Völundur

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Völundur - 01.04.1935, Qupperneq 18

Völundur - 01.04.1935, Qupperneq 18
16 VÖLUNDUR Smátt og stórt. Iðnaðarmenn! Sendið Völundi greinar um áhugamál ykkar — eða ,efni í greinar. Það er sitt hvað að hugsa og skrifa. Þú getur verið snillingur að hugsa en skussi að skrifa. Láttu það ekki standa í vegi. Talaðu við rit- stjóra Völundar og láttu nann annast um formið. Skyldi vera afar torvelt og vandasamt að búa til kartöflumjöl? — Völundi þætti vænt um að fá fræðslu um það. — Við ís- lendingar kaupum 160—170 smálestir af kartölumjöli frá útlöndum árlega, og greið- um fyrir það um 50 þúsund krónur. Mætti ekki spara eitthvað af því fje? Varla kemur til þess að kartöflurnar neiti að verða að mjöli, þó að þær sjeu fæddar og uppaldar í íslenskri mold. Fyr á öldum gerði ísl. þjóðin ekki meiri kröfur til iðnaðar en svo, að þeim var að mestu fullnægt með heimilisiðnaði. Iðnað- armenn voru ekki til sem vinnandi stjett. Á síðari tímum hefur þetta breyst stórkost- lega. Við semjum okkur nú að siðum full- komnustu menningarþjóða, jafnt í notkun iðnaðarvöru í hundruðum tegunda og fyrir of fjár, sem enginn maður ljet sjer til hug- ar koma að æskja eftir fyrir nokkrum tug- um ára. Og fram á síðustu ár höfum við keypt meginið af þessum iðnaðarvörum frá útlöndum, svo að segja án nokkurs tillits til þess, hvort við vorum færir um að fram- leiða þær sjálfir eða ekki. Alþingi er skipað 49 þingmönnum. Þar af eru 7 ,,-stjórar“, 10 bændur og 12 lögfræð- ingar, en enginn starfandi iðnaðarmaður. Þetta má sjá. af þingmannaskránni, en það má líka ráða af verkum þingsins. Frumstæðar þjóðir þurfa lítið á iðnaði að halda. ,,Hrávaran“, sem náttúran leggur til, er notuð til neyslu lítið breytt. Og þarfirn- ar eru fáar umfram það að afla næringar. Með vaxandi menningu breytist þetta stór- kostlega. Ætilegu hrávörunni er breytt á ýmsa lund með vinnu, — iðnaði. Og annari hrávöru verður að breyta með vinnu til þess að fullnægja óteljandi menningarkröfum. Iðnaðurinn verður því fyrirferðarmeiri at- vinnugrein, sem menningin verður fjöl- breyttari. Sjálfsagðasta ráðið við atvinnuskorti er það, að landsmenn hætti að kaupa vinnu af útlendingum. Sú vinna er falin í iðnvörum, sem við kaupum frá útlöndum. Þær jðnvör- ur getum við framleitt sjálfir, — ekki nánda- nærri allar að vísu, síst fyrst í stað, en þar fæst þó vafalaust verkefni, sem gæti gefið nokkrum þúsundum lifibrauð. Hversu mikið hjer er um að ræða, getur enginn maður haft glögga hugmynd um, meðan allar rannsóknir vantar. Hvorki Alþingi nje ríkisstjórnir hafa til þessa fundið ástæðu til að verja svo miklu sem 10 krónum til slíkra rannsókna alment. Framleiðsla hrávörunnar er þverrandi at- vinnuvegur hjá öllum menningarþjóðum. Iðnaður er vaxandi atvinnuvegur hjá öll- um menningarþjóðum. í Teknisk Tidskrift var nýlega skýrt frá því, að ríkisskuldir Bandaríkjanna í Norð- ur-Ameríku mundu verða á miðju þessu ári 32 miljarðar dollara. Ef við breytum dollar í krónu og deilum Bandaríkjaþjóðinni nið- ur í 5 manna fjölskyldur og ríkisskuldunum jafnt á fjölskyldurnar, þá koma 6500.00 ísl. krónur á hverja fjölskyldu. Ef við íslend- ingar værum svona skuldugir, þá mundu rík- isskuldirnar okkar nema 145 miljónum kr. ÍSAFOLDARPRÉNTSMIÐJA H/F.

x

Völundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Völundur
https://timarit.is/publication/1623

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.