. Atvinnurekendur sögðu upp samningum við fjelagið árið 1931, og fóru fram á launa- lækkun. Fjelagsmenn stóðu svo fast fyrir, að þeir hjeldu sama kaupi og áður var, en fengu auk þess inn í samningana það ákvæði, að gera helminginn af þeim pappírsvörum sem við notum. Við getum líka fengið útlendan kunnáttumann til þess að standa fyrir papp- írsgerð í byrjun og kenna íslenskum mönn- um iðnina. Að pappírsgerð er ekki hafin hjer á landi stafar ekki af kunnáttuleysi, ekki af fjár- skorti eða efnisskorti, heldur af framtaks- skorti og sinnuleysi um efling innlends iðn- aðar. Pappírsgerð, sem kostaði nokkur þúsund krónur og notaði innlent efni, sem til ein- skis annars er nýtt, gæti skapað atvinnu fyrir nokkra tugi manna. Þessir menn hyrfu úr samkeppni á atvinnumarkaðinum, tala atvinnulausra manna lækkaði að sama skapi og þjóðinni spöruðust útgjöld, sem telja mætti í tugum þúsunda, ef ekki hundr- uðum þúsunda króna. Mundi ekki nokkru af atvinnubótafje rík- is og bæja vera betur varið í það, að koma upp pappírsgerð, heldur en til þess að pjakka grjóthnullunga upp úr freðinni mold í vetrarveðrum? P. G. G.

x

Völundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Völundur
https://timarit.is/publication/1623

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.