Fjarðarfréttir - 22.12.2016, Side 19

Fjarðarfréttir - 22.12.2016, Side 19
www.fjardarfrettir.is 19FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016 Árlega koma leikskólabörn úr leikskólum Hafnarfjarðar og víðar til að skoða hús Bjarna riddara sem er hluti af húsakosti Byggðasafns Hafnarfjarðar við Vesturgötu. Þar fá þau að heyra fróðleik um heimilishald fyrri alda en ekki síst að hitta gamaldags íslenskan jólasvein. Hann vakti heldur betur kátínu þegar börn úr Stekkjarási komu í heimsókn. Gekk honum illa að finna út úr því hvernig nota ætti stól og hurfu börnin stundum þegar hann reyndi að setjast. Hafði hann þá sest öfugt á stólinn. Men: 29.900 Lokkar: 19.900 Sign · Fornubúðum 12 · 220 Harnarrörður · S:555 0800 · sign@sign.is · facebook.com/signskart · www.sign.is Hringur: 29.900 Fargjöld hækka um 4-4,8% Á fundi stjórnar Strætó bs. 9. desem­ ber sl. var samþykkt að hækka gjaldskrá Strætó í takt við almenna verðlags­ hækkun á rekstrarkostnaði Strætó. Í rekstri Strætó vegur launa kostn aður og olíuverð um 70% af heild ar rekstrar­ kostnaði. Fyrirséð er 10% hækkun launa á næsta ári og þjóð hagsspá spáir allt að 15% hækkun á olíuverði. Almennt staðgreiðslugjald og stakt fargjald í appinu verða 440 kr., sem er hækkun um 4,8%, en staðgreiðsla og stakt fargjald í appinu fyrir börn yngri en 18 ára, aldraða og öryrkja verða óbreytt. Önnur fargjaldaform eins og far miðar og kort hækka í kringum 4,0%. NÝ GJALDSKRÁ STRÆTÓ MUN TAKA GILDI 3. JANÚAR 2017 Í eigendastefnu Strætó sem samþykkt var í apríl 2013 kemur fram að stefnt skuli að því að fargjaldatekjur standi undir allt að 40% af almennum rekstrar­ kostnaði Strætó. Í dag standa fargjalda­ tekjur undir um 32% af almennum rekstrarkostnaði félagsins. Upplýsingar um nýja gjaldskrá er að finna á vefnum www.straeto.is Jólasveinninn á Byggðasafninu Óttalegur klaufi og vissi ekki hvernig átti að nota stól Fengu börnin óskakerti að gjöf í lok heimsóknarinnar. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.