Öldin - 01.03.1935, Síða 3
stúdentarit
ÖLDIN
I. Marz 1935 1.
Formáli.
Það verður varla annað sagt, en að blaðakostur íslenzkra stúdenta sé nú
þegar orðinn löluvert mikill að vöxtum, þótt ekki sé við hann bætt. Á vegum
..V
háskólastúdenta koma að staðaldri út tvö blöð, auk hátíðablaðs, sem út kemur á
[ullveldisdaginn ár hvert. Þessi tvö blöo eru þó því marki brennd, að raun-
verulega eru þau málgögn þröngra pólitískra stefna, og hafa þvi stúdentar, sem
elcki vilja binda sig flokksböndum þeim, er marka stefnu blaða þessara, engan
vettvang annan en Stúdentablaðið, ef þeir vilja koma fram á ritvöll í stúdenta-
hóp. En þegar þess er gætt, að blaðið kemur aðeins út einu sinni á ári, og er
mjög takmarkað að stærð, er Ijóst, að það verður næsta áhrifalítið.
Rit það, sem hér hefur göngu sína, á ekki aðeins að ná til takmarkaðs
hluta stúdenta, en til ætlazt, að það nái alrnennt til akdemiskt menntaðra manna
og að í því sjáist nöfn sem flestra þeirra, án tillits til þess, hvar þeir skipa sér
í daglegum stjórnmáladeilum. Mörg áhugamcd stúdenta eru þaruiig vaxin, að þeir
geta staðið saman um þau, þótt þeir hafi mismunandi sjórnmálaskoðanir, og mun
rilið eftir megni taka þau til meðferðar, og þá einkum helztu hagsmunamálin.
Flokkadrættir meðal stúdenta kljúfa scimtök þeirra, og málgögn liinna ein-
stöku flokka eru eins og hrópendur, sem hegra ekki hver til annars. Stúdentarn-
ir — svo fámennur hópur — mega ekki við því að tvístra kröftum sínum, án þess
að gera tilraun til að mætast og ræða á sameiginlegum vettvangi þau hagsmuna-
mál, sem þeim eru mest til þrifa.
Hins vegar mun rit þetta alls elcki einskorða sig við þau málefni, er snerta