Fjarðarfréttir - 22.12.2016, Síða 13

Fjarðarfréttir - 22.12.2016, Síða 13
www.fjardarfrettir.is 13FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016 Fyrir einu ári síðan opnuðu hjónin Einar Hjaltason og Kristjana Þura Bergþórsdóttir veitingastaðinn Von mathús í gamla Drafnarhúsinu við slippinn í Hafnarfirði. Það var ekki síst fyrir brennandi áhuga og ástríðu þeirra á matargerð og rekstri veitingahúsa sem þau lögðu út í það stórvirki að opna veitingastað sem biði upp á árstíða­ bundna matargerð. Í samtali við Fjarðarfréttir segja þau Einar og Kristjana Þura að þó vænt­ ingarnar hafi verið miklar þá hafi þau ekki alveg búist við þessum frábæru móttökum sem þau fengu. Þau lögðu sál sína í staðinn og unnu gríðarlega mikið sjálf við gerð hans, ásamt fjölskyldunni, smíðuðu jafnvel borð sjálf. Svo vel tókst til að þau hafa fengið ósk um að smíða fleiri slík borð en hafa enn sem komið haft nóg að gera við að taka við matar pöntunum hvað sem síðar verður. EINFALDUR MATSEÐILL OG FERSKT HRÁEFNI Einar segir að þau hafi lagt áherslu á einfaldan matseðil sem tekur mið af ferskasta hráefni hverju sinni og þannig getað boðið upp á hágæða mat. Segir hann að þau vinni sjálf gríðarlega mikið á staðnum enda vilji þau vera í góðu sambandi við viðskiptavinina, vita hvaðan þeir koma og hvernig þeim hefur líkað. Segir hann það hafi komið þeim helst á óvart hversu hádegin séu vinsæl en aðsóknin sé mun meiri en þau hafi reiknað með. Kristjana segir viðskiptavini komi víða að og greinilegt er að orðspor staðarins hefur farið víða á ekki lengri tíma. Segir Kristjana hópinn vera fjölbreyttan. Þau fái marga hópa, vina­ hópa, ferðamenn en einnig komi við­ skipta menn, einstaklingar, pör og fjöl­ margir komi aftur og aftur og jafnvel nokkrum sinnum í viku. Gott aðgengi er að staðnum og verðlag mjög gott sem spillir ekki fyrir. Opið er kl. 11.30­14 og kl. 17.30­22 alla daga nema mánudaga en þau segjast vera mjög sveigjanleg og oft hafi þau tekið við gestum alveg við lokum. Þau ætla þó að taka sér tíma í skipulagningu í byrjun árs og opnað verði 6. janúar á nýju ári. Í dag starfa 14 manns hjá fyrirtækinu en voru 7 þegar þau lögðu af stað fyrir ári. Segjast Einar og Kristjana þakklát viðskiptavinum sínum fyrir góðar viðtökur á þessu fyrsta starfsári. Von mathús hefur slegið í gegn Eitt ár frá stofnun og aðsóknin hefur verið langt umfram væntingar Kristjana Þura Bergþórsdóttir og Einar Hjaltason ánægð á eins árs afmæli veitingastaðarins. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Opið er inn í eldhús og tengsl við viðskiptavinina verða mikil. Öllu er haganlega fyrir komið – frumleiki og einfaldleikinn áberandi. Leiktu þér að gátum Lausnir má finna á bls. 30 1. Hvað var gert við gömlu Þjórsárbrúna? 2. Koma páskar fyrir eða eftir jól? 3. Hvort er fljótlegra að rífa hús eða byggja það? 4. Úr hvaða deigi geta bakarar alls ekki bakað? 5. Hvað er líkt með hesti og jakka? 6. Hvaða banki er í sjónum við Íslandsstrendur? 7. Hvað er líkt með barnapela og fíl? 8. Hvaða farartæki hefur bæði hjól og fætur? 9. Hvað hefur eyru án þess að heyra? Hver er ég? Á ári hverju einu sinni, alla menn ég sæki heim, þá sem ei mig eiga í minni, ég óvörum finn, og hverf frá þeim. Aldrei er ég einburi, oftast er ég tvíburi, þó er ég stundum þríburi, en þá er ég oftar fjórburi. Hvað heiti ég? Af höfuðfati hlýt ég nafn og hættulegri veiki. Þegar ég hitti sveina safn, sumir fara af kreiki. Hver er ég? Kerling ein á kletti sat, kletta býr á stræti, veginn öllum vísað gat, var þó kyrr í sæti.

x

Fjarðarfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.