Fjarðarfréttir - 22.12.2016, Blaðsíða 24
24 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016
Haustið hefur verið viðburðaríkt.
Eftir snarpa kosningabaráttu náði
Viðreisn 7 fulltrúum á þing úr fimm
kjördæmum af sex. Samtals féllu
10,5% atkvæða í
skaut Við reisnar.
Bestur árangur náð
ist hér í Suðvestur
kjördæmi, tæp 13%
atkvæða og tveir
þing menn. Fyrir
þetta mikla traust
erum við þakklát og
munum leggja okk
ur fram um að
standa undir væntingum kjós enda
okkar. Auðvitað berum við hag
landsmanna allra fyrir brjósti en gerum
okkur góða grein fyrir sérstökum
skyldum okkar við kjósendur og íbúa í
kjördæmi okkar.
Þegar þetta er ritað liggur ekki fyrir
hvaða ríkisstjórn tekur við stjórnar
taumum og ekki heldur hvort Viðreisn
á aðild að henni. Viðreisn hefur á hinn
bóginn lagt sig fram í tilraunum til
stjórnarmyndunar bæði til hægri og
vinstri. Málefnin hafa ráðið för hjá
okkur í þeim öllum en við erum að
sjálfsögðu meðvituð um nauðsyn
málamiðlana þegar margir koma að
samningaborði. Okkar mat er að allar
þessar viðræður hafi skilað vissum
árangri og við erum
vongóð um að þessi
samtöl geti leitt til
aukinnar samvinnu
og betri vinnu
bragða á Alþingi.
Það yrði til hags
bóta fyrir fólkið í
Krag anum sem
ann ars staðar. Við
reisn og Björt fram
tíð hafa átt farsælt samstarf í þessum
viðræðum. Þótt flokkarnir séu ólíkir þá
hafa menn sammælst um að ýta undir
og styrkja frjálslyndið með nánu sam
starfi í gegnum stjórnarmyndunar
viðræður. Það er ný nálgun.
Við horfum bjartsýn fram á veg og
hlökkum til þess að láta til okkar taka
og eiga við ykkur gott samstarf á kom
andi ári.
Með ósk um gleðileg jól og farsæld á
komandi ári.
Þorgerður Katrín og Jón Steindór.
Jón Steindór
Valdimarsson
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Aðsend grein
Jólakveðjur
Nemendafélag Víðistaðaskóla, nem
endur í 10. bekk og starfsmenn félags
miðstöðvarinnar Hraunsins héldu hið
árlega jólabingó skólans til styrktar
þeim sem á þurfa að halda. Þetta árið
ákvæðu nemendur að safna fyrir
Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar.
Þéttsetið var í sal skólans og spennan
var mikil þegar tölurnar voru lesnar end
margir glæsilegir vinningar í boði sem
fjölmörg fyrirtæki í bænum höfðu af
mikilli góðmennsku gefið.
Það voru því stoltir nemendur sem
afhentu fulltrúa Mæðrastyrks nefndar
214 þúsund krónur sem voru afrakstur
bingósins.
Héldu bingó og gáfu 214 þúsund krónur
10. bekkingar í Víðistaðaskóla og fleiri héldu árlegt jólabingó í skólanum og styrktu Mæðrastyrksnefnd
Þátttakendur voru á öllum aldri. Þétt var setið í sal Víðistaðaskóla.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Árlega er þeim starfsmönnum sem
unnið hafa hjá Hafnarfjarðarhöfn og
lokið hafa störfum boðið í kakó og
rjúkandi vöfflur á aðventunni. Það var
hafnarstjórinn og bakarinn Lúðvík
Geirsson sem tók á móti gestum með
rjúkandi vöfflum sem hann að sjálf sögðu
bakaði sjálfur. Þarna voru tveir fyrr ver
andi hafnarstjórar og margir fleiri sem
ennþá kíkja við á höfninni og fylgjast
með hvort ekki sé allt í lagi. Höfðu þeir
um nóg að spjalla en allt voru þetta karlar
fyrir utan Valgerði Sigurð ardóttur fyrrum
formann hafnar stjórnar.
Hafnarstarfsmenn
halda tengslum
Gömlu hafnarstarfsmennirnir höfðu um nóg að spjalla.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n