Fjarðarfréttir - 18.08.2016, Page 7

Fjarðarfréttir - 18.08.2016, Page 7
www.fjardarfrettir.is 7FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2016 Söfnunarkassar í Hafnarfirði eru m.a. við: Fjarðarkaup • Miðvang • Fjörð • 10/11 – gefðu okkur tækifæri! Farvegur Kaldár er þurr eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Um þessar mundir er deilt um það hvort Reykvíkingar eigi að fá að dæla auknu magni af vatni úr sameiginlegum vatnsauðlindum sveitarfélaganna ef það hefur þau áhrif að grunnvatnsstaða í vatnsbóli Hafnfirðinga lækkar. Það geta verið eðlilegar ástæður fyrir því að grunnvatnsstaða lækkar, t.d. eftir snjóþunga vetur og þurrkatímabil og það getur orðið til þess að ekkert vatn rennur í farveg Kaldár. Hins vegar hefur það verið ráðgáta hvers vegna yfirborð Hvaleyrarvatns sveiflast svona eins og það gerist því ekki er vitað um neitt aðrennsli né frárennsli frá vatninu. Á síðasta ári var vatnsstaða Hvaleyrarvatns óvenjulega lág og töldu sumir að þar gæti hin mikla skógrækt haft áhrif. Það afsannaðist þegar skyndilega hækkaði í vatninu og vatnsstaðan varð eðlileg á ný. Kaldá vatnslaus Yfirborð Hvaleyrarvatns lækkar í kjölfarið Það fór hins vegar saman við það að vatn fór að renna í farveg Kaldár og nú gerist það sama. Þegar Kaldá hættir að renna, lækkar yfirborð Hvaleyrarvatns. SNERTIR EKKI ÁSTJÖRNINA Hins vegar virðast önnur lögmál gilda með Ástjörnina, sem ekki er langt frá, því á meðan yfirborð Hvaleyrarvatns var hvað lægst var mjög há vatnsstaða í Ástjörn. Farvegur Kaldár við Kaldársel er núna alveg þurr. Lj ós m .: Sm ár i G uð na so n Töluvert hefur lækkað í Hvaleyrarvatni eins og þessi mynd sýnir. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Ástjörn

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.