Fjarðarfréttir - 22.12.2016, Blaðsíða 32

Fjarðarfréttir - 22.12.2016, Blaðsíða 32
32 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2016 Flatahrauni 5a Boltinn í beinni og lifandi tónlist allar helgar. Tilvalinn staður fyrir einkasamkvæmi stærri og smærri hópa. Happy Hour alla daga frá kl. 16 til 19 og fleiri flott tilboð á barnum. Flatahrauni 5a, Hafnarfirði sími 578 0200 Stofnuð 1983Starfsfólk Hraunhamars óskar viðskiptavinum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum fyrir viðskiptin á liðnum árum. Smelltu á LIKE og skoðaðu myndir á Facebook síðu Fjarðarfrétta Brenna á gamlárs- kvöld á Ásvöllum Að venju verður brenna á Ásvöllum á gamlárskvöld en það er Knattspynufélagið Haukar sem sér um brennuna. Kveikt verður í brennunni kl. 20 og er öll meðferð blysa og skotelda óheimil á brennu­ svæðinu. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta og njóta þess saman að brenna út gamla árið en ekki er nein skipulögð dagskrá á svæðinu. Jólatrén ekki sótt Bæjarbúar bera nú sjálfir ábyrgð á að farga jólatrjám sínum eftir jólin. Fólk getur klippt þau niður og komið þeim á Sorpu en ekki þýðir lengur að henda þeim út með von um að þau verði sótt. Kíktu á vefverslunina: Stóra litla verslunarmiðstöð okkar Hafn­ firðinga er nú í jólabúningi og verslanir bæjarins eru tilbúnar til að taka vel á móti viðskiptavinum að venju. Fyrir allt of marga er það eins og sjálf­ sagður hlutur að renna í höfuðborgina fyrir jólin til að kaupa jólagjafir. Það er bæði tímafrekt og víða erfitt að finna bílastæði – nema í Hafnarfirði þar sem úrval verslana er meira en margur heldur. ÚRVAL VERSLANA Í HEIMABYGGÐ Við búum vel að skartgripaverslunum í Hafnarfirði með úrvals gullsmiðum sem getið hafa sér gott orð langt út fyrir Stór­ Hafnarfjarðarsvæðið. Konur þurfa ekki að fara langt til að finna glæsilegan fatnað enda eru kvenfataverslanir á hverju strái í miðbænum og því ættu karlar ekki að fara langt eftir jólagjöfum handa sínum betri helmingi. Verkfærabúðir hafa sprottið upp í bæn­ um og þeir handlögnu ættu að geta fengið eitthvað við sitt hæfi. Útivistarvörur og sprotfatnaður er í úrvali og svona mætti lengi telja. Því meira sem Hafnfirðinga kaupa inn í Hafnarfirði, því fleiri verða verslanirnar og betri. FJÖRÐUR - OKKAR VERSLUNARMIÐSTÖÐ Töluverð endurnýjun hefur orðið í Firði og margar nýjar verslanir verið opnaðar. Óvíða er jafnmikið úrval af leikföngum og í Leikfangalandi, glæsiúrin fást í Úr og gull, leðurhanskarnir fást í Smart Boutique, skórnir í Skóhöllinni og hvíla má lúin bein og fá góðan kaffisopa í Kökulist. Gott er að geyma bílinn í bílastæða­ kjallaranum í Firði og njóta þess að fara ekki langt yfir skammt og upplifa mann­ lífið í miðbæ Hafnarfjarðar. Gefðu Firði og miðbænum tækifæri! Jólagjafirnar fást í Hafnarfirði Verslanir í Firði og í miðbænum og víðar opnar til 23 á Þorláksmessu Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Nýendurnýjuð verslun Augastaðar Gott andrúmsloft er í Firði Herra Hafnarfjörður Glæsilegur fatnaður í Konu Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.