Völundur - 01.04.1935, Blaðsíða 8
6
VÖLUNDUR
kaup skyldi hækka um 20 %, ef smásölu-
verð í Reykjavík hækkaði um 20 %.
Enn sögðu atvinnurekendur upp samning-
um árið 1932, eftir beiðni útgerðarmanna
(eftir því sem brjef þeirra bar með sjer), og
skyldi nú launalækkun framkvæmd. Deil-
unni, sem af þessu reis, lyktaði þó svo, að
fjelagsmenn hjeldu fyrri samningi óskertum,
en tókst að hækka kaup nemanna úr 35 aur.
um klst. (byrjunarlaun) upp í 50 aura,
hækkandi um 10 aura að hverju náms-
ári loknu, og var Fjelag járniðnaðarmanna
viðurkent sem samningsaðili fyrir hönd
nemanna.
En þetta átak kostaði fjelagið mánaðar-
verkfall. Út úr þessu verkfalli gekk þó fje-
lagið sterkara en það áður var. 25 fjelagar
gengu inn meðan á deilunni stóð.
Þau mál, sem fjelagið hefur samþykt að
beita sjer fyrir, og telja má starfsskrá þess,
eru þessi:
Fullkomnar atvinnuleysistryggingar.
Aukin atvinna fyrir fjelagsmenn.
Bætt vinnuskilyrði.
Aukið öryggi við vinnu.
Barátta gegn launalækkun í hverskonar
mynd.
Fullkomið lýðræði innan fjelagsins.
Að öllum þessum málum er nú verið að
starfa, eftir því sem tími og aðstæður leyfa.
Einna bestum árangri hefur fjelagið náð í
baráttunni gegn atvinnuleysi, sem aðallega
hefur að því hnigið, að allar viðgerðir á
skipastólnum íslenska væru íramkvæmdar
hjer á landi, en ekki erlendis.
Fyrir ári síðan gerði f jelagið samning við
Vjelstjórafjelag íslands, þar sem fjelögin
heita hvort öðru gagnkvæmum stuðningi í
deilum. Fjelagsmönnum hefur lengi verið það
ljóst, hver nauðsyn það er, að iðnfélögin
hafi samband með sér og vinni saman að
sameiginlegum hagsmunamálum og styrki
hvert annað í baráttunni fyrir bættum lífs-
kjörum fjelagsmannanna. Stofnun Sambands
iðnverkamanna á ekki hvað síst þangað
rætur að rekja, en í því sambandi er Fjelag
járniðnaðarmanna meðlimur.
Fjelagið hefur nú komið sjer upp tiltölulega
öflugum sjóðum, enda eru iðgjöld fjelags-
manna til fjelagsins orðin talsvert há, 78 kr.
á ári.
Þátttakan í fjelagsskapnum hefur aukist
ár frá ári. Við stofnun fjelagsins voru með-
limir aðeins 20, eins og áður segir. Nú eru
þeir um 100.
Hjer hefur nú verið lýst starfsemi fjelags-
ins í fáum dráttum, frá stofnun til þessa
dags. En þetta yfirlit gefur enganveginn
fullnægjandi hugmynd um alt það starf og
alla þá fórnfýsi, sem margir af þess bestu
mönnum hafa lagt fram til þess að gera
fjelagið að því, sem það er orðið. Og barátt-
unni verður haldið áfram, inn á við og út
á við, uns Fjelag járniðnaðarmanna er orð-
ið það, sem því er ætlað að verða — fyrir-
mynd annara iðnfjelaga.
Loftur Þorsteinsson.
Atvinnuhorfur
byggingamanna
í Reykjavík.
Hlutverk byggingamanna á hverjum tíma
greinast í þrjá þætti:
1. Að byggja íbúðarhús vegna mannfjölg-
unar í bænum, og hús vegna aukinnar
verslunar og annara athafna af sömu
ástæðu.
2. Að byggja hús í hlutfalli við rýrnun
eldri bygginga.
3. Að byggja hús í hlutfalli við auknar
kröfur um húsrúm og íbúðaþægindi og
hlutfallslega aukna starfsemi, ef fyrir
hendi er.