Fjarðarfréttir - 22.12.2016, Blaðsíða 6

Fjarðarfréttir - 22.12.2016, Blaðsíða 6
6 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016 Smári Brynjarsson, íbúi við Strand­ götuna hefur smíðað heilt íbúðarhús og ekki fengið neinar athugasemdir frá byggingaryfirvöldum þó ekki hafi verið sótt um nein leyfi. Húsið er glæsilegt en ekki stórt því það er smíðað utan um aðeins einn kött – villiköttinn í hverfinu. Segir Smári hann heimsins dekraðasta kött. Hvor það sé rétt skal ekkert fullyrt en ótrúlegustu sögur hafa farið af dekri ríka fólksins við kettina sína. En sennilega er þetta heimsins dekraðasti villiköttur enda hefur Smári byggt glæsivillu fyrir hann einan. Ekki er glæsivillan bara stór fyrir einn kött, heldur er hún með lýsingu og auðvitað jólaljósum núna í skammdeginu fyrir jólin. Kötturinn passar húsið vel og býður ekki heim fyrir jólin. Engum köttum er hleypt nálægt húsinu. Mýs eru heldur ekki sjáanlegar því eins og alvöru köttur, þá veiðir hann sér til matar. Smíðaði hús fyrir villiköttinn í hverfinu Villikötturinn Geiri passar húsið sitt vel og mýs eru sjaldséðar í nágrenninu Hafnarfjörður er eins og allir vita, afskaplega sjarmerandi og hlýlegur bær. En er það ekki síst vegna þess hvað fólkið leggur í hann, frekar en byggingar eða veggir? Hvað er það í loftinu, sem gerir það auðveldara fyrir þá, að vera persónulegir, án þess að fara of nálægt þér? Ég kem í Hafnarfjörðinn í mars árið 2010. Ekki leið á löngu áður en menningin var farin að slæðast inn á heimili mitt, börnin komin með hafnfirsk orð á borð við „ramba“ (sem er annað orð yfir að vega salt), „hvítvoðungur“ er eitt orðið sem 4 ára dóttir mín notaði yfir lítil börn sem hún lærði ásamt hinum orðunum í leikskólanum. Svo hafði hún auðvitað mikið dálæti á öllu sem tengdist Pollapönki, því jú, þeir eiga sterkan heimastað hér með Heiðari og Halla úr Botnleðju. Maður fór í göngutúr með vagninn um fallega gamla bæinn. Unglingar sem rölta framhjá, bjóða góðan daginn. Jafnvel grófir og töffaralegir. Bjóða samt góðan daginn. Og í Hafnarfirðinum stoppar fólk fyrir gangandi vegfarendum, þrátt fyrir umferð. Og veifa til baka þegar börnin veifa þakklát fyrir að komast yfir götuna. Maður er ekki lengi að komast inn í notalega stemmninguna hjá bæjarbú­ um. Þeir taka vel á móti þeim sem vilja gera gott og leggja ekki háar kröfur á að maður sé neitt, nema maður sjálfur. Það virðist alla vega vera svona bragurinn. Hér býr fólk af ekki svo ólíkum upp­ runa Í árdaga Hafnarfjarðar ólust flestir hér upp í faðmi foreldra sem voru ýmist sjómenn eða húsmæður. Annars voru allir mest komnir af bændunum sem hér náðu að skjóta rótum. Bærinn var sannarlega ekki ríkur, fólk moðaði úr því sem það hafði. En það stóð saman. Leikskólarnir voru engir. Fólk hélt tengslum við hvort annað. Og skipti einnig við hvort annað á afurðum. Einsi kom kannski með fisk, meðan konan hans Kalla saumaði fyrir saumsprett­ urnar á buxum barna fjölskyldu hans, svo dæmi sé tekið. Eflaust eitthvað sem viðgekkst í öðrum bæjum og allt það, en börn fólksins sem áttu þessi heima­ legu viðskipti, búa mörg hver enn á sömu slóðum. Og eru enn í tengingu við börnin sem voru í fjölskyldunni, sem foreldrar þeirra áttu viðskipti og vináttu við. Mjög stór hluti fólksins voru sjómannsfjölskyldur, urðu svo að mörgu leyti, ásamt smiðunum að sjálfsögðu, líf bæjarins. Slippurinn svo lífæðin. Af hverju er það? Spyr maður sig kannski. Af hverju skiptir máli hvaða áhrif það hafði á heildarmynd og árangur samfélagsins ? Og af hverju eru þeir svona heimakærir? Vegna þess að enn ríkir samstaðan, heimilisleg stemmningin og vinaleg ásjónin sem þurfti svo á að halda þá. Til að lifa af. Það er löngum orðið sannað mál, að Hafnfirðingum er ekki sama um hvorn annan. Eða börn hvors annars. T.d. ekki fyrir svo löngu tóku íbúar á Völlunum upp á því að halda Hrekkja­ vöku fyrir börnin í hverfinu – á mánu­ degi. Með mikilli pomp og prakt ráfuðu alls kyns, litlar ógnarverur með töfra­ sprota og sverð og fengu nammi í poka fyrir grikk. Að sjálfsögðu snerist þetta um sameininguna. Ekkert annað. Þetta eru Hafnfirðingar í hnotskurn. Það hefði vel verið hægt að sleppa því. En hér er haft fyrir því. Það er sálin sem ég er að tala um. Sálin sem mér þykir svo vænt um við Hafnarfjörðinn. Soffía Hrönn Gunnarsdóttir. Bæjarbragur, mótun og saga Hafnarfjörður í ljósi íslensks nýbúa sem flutti um aldamótin til Hafnarfjarðar Soffí Hrönn Gunnarsdóttir. Gleðileg jól og farsælt komandi ár Glæsivillan sem Smári smíðaði fyrir villiköttinn hverfinu. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.