Fjarðarfréttir - 22.12.2016, Blaðsíða 9

Fjarðarfréttir - 22.12.2016, Blaðsíða 9
www.fjardarfrettir.is 9FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016 Gleðileg jól og þökkum fyrir viðskiptin á árinu. Opnunartímar jól og áramót 23.des. Opið kl.11-22 24.des. Lokað 25.des. Lokað 26.des. Lokað 31.des. Opið kl.11-15 1.jan. Opið kl.16-21 31.des. Opið til kl.15 1.jan. Lokað 2.jan. Opið til kl.15 Flatahraun 5a 220 Hafnarfjörður 5557030 www.burgerinn.is Við útskrift í Flensborgarskólanum var Arnóri Inga Sigurðssyni veittur 350 þús. kr. styrkur til framhaldsnáms við Danmarks Tekniske Universitet. Arnór Ingi útskrifaðist úr Flensborg á jólum 2010 með hæstu einkunn. Námi sínu þar lýsir Arnór sem svo: „Síðustu mánuði hef ég unnið að sérverkefni í rannsóknarhóp sem er undir stjórn Pr. Thomas Sicheritz Pontén. Sérverkefnið snýst um að notast við vélrænt nám (e. machine learning) við greiningu á próteinröðum til þess að þróa forrit sem getur spáð fyrir um hvort tiltekið prótein geti verið ísbindiprótein (e. ice­binding protein). Ísbindiprótein er flokkur próteina sem finna má í hryggdýrum, plöntum, sveppum og bakteríum og gerir þeim kleift að lifa þrátt fyrir að likamshiti þeirra fari undir frostmark vatns. Virkni ísbindipróteinanna er sú að þau bindast við smáa ískristalla þegar þeir eru að byrja að myndast og hindra vöxt þeirra. Afleiðing þess er sú að ískristallarnir ná ekki að verða nógu stórir til þess að skaða nálægar frumur. Nú í dag er verið að rannsaka notkun ísbindipróteina til þess að auka frostþol plantna, auka líftíma frosinna matar­ afurða, fyrir viðhald líffæra/vefja við líffæragjöf og sem meðferð við ofkuli svo sem dæmi séu tekin.“ Albert Steingrímsson, formaður sjóðs stjórnar og formaður skólanefndar Flens borgarskólans afhenti foreldrum Arnórs styrkinn, en hann er í prófum í Danmörku. Til viðbótar við styrkinn úr sjóðnum lögðu honum lið nemendur sem útskrifuðust á árunum 1985­6 og kalla sig Hádegisverðarklúbbinn. Fræðslusjóður Jóns Þórarinssonar hefur það hlutverk að styrkja til fram­ haldsnáms nemendur sem hafa lokið stúdentsprófi eða öðru lokaprófi frá Flens borgarskólanum í Hafnarfirði. Fræðslusjóðurinn var stofnaður með erfðaskrá Önnu Jónsdóttur ljósmyndara í Hafnarfirði, en hún var dóttir Jóns Þórarinssonar skólastjóra og fyrri konu hans Lauru Pétursdóttur Hafstein. Jón var fyrsti skólastjóri Flensborgarskól­ ans. Í erfðaskrá hennar var ákvæði um að eigur hennar skyldu mynda sjóð er bæri nafn Jóns Þórarinssonar og væri varið „til að styrkja til framhaldsnáms efnilegt námsfólk sem lokið hefur fullnaðarprófi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði“. Þetta er í tuttugasta og fjórða sinn sem styrknum er úthlutað. Alls hafa 149 manns sótt um styrk frá sjóðnum en 34 hafa hlotið styrk, jafnmargar kon­ ur og karlar. 23 vegna meistaranáms eða jafngildi þess og 11 vegna doktors­ náms. 12 sinnum hefur verið úthlutað í mannvísindum og tungumálum en 24 sinnum í raun­ og heilbrigðisgreinum. Arnór Ingi fékk styrk til framhaldsnáms Afhent úr Fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar, fyrsta skólastjóra Flensborgarskólans. Arnór Ingi Sigurðsson Sigurður Ragnarsson, faðir Arnórs Inga tók við styrknum.

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.