Fjarðarfréttir - 22.12.2016, Page 10

Fjarðarfréttir - 22.12.2016, Page 10
10 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016 Ágætu Hafnfirðingar. Árið 2016 hefur verið viðburðaríkt hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Björgunarmiðstöðin Klettur heldur áfram að þjóna okkur vel. Búið er að ganga frá húsinu okkar að mestu, aðeins eftir að laga og snurfusa lóðina okkar baka til, Lónsbrautarmegin. Björg unarmiðstöðin þjónar Björgunar­ sveitinni, unglingadeildinni Björgúlfi, Slysavarnadeildinni Hraunprýði og klúbbum eldri félaga HSH og Fiska­ kletts. Við erum stolt af húsinu okkar sem reist hefur verið af myndar skap, en mjög mikil sjálfboðavinna var unnin við húsið auk þess sem bæjarbúar í Hafnarfirði hafa verið dyggir stuðn­ ings aðilar sveitarinnar, sem hefur gert okkur kleift að ljúka þessum stóra áfanga í sögu sveitarinnar. Nýliðastarfið okkar gengur mjög vel, við erum með stóran hóp nýliða bæði á fyrra og seinna starfsári. Þetta er flottur hópur efnilegs fólks á ólíkum aldri, sem hefur sótt um að starfa með okkur. Nýliðastarfið tekur að minnsta kosti 18 mánuði og á því tímabili gangast nýliðar undir fjölbreytta þjálfun sem reynir á bæði andlega og líkamlega. Nýliðahópurinn á breiðu aldursbili sem við teljum góðan kost til að ná fram því besta í hverjum og einum. Útköll á árinu hafa verið 56 fram til þessa og hefur þeim farið fjölgandi með ári hverju. Útköllin hafa verið af ýmsum toga en við höfum þó fengið pásu frá óveðursútköllum þetta haustið. Mest áberandi útköll í haust hafa eflaust verið stóru leitirnar tvær á Snæfellsnesi og á Héraði þar sem rjúpnaskyttur höfðu ekki skilað sér. Þrátt fyrir mikla fjarlægð þá hefur Björgunarsveit Hafnar fjarðar sent stóra hópa til leitar. Takk fyrir stuðninginn

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.