Völundur - 01.04.1935, Page 15
VÖLUNDUR
13
Frá fjelögunum.
Múrarasveinaf jelag Reykjavíkur hjelt
aðalfund 2. mars s. 1. 1 stjórn voru kosnir:
Gísli Þorleifsson, formaður.
Guðbrandur Guðjónsson, ritari,
Ársæll Jónsson, gjaldkeri.
Varamaður:
Guðjón Benediktsson.
Múrarameistarafjelagið er stofnað 2.
febrúar 1917. Stofnendur voru milli 30 og
40. Nú telur fjelagið 104 meðlimi. Það á
allverulegan styrktarsjóð.
Fjelag járniðnaðarmanna hjelt aðalfund
27. jan. s. 1. í stjórn voru kosnir:
Loftur Þorsteinsson, formaður,
Dagur Hannesson, ritari,
Jón Sigurðsson, gjaldkeri.
Meðstjórnendur:
Sveinn Guðmundsson,
Sveinn Ólafsson.
Fjelag járniðnaðarmanna er stofnað 11.
apríl 1920. Það telur nú um 100 meðlimi.
Af óskiftum tekjum fjelagsins er greiddur
reksturskostnaður. Afgangurinn skiftist
milli tveggja sjóða: „Verkfalls- og verk-
bannssjóðs" (sem fær %) og „Slysa- og
sjúkrasjóðs“ (sem fær 1/3). Eignir Verk-
falls- og verkbannssjóðs eru kr. 3821.93, en
Slysa- og sjúkrasjóðs kr. 1100.97, samtals
4922 kr. í báðum sjóðunum. — Fyrir verk-
fallið 1933 voru samanlagðar eignir þessara
sjóða kr. 3924.00.
Bakarasveinafjelag íslands hjelt aðal-
fund 17. f. m. I stjórn voru kosnir:
Guðm. B. Hersir, formaður,
Guðmundur Bjarnason, fjehirðir,
Þorgils Guðmundsson, ritari.
Allir endurkosnir.
Varastjórn:
Stefán Thordarsen,
Ásmundur Ásmundsson,
Óskar Sveinbjörnsson.
Bakarasveinafjelagið er stofnað 5. febr.
1908. Það er ekki mannmargt, 40 fjelagar
nú. En það er eitt af traustustu fjelögum iðn-
verkamanna. Það hefur allstóran atvinnu-
leysisstyrktarsjóð, sem úr voru greiddar
1200 kr. síðastl. ár. En sum undanfarin ár
hafa atvinnuleysisstyrkir til fjelagsmanna
numið talsvert meiri fjárhæð.
Crisli Porleifsson
form. Múrarasveinafjel.
Loftur Þorsteinsson
form. Fjelags járniðnaðarm.
Guöm. B. Hersir
form. Bakarasveinafjel.
ih.