Fjarðarfréttir - 22.12.2016, Blaðsíða 30
30 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016
Héraðsdómur Reykjaness hefur
sýknað Hafnarfjarðarbæ af öllum
kröfum Sólvalla, sjálfseignarstofnunar
um skaðabætur vegna missis hagnaðar
vegna þeirrar ákvörðunar Hafnar
fjarðarbæjar að falla frá forvalsferli um
hjúkrunarheimili á Völlum 7. Til vara
höfðu Sólvellir gert kröfur um að verða
dæmdar 12,3 milljónir kr. auk vaxta og
til þrautavara að verða dæmdar 2,6
millj. kr. auk vaxta.
Öllum þessum kröfum var hafnað af
dómara.
Árið 2010 var óskað eftir umsóknum
sjálfseignarstofnunar eða félags með
staðfesta skipulagsskrá að sjá um
hönnun, byggingu og reksturs
hjúkrunarheimilis á Völlum. Tveir
aðilar töldust uppfylla kröfur forvalsins,
Sólvellir ses og Umönnun ses. Síðar
kom í ljós að verkþjónusta sem hafði
unnið að gerð útboðsgagna var að hluta
í eigu verkfræðistofu sem var sam
starfsaðili Umönnunar ses. og kærðu
Sólvellir þá ákvörðun Hafnar fjarða
rbæjar að telja Umönnun ses hæfan
aðila til að taka þátt í útboðinu.
Úrskurðarnefnd útboðsmála dæmdi
Sólvöllum í hag og var tilboð umönn
unar dæmt ógilt. Eftir sat þá aðeins eitt
fyrirtæki og ljóst að tilgangslítið væri
að bjóða verkið út til eins aðila.
Eftir langa bið var ákveðið í lok
október 2012 að falla frá forvalsferlinu
sem áður hafði verið lagt af stað með.
Við þetta vildu forsvarsmenn Sólvalla
ekki una og var málið kært. Dómari
taldi hins vegar að málefnaleg rök lágu
fyrir ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar að
hætta við forvalsferlið þar sem með því
væri samkeppni ekki tryggð. Útboð fór
því aldrei fram og stefnandi sendi aldrei
inn tilboð í verkið. Vísaði dómari til 32.
gr. laga nr. 84 frá 2007 og sagði að
stefnda var heimilt en bar ekki skylda
að til að láta fara fram útboð, taka við
tilboði og gera við hann samning.
Dómari í málinu var Sandra
Baldvinsdóttir en verjandi Hafnar
fjarðarbæjar var Sigríður Kristinsdóttir
bæjarlögmaður. Málskostnaður fellur
niður sem þýðir að hvor um sig greiðir
sinn lögfræðikostnað.
þjónusta
Tölvuaðstoð og viðgerðir
Viðgerðir og kennsla í tölvunotkun.
Apple* & Windows. Kem í heimahús.
Sími 824 9938 - hjalp@gudnason.is
Bílaþrif. Kem og sæki. Tjöru hreinsun og
bón verndar bílinn. Úrvals efni. Djúp hreins-
un. Hagstætt verð. Uppl. í s. 845 2100.
Tek að mér að færa yfir á (vídeó, slide,
ljósmyndir) DVD diska eða flakkara.
Sýnishorn á siggileifa.123.is sími 8637265
siggil@simnet.is, Sigurður Þorleifsson.
smáauglýsingar
fjardarfrett ir@fjardarfrett ir. is
s ími 565 3066
Verð 1.200 kr. m.v. hver 200 slög.
Myndbirting 1.200 kr.
Tapað-fundið og Gefins: FRÍTT
www.fjardarfrettir.is
SMÁAUGLÝSINGAR
Á DÖFINNI
Dansað í Hafnarborg
Stebbi Ó. og Swingsextett standa fyrir
tónleikum og dansleik í Hafnarborg 29.
desember nk. Hefjast tónleikar kl.
20.30 og er frítt inn. Sveifla og rokk í
hæsta gæðaflokki
Gamlársbrenna
Haukar standa fyrir gamlársbrennu á
Ásvöllum á gamlárskvöld og verður
kveikt í brennunni kl. 20.
Hafnarborg
Í Sverrissal er sýningin Vor með
portrett um Birgis Snæbjörns Bigis-
sonar af þingmönnum. Í aðalsal
safnsins er sýningin „Bygging sem vera
og borgin sem svið“ þar sem Egill
Snæbjörnsson er með innsetningu.
Sendið tilkynningar
um viðburði á
fjardarfrettir@fjardarfrettir.is
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Kristín
Ingólfsdóttir
Hilmar
Erlendsson
Sverrir
Einarsson
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Flatahrauni 5a, Hafnarfirði
Vaktsímar: 565 5892 & 896 8242 • www.utfararstofa.is • Allan sólarhringinn
Lausnir
Lausnir á gátum á bls. 13:
1. Ekið yfir hana
2. Bæði fyrir og eftir
3. Það verður fyrst að byggja, svo
hægt sé að rífa
4. Hádegi eða síðdegi
5. Báðir eru fóðraðir
6. Selvogsbanki
7. Báðir fæða lifandi afkvæmi
8. Hjólbörur
9. T.d. potturinn
Hver er ég?
Á hverju ári...: Afmælidagur
Aldrei er ég...: Kindahorn
Kerling ein á...: Varða
Hvað heiti ég?
Af höfuðfati..: Hettusótt
Hafnarfjarðarbær sýkn
af kröfum Sólvalla
Var samt ekki dæmdur málskostnaður
Starfsfólk Hvalasýningarinnar á
Granda garði mættu með hvalbein og
ýmsa muni í menningarsalinn á Hrafn
istu í Hafnarfirði fyrir skömmu. Sagði
það frá safninu en ferðafært heimilisfólk
fór í rútu á sýninguna, fékk þar leiðsögn
og kaffi, allt í boði Hvalasýningar innar.
Hvalbein heimsóttu Hrafnistu
Hvalasýningin kynnti heimilisfólki sem ekki átt heimangegnt safnið
Engin hætta var á ferðum og gestirnir pallrólegir.
Sami leiðsögumaður á Hrafnistu og á Hvalasýningunni.