Fjarðarfréttir - 22.12.2016, Blaðsíða 11
www.fjardarfrettir.is 11FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016
Við erum mjög þakklát þegar vel
gengur og það var því mjög ánægjulegt
að í báðum þessum stóru leitum fundust
hinir týndu heilir á húfi. Útköllin hafa
verið bæði stutt og löng, á landi og sjó,
þau hafa verið miskrefjandi en alltaf er
hópur félaga okkar tilbúinn til að rjúka
af stað þegar kallað er. Það er fjöl breytt
ur hópur björgunarfólks sem sinnir
starfinu í sjálfboðavinnu og er tilbúinn
til að koma ykkur til aðstoðar hvenær
sem er sólarhringsins allt árið.
Sérstaða Björgunarsveitar Hafnar
fjarðar er og hefur verið þjálfun og
rekstur á sporhundum í gegnum árin. Í
dag höfum við yfir að ráða einstaklega
fallegum sporhundi sem heitir Perla.
Hún hefur staðið sig mjög vel á síðasta
ári og farið í mörg útköll. Nú í byrjun
desember náði hún þeim áfanga að ná
seinna úttektarprófinu sem leggja skal
fyrir blóðhunda. Perla er fyrsti spor
hundurinn á landinu sem nær þessu
prófi frá því að kröfur um það voru
settar fram fyrir um 10 árum síðan. Við
erum mjög ánægð með þennan góða
árangur og stefnum nú á að fá annan
blóðhund til landsins um mitt næsta ár.
Lionsklúbbur Hafnarfjarðar hefur
heldur betur stutt vel við bakið á okkur
með sölu á Gaflaranum undanfarin ár
og nú síðast með styrk fyrir nýjum
sporhundi.
BSH sinnir líka samstarfi við ýmsa
aðila eins og skátahreyfinguna.
Björgunar sveitin sá um sjúkragæslu
fyrir Hraunbúa á skátamóti í Krýsuvík í
júní eins og undanfarna áratugi. Einnig
sinntum við vatna og bátagæslu á
Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni í sumar.
Þar fengu félagar okkar mikilvæga
reynslu og þjálfun í meðhöndlun
slöngu báta.
Að reka björgunarsveit er kostnaðar
samt og nú fer í hönd mikilvægasti
fjár öflunartími okkar. Jólatrjáasala sem
og flugeldasala eru okkar mikilvægustu
fjáraflanir.
Jóltrjáasalan okkar er í Hvalshúsinu
við Reykjavíkurveg 48 eins og undan
farin ár. Við tökum vel á móti ykkur og
þar sem kaffi, og piparkökur eru í boði
á meðan fólk velur sér tré.
Bæði jólatrén og flugeldarnir eru
forsenda þess að halda úti öflugu björg
unarstarfi í Hafnarfirði. Sölustaðir
flugelda opna miðvikudaginn 28. des
em ber og verða í björgunarmiðstöðinni
okkar að Hvaleyrarbraut 32, að Flata
hrauni 14 (gamla húsinu okkar) og við
Tjarnarvelli.
Kæru bæjarbúar, um leið og við
þökk um ykkur fyrir ómetanlegan
stuðn ing í gegnum árin, þá bjóðum við
ykkur velkomin á sölustaði okkar,
hvort sem er til að versla jólatré eða
flugelda og leitum til ykkar eftir
áframhaldandi stuðningi svo hægt sé að
halda áfram kraftmiklu björgunarstarfi í
Hafnarfirði.
Með ósk um gleðilega hátíð, slysalaus
áramót og gæfuríkt komandi ár.
Vigdís Björk Agnarsdóttir, formaður
Björgunarsveitar Hafnarfjarðar.
Hvar kaupir
þú flugelda?
Flugeldasala:
• Hvaleyrarbraut 32 (innst á Lónsbraut)
• Gamla slökkvistöðin (Flatahrauni 14)
• Við Tjarnarvelli
OPIÐ:
Miðvikudaginn 28. desember ........ kl. 12 22
Fimmtudaginn 29. desember ......... kl. 10 22
Föstudaginn 30. desember .............. kl. 10 20
Gamlársdag ..................................... kl. 09 16
Flugeldasala
björgunarsveitarinnar
er lífæð starfsins
– Bæjarbúar! Leggjum okkar
skerf af mörkum.