Völundur - 01.04.1935, Síða 10
8
VÖLUNDUE
Nefndarálit
milliþinganefndar í atvinnumálum.
Rjett áður en síðasta Alþingi var frestað,
var lagt fram í þinginu: „Skýrslur og álit
milliþinganefndar í atvinnumálum 1933—
1935“.
Þessi nefnd var skipuð af atvinnumála-
ráðherra (M. G.) 9. sept. 1933, samkvæmt
áskorun neðri deildar Alþingis, samþ. 3.
júní sama ár.
Nefnd þessari var falið ,,að rannsaka og
safna skýrslum um fjárhagsástæður, af-
komuhorfur og atvinnu sjómanna, verka-
manna og iðnaðarmanna í kaupstöðum ög
kauptúnum landsins".
í nefndina voru skipaðir 3 menn: verk-
fræðingur (Helgi H. Eiríksson), lögfræð-
ingur (Sigurður Ólason) og sjómaður (Sig-
urjón Á. Ólafsson). Virðist svo sem betur
hefði farið á því, samræmis vegna, að þriðji
maðurinn hefði verið guðfræðingur. Þetta
má þó engan veginn skoða sem svigurmæli
til þessara nefndarmanna. Þeir eru vafa-
laust allir vel hæfir til svona starfa, Þegar
rannsaka á sjermál einhverrar stjettar, er
eðlilegast að menn úr þeirri stjett sjeu til
þess valdir, en jafnframt fásinna að ætla, að
ekki geti verið til menn utan stjettarinnar
jafnvel til þess hæfir. Því má með fullum
rjetti ætlast til þess, að ef til þess kemur aö
rannsaka málefni verkfræðinga og lögfræð-
inga, að opinberri ráðstöfun, þá verði til
þess skipaðir verkamenn og iðnaðarmenn.
Nefnd þessari var falið mjög merkilegt
hlutverk, en um leið erfitt og vandasamt.
Um hitt verða auðvitað skiftar skoðanir,
hvernig nefndinni hefur tekist að leysa hlut-
verk sitt af hendi, — og svo hefði orðið,
hverjir sem nefndarmenn hefðu verið aðrir.
Sem aðalaðferð við söfnun rannsóknar-
efnis notaði nefndin spurningaeyðublöð,
sem send voru út í Reykjavík og 56 kaup-
stöðum og þorpum utan Reykjavíkur.
í áliti sínu hefur nefndin þá sorglegu
sögu að segja, „að almenningur brást yfir-
leitt mjög treglega við málaleitunum nefnd-
arinnar og torveldaði það stórlega alla starf-
semi hennar, jók tilkostnað allan og spilti
árangri nefndarstarfanna alment“.
Nefndin komst að þeirri niðurstöðu, að
rannsóknin ætti að ná til 14088 manna, og
sendi hún út nægilega mörg eyðublöð til
þess, að þeir gætu allir gefið henni um-
beðnar skýrslur.
Útkoman var þó ekki betri en svo, að
endursendar voru að eins 6518 nýtilegar
skýrslur, 518 ónýtar, og virðist því vanta
með öllu skýrslur frá meir en helmingi þeirra
manna, sem rannsóknin átti að ná til.
Það má ætla, að vanhöldin hafi verið
nokkuð hlutfallslega jöfn í öllum stjettum.
Sem dæmi má nefna, að úr stjett iðnaðar-
manna voru framteljendur að eins 1247. Nú
munu vera í Reykjavík einni um 1800 iðn-
aðarmenn. Og æðimargir iðnaðarmenn eru
í þessum 56 kaupstöðum og þorpum utan
Reykjavíkur. Virðist því láta nærri, að fram-
tal hafi vantað frá helmingi iðnaðarmanna.
Úr hópi prentara voru 47 framteljendur. —
Prentarar á landinu eru þó eitthvað yfir
100, og ber hjer að sama brunni.
Af þessu leiðir, að niðurstöður af rann-
sókn nefndarinnar sýna ekki það sem þær
áttu að sýna, — ástandið eins og það er í
raun og veru. Þær sýna að eins ástandið hjá
þeim tæpa helmingi atvinnuflokkanna, sem
skýrslur koma frá. Það má giska á, að hjer
komi fram einskonar meðaltal, og niður-
stöðurnar hefðu orðið svipaðar, þó að allir
hefðu talið fram. En um það er ekkert hægt