Fjarðarfréttir - 22.12.2016, Síða 8

Fjarðarfréttir - 22.12.2016, Síða 8
8 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016 Hafið þið gengið um í íslensku skóglendi. Einhver gæti nú sagt: Er til íslenskur skógur? Já, hann er til og hann ilmar af birki og mosa á sumrin, sérstaklega eftir að regndroparnir hafa vætt stofninn, greinarnar og blöðin. Þá er best í heimi að fara í pollagalla og stígvél, ganga um og þefa út í loftið eins og Gáttaþefur í leit að hangikjöti. Og þú veist hvað þú gerir ef þú týnist í íslenskum skógi? Þú stendur einfald­ lega á fætur! Nei, það er nú ekki svo einfalt. Því jafnvel þó svo erfitt sé fyrir tré að búa á Íslandi þá eigum við nú samt inn á milli fallega gróna reiti með háum trjám. Í skóginum er líklegast að rekast á birki. En hér má einnig finna reynitré, öl, víði og jafnvel ösp. Sum þessara trjáa hafa átt heima hér á Íslandi langa lengi, önnur eru nýbúar. Það er alltaf skemmti legt að hafa sem mesta fjöl­ breytni en það er alveg sama hvaða trjátegund það er – þegar fuglarnir leita sér skjóls. Þeir hvíla sig á fallegri grein og syngja, á sterklegri grein byggja þeir sér hreiður og í skjóli laufblaðanna ala þeir ungana sína – svo þeir megi einn daginn fljúga úr hreiðri og gleðja okkur með söngnum sínum. GRENITRÉN Þau tré sem verða einna hæst á Íslandi eru grenitré. Og í skóginum þar sem saga okkar gerist voru þau mörg hver há og afar glæsileg. Stofninn sterklegur að sjá og greinarnar jafnar og teinréttar. Hlutföllin rétt og toppur sem teygði sig glæsilega til himins – liturinn óaðfinnanlega dökkgrænn. Inn á milli grenitrjánna óx þó eitt grenitré sem var ekki alveg í réttum hlutföllum. Neðstu greinarnar slúttu frekar en að standa teinréttar út til hliðanna og toppurinn – var þetta einn eða tveir eða jafnvel þrír toppar? Æi, greyið. Það var engu líkara en það hafi ekki getað gert það upp við sig hvað ætti að vera toppur og hvað ekki. Þetta greintré hafði greinilega orðið fyrir hnjaski þegar það var græðlingur. og hin trén í skóginum höfðu á orði að í raun þá liti það meira út eins og runni en tré. ÞÚ VERÐUR ALDREI AÐ FALLEGU JÓLATRÉ Sussum svei – sögðu trén í skóginum er þau virtu þetta grenitré fyrir sér. Þú verður aldrei að fallegu jólatré ef þú heldur svona áfram! Svo mikið er víst. Svo einn daginn þá gengu starfsmenn skógræktarinnar í gegnum skóginn. Þið vitið það að ef of mörg tré vaxa saman – þá verður að saga nokkur þeirra niður svo skógurinn verði ekki of þéttur. Þá ná trén ekki að vaxa eins vel. Og þennan dag gekk mannfólkið um skóginn, naut kyrrðarinnar og velti vöngum. Hmmm. Hvar þyrfti að grisja? Og hvaða tré voru nægilega falleg til þess að verða fyrir valinu sem jólatré! Hvernig jólatré vill fólk fá inn í stofu til sín? Sumir velja lítil tré, aðrir stór tré. En ætli flestir vilji ekki að jólatréð sé sterklegt að sjá, greinarnar jafnar og teinréttar í réttum hlutföllum og með topp sem teygir sig til himins? Jú, það held ég. Það kom því öllum grenitrján­ um á óvart er litla grenitréð, sem leit meira út eins og runni en tré með topp – sem var bara alls ekki þarna! Var valið af mannfólkinu. Já, það get ég svarið, sagði tignarlegt, tilvonandi jólatré – að nú lendir þú í tætaranum litli minn! Það getur ekki verið að þér sé ætlað að prýða heimili nokkurs manns ­ svo mikið er víst! Hver hefur smekk fyrir öðru eins! Hvernig er hægt að koma jólastjörnu fyrir þar sem enginn er toppurinn? Og hvernig ætla þessar rytjulegu greinar að bera jólaljósin? Já, þvílíkt og annað eins! Litla grenitréð sem leit meira út eins og runni en tré ­ hugleiddi orð fallega trésins eitt augnablik. Og af því að orð hafa áhrif þá fann það til hryggðar. Það fengi örugglega ekki að bera jólaljósin fyrir nokkurt barn. GUÐ ELSKAR ÞIG EINS OG ÞÚ ERT Starfsmenn skógræktarinnar mættu nokkrum dögum síðar með græjurnar sínar. Nú skyldi grisjað og nú skyldi selt – svo hægt væri að planta enn fleiri trjám á Íslandi. Falleg tré voru valin til þess að prýða heimili, borg og bæi þessa lands. Og af einhverjum ástæðum var ólögulega grenitréð sagað niður þennan dag. Nú tóku við dagar þar sem trén voru flokkuð og valin. Sum hver lentu í blómabúðinni, enn önnur í jólatrjáasölu skátanna. Einstaka, teinrétt og virðulegt tré var valið til að standa á Ingólfstorgi í Reykjavík sem og uppi á Hamrinum hér í Hafnarfirði. Þar sem þau blasa við gestum og gangandi og allir geta dáðst að þeim. Grenitréð ólögulega reyndi að vona það besta – en það verður að segjast eins og er: Vonin var veik. Alla sína ævi hafði það fengið að heyra það hversu ólögulegt það var. Hversu litlar líkur væru á því að það yrði valið til þess að bera jólaljós eða Betlehemsstjörnu á jólunum. Það kom því ólögulega grenitrénu á óvart þegar það uppgötvaði það að það fengi – eftir sem áður að vera jólatré þessi jólin. Því þegar það dirfðist að líta í kringum sig – vitið þið hvar það var niður komið? Jú! Fyrir utan Fríkirkjuna í Hafnarfirði! Starfsmenn bæjarins vöfðu það ljósa­ seríu, svona einhvern veginn og kannski ekkert sérstaklega vel. En það gerði ekkert til. Þetta jólatré hafði fínasta útsýni og á hverjum sunnudegi á aðventunni streymdu börn og foreldrar að til þess að syngja saman í sunnu­ dagaskólanum. Þar var sungið af hjart­ ans list: Jesús elskar eitt og hvert, stór og smá. Það skiptir nefnilega engu máli hver hlutföllin eru eða hvort maður líti frekar út fyrir að vera runni en tré þegar við hlustum á Guðs orð. Því Guð einfaldlega elskar þig. Guð elskar þig eins og þú ert! Takk jólatré! Þú ert ágætt eins og þú ert! Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir, safnaðarprestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði Þú verður aldrei að fallegu jólatré Sigríður Kristín Helgadóttir, safnaðarprestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði við fallegt jólatré fyrir utan kirkjuna. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.