Fjarðarfréttir - 18.08.2016, Qupperneq 6
6 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016
Nýr leikskóli var opnaður við
Bjarkavelli 8. ágúst sl. Þetta er leik
skólinn Bjarkalundur sem stendur við
Bjarkavelli 3. Leikskólanum er skipt í
fjórar deildir og verða 50 börn í
skólanum til að byrja með að sögn
Jennýjar Dagbjartar Gunnarsdóttur á
skólaskrifstofu Hafnarfjarðar. Skólinn
er hannaður fyrir 100 börn en ekki
liggur fyrir hvenær hann verði fullnýttur.
BYGGÐUR Á RÚMU ÁRI
Að sögn Sigurðar Haraldssonar
sviðsstjóra umhverfis og framkvæmda
hjá Hafnarfjarðarbæ var bygging
leikskólans boðin út í ársbyrjun 2015
en þá var búið að steypa upp kjallara og
plötu 1. hæðar. Hafði staðið til að
byggja leik og grunnskóla á þremur
hæðum auk kjallara en byggingar
nefndarteikningar að þeirri byggingu
voru samþykktar í júlí 2008.
Gengið var að tilboði frá SÞ verk
tökum ehf. en húsnæðið er samtals
951,8 m² að stærð en af því er 180,9 m²
kjallari. Lóðin er 4.918 m². ASK
Arkitektar ehf, Mannvit hf og Forma
ehf. sáu um hönnun leikskólans og
lóðarinnar og var Sigurlaug Sigurjóns
dóttir hönnunarstjóri. Lárus Ársælsson
var verkefnastjóri verkfræðihönnunar
og Inga Rut Gylfadóttir landslags
arkitekt. Byggingarstjóri var Sigurður
Þórðarson.
SVAVA BJÖRK MÖRK ER
LEIKSKÓLASTJÓRI
Bæjarstjóri afhenti Svövu Björk
Mörk leikskólastjóra lyklavöldin að
nýja leikskólanum Bjarkalundi við
hátíðlega athöfn. Fjölmenni var við
athöfn ina, leikskólafólk, stjórnmála
menn, foreldrar og fleiri. Svava Björk
var áður leikskólastjóri á Bjarma.
HORFT Á BARNIÐ SEM
GETUMIKINN
EINSTAKLING
Að sögn Svövu Bjarkar starfar
leikskólinn í anda Reggio Emila
aðferðarinnar þar sem leitast er við að
horfa á barnið sem getumikinn
einstakling. Svava segist virkilega
ánægð með nýja húsnæðið og segir að
búið sé að fullmanna skólann af góðu
starfsfólki. Fyrstu börnin komu í
skólann 8. ágúst og þau síðustu byrjuðu
á mánudeginum á eftir.
Fanney Dóróthe Halldórsdóttir
fræðslu stjóri sagði í ræðu sinni að
starfsemi þessa nýja skóla geri það m.a.
að verkum að út frá inntökureglum
bæjarins séu nú engir biðlistar inn á
leikskólana. „Öll börn ættu að geta
komist að hjá dagmóður eða á leikskóla
í bæjarfélaginu.“
BYGGÐUR ÁN LÁNTÖKU
Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri
sagði leikskólann að öllu leyti fjár
magnaðan fyrir eigið fé Hafnar fjarðar
bæjar.
„Nýframkvæmdir á að fjármagna
með eigið fé úr rekstri sveitarfélagsins.
Það á ekki að gerast með lántökum.
Slíkar lántökur eru ávísun á tekjur í
framtíðinni sem ætlaðar eru til þess að
standa undir lögbundnum verkefnum á
hverjum tíma og geta því ekki leitt til
annars en auknar álögur á íbúa og/eða
jafnvel enn frekari lántökur. Ég tel
rekstrarumhverfi sveitarfélöga í dag
þannig að þau eiga að geta fjármagnað
nýframkvæmdir með peningum úr
rekstri ef rétt er staðið að rekstrinum,“
segir bæjarstóri.
Þannig sé stefnt að því að byggja
nýjan grunn og leikskóla í Skarðshlíð
fyrir eigið fé, en framkvæmdir við þann
skóla eiga að hefjast á næsta ári.
5.000 MANNS BÚA Á
VÖLLUM
Á Völlum búa í dag rúmlega 5.000
manns og bætir leikskólinn því úr
brýnni þörf fyrir leikskólarými í
hverfinu. Tvær deildir við skólann hefja
starfsemi sína núna með 50 börnum.
Heildarframkvæmdarkostnaður mun
verða um 430 milljónir króna en ef
meðtalinn er fyrri kostnaður vegna
kjallara og plötu er áætlað að kostn
aðurinn verði um 550 milljónir kr.
Bjarkalundur er
nýjasti leikskóli
Hafnarfjarðar
Byggður án lántöku og getur hýst 100 börn
Svava Björk Mörk leikskólastjóri og Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri.
Að leik á litríku gólfinu.
Fanney Dóróthe Halldórsdóttir fræðslustjóri ávarpar gesti. – Sjá nánar á www.fjardarfrettir.is
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Glæsileg útileiksvæði eru við skólann og gúmmí undirlag í stað malar.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
www.fjardarfrettir.is