Fjarðarfréttir - 18.08.2016, Blaðsíða 4

Fjarðarfréttir - 18.08.2016, Blaðsíða 4
4 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 Eitt af gömlum landamerkjum Hafn­ ar fjarðar og Garðabæjar er Há degishóll, skammt aftan við slökkvi stöðina við Skútahraun. Hóllinn er gamalt eyktarmark frá Hraunsholti og þaðan kemur nafnið. Þann 30. ágúst 1913 seldi landssjóður Hafnarfjarðarkaupstað eign Garða­ kirkju á kaupstaðasvæðinu og nokkurn hluta af öðru landi hennar; bein lína úr Balaklöpp við vesturenda Skerseyrar í veginn frá Hafnarfirði til Reykjavíkur (Engidal), um Hádegishól frá Hrauns­ holti. Sel stóð sunnan undir hólnum skammt frá bænum sem var fremur óvana legt en alls ekki óþekkt. Staðurinn var allt eins kallaður Hraunsholtshellar, en hellarnir komu að góðum notum sem fjárskjól. Selminjunum var eytt þegar hrauninu var skóflað burtu af starfsmönnum Hagvirkis sem var með höfuðstöðvar sínar á þessum slóðum. Vottaði fyrir Góð umhirða fóta eykur á vellíðan Fótaaðgerð er fyrir alla. Þú þarft ekki að hafa mein á fótum til að koma til fótaaðgerðafræðings. Taktu skref í rétta átt og láttu þér líða vel. www.galleriutlit.isBæjarhrauni 6 | sími 555 1614 | www.galleriutlit Rósa Ág. Morthens löggiltur fótaaðgerðafræðingur Ratleikur Hafnarfjarðar Sumarið 2016 Ratleikur Hafnarfjarðar Sumarið 2016 R at le ikur inn FRÍTT ratleikskort Fæst í Bókasafninu, Fjarðarkaupum, sundstöðum og víðar H ön nu na rh ús ið e hf . stendur til 25. sept.! Rétt landamerki Hafnarfjarðar ekki sýnd á kortum Hádegishóll var færður til Garðabæjar með samningi Á nýlega samþykktri umsókn má sjá gömlu landamerkin í stað þeirra nýju. selinu að þeim tíma þó það léti ekki mikið yfir sér. HÁDEGISHÓLL FÆRÐUR UNDIR LÖGSÖGU GARÐABÆJAR Hádegishóll er ekki lengur landa­ merki þar sem samið var um það fyrir stuttu að Hádegishóll yrði í Garðabæ. Var það gert í tengslum við skipulag á nýjum Álftanesvegi en vegurinn á að liggja á mörkum bæjarfélaganna og milli Hádegishóls og lóðar slökkvi­ stöðvarinnar. Gömlu mörkin eru þó á aðalskipulagi Hafnarfjarðar og sjást á skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar og erfitt var að fá upplýsingar um þetta hjá Hafnar­ fjarðarbæ. Þær fengust þó og var upp­ lýst að samkomulag á milli sveitarfélag­ anna hafi verið gert í maí 2014 og færðist Hádegishóllinn þá í Garðabæ en Hafnarfjörður fékk stærri sneið við Hrafnistu. Uppdráttinn og samkomu­ lagið er þó ekki að finna í fundargerðinni. Breytingarnar má sjá á myndinni hér að ofan til vinstri. Hádegishóll Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.