Öldin - 01.03.1935, Síða 10
8
Ö L D 1 N
Bókasafnið á Garði.
Það er margt, sem hefir verið ritaS og rætt
um GarS og málefni hans, frá því aS hann
varS fullbúinn á síSastliSnu hausti, og áreiS-
anlega er þaS fáum undrunarefni, þó aS svo
sé. GarSur er fyrst og fremst svo mikill og
markverSur áfangi i einu mesta nauSsynja-
máli stúdenta, húsnæSismálinu, aS þaS eitt
og sérstakt væri næg ástæSa til óbundins'
fagnaSar, aS! slíkum áfanga er náS. En fyllra
tilefni gefst, þegar þess er gætt, aS meS
byggingu GarSs er ekki einungis venjulegt
nýtízku íbúSarhús risiS úr mold; GarSur er
annaS og meira en slíkt og hlutverkiS víS-
ara — fleiri stoSir en fjárhagslegar treysta
rökin aS tilveru hans. Því verSur ekki gleymt,
aS meS þessari byggingu er í fyrsta sinn lagS-
ur hornsteinn aS raunverulegu félagslífi stúd-
enta, eSa því a. m. k. veitt meiri og veglegri
skilyrSi til vaxtar og þroska en þaS áSur
átti. HingaS til hafSi þaS ekki átt neinn
þann samastaS, sem gæti miSmagnaS þrótt
þess og bent til einingar. En nú, þegar GarS-
ur er byggSur, vitum viS, aS grundvöllur er
fenginn. ÞaS væri óeSlilegt, ef ekki mætti
rísa heilt og þróttmikiS stúdentalíf af þeim
grunni, þegar tímar líSa fram.
Mörg orS hafa falliS um GarS sjálfan, um
tilhögun og fyrirkomulag, utan húss sem inn-
an — myndir og lýsingar birzt af þessu óska-
barni. ÞaS er hvorki ætlunin hér aS auka
þar á né sneiSa af, en einungis aS benda á
eitt atriSi, sem litiS hefir veriS minnst á, en
ætti þó fulla athygli skiliS. ÞaS sem hér er
átt viS er bókasafniS á GarSi.
Frá því í upphafi mun þaS hafa veriS til-
ætlunin, aS GarSur eignaSist sitt eigiS bóka-
safn, eins og sjálfsagt er, og hefir því veriS
séS fyrir húsrúmi, sem aS vísu er ekki stórt,
en ætti þó aS nægja fyrst um sinn. ÞaS er
ekki kunnugt, aS neinar sérstakar ráSstafan-
ir aSrar hafi veriS gerSar safninu viSkom-
andi, og engar ákvarSanir teknar um þaS,
hvernig hentast muni aS auka bókakost þess.
Ef til vill er þetta afsakanlegt, þegar tekiS
er tillit til þess, hve stofnunin er ung, og svo
hins, aS safniS hefir þegar orSiS aSnjótandi
rausnarlegra gjafa. Þá er fyrst aS minnast
hinnar höfSinglegu bókagjafar síra Magnús-
ar Helgasonar, því aS þar hefir safniS eign-
azt bæSi góSan stofn og nauSsynlegan grund-
völl. Þessi gjöf verSur aldrei fullþökkuS, og
ekki einungis vegna þess, aS hún er dýr aS
matsverSi, heldur og af hinu, aS hún er mikiS
og veglegt fordæmi. En aSrir, einstaklingar
og útgáfufyrirtæki, sem gefiS hafa bækur,
(skv. uppl. bókavarSar) eru þessir: Levin og
Munksgaard, Khöfn (bækur fyrir 500 kr.),
E. P. Briem, ísafoldarprentsmiSja, Menning-
arsjóSur og e. t. v. fleiri. Og þannig hefir
þá safninu borist strax talsvert af bókum;
þaS á vini víSa og mörgum skilst nauSsyn
þess. Allar þessar gjafir eru meira virSi en
svo, aS þær verSi eingöngu metnar til fjár;
þær benda út fyrir sjálfar sig, verSa um leiS
hvatning til annara veglyndra manna. Og
þaS er vonandi aS margir verSi til þess, aS
styrkja safniS á GarSi meS góSum gjöfum,
eftirleiSis sem undanfariS — án þeirra yrSi
því eflaust leiSin brött og vegurinn torsótt-
ur, eins og svo mörgu öSru, sem ekki nýtur
veglyndis annara og óeigingjarnrar hjálpar,
aS einhverju leyti.
Hitt er annaS mál aS gjafaleiSin ein er
enginn heilbrigSur vaxtarvegur fyrir bóka-
safn, sem á aS verSa lífrænt og fjölhliSa. M.
a. kemur þar til greina, aS menn gefa yfir-
leitt ekki nema gamlar bækur og rit, og er
þaS aS vísu gott út af fyrir sig, en meS því
móti einu kæmist safniS aldrei í tengsl viS
samtíS sína. ÞaS færi óhjákvæmilega á mis
viS fjöldann allan af nýjum og markverSum
ritum; eignaSist ekki vaxtarbroddana á
hinum ýmsu sviSum bóklegs starfs, fyrr en
þeir væru orSnir aS gömlum kvistum. Bóka-
sa-fniS á GarSi þarf t. d. nauSsynlega aS
eignast ýmsar merkar bækur, innlendar og