Feykir - 22.01.2020, Blaðsíða 2
Nú er tekist á um það hvort stofna eigi stærsta þjóðgarð Evrópu
á hálendi Íslands en sitt sýnist hverjum. Í aðsendri grein
Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlinda-
ráðherra, í síðasta blaði segir að miðhálendi Íslands hafi að
geyma ein stærstu óbyggðu víðerni Evrópu og magnaða náttúru
sem fáa lætur ósnortna. „Með þjóðgarði gefst einstakt tækifæri
til að vernda þessi verðmæti, tryggja
aðgengi útivistarfólks og standa
vörð um hefðbundna sjálfbæra
nýtingu, auk þess sem aðdráttarafl
þjóðgarðs myndi skapa byggðun-
um tækifæri til atvinnuuppbygg-
ingar og fjölga opinberum störfum í
heimabyggð.“
Guðmundur segir að hálendis-
þjóðgarður hefði ekki í för með sér að
miðhálendinu yrði lokað eins og
stundum er haldið fram því eitt af
markmiðum garðsins yrði einmitt að
auðvelda almenningi að kynnast og njóta náttúru miðhálendisins,
menningu þess og sögu.
„Gert er ráð fyrir að endurheimt raskaðra vistkerfa verði eitt af
markmiðum þjóðgarðsins og að m.a. verði unnið að henni í
samvinnu og samstarfi við félög og sjálfboðaliða á viðkomandi
svæðum, ekki síst bændur sem víða hafa unnið mikilvægt starf við
landgræðslu á hálendinu. Hefðbundnar nytjar verða áfram leyfðar
innan þjóðgarðsins, svo sem búfjárbeit, fuglaveiði, hreindýraveiði
og veiði í ám og vötnum. Gerð er krafa um sjálfbæra nýtingu
þessara auðlinda.“
Það er nefnilega það. Sveitarfélög sem hingað til hafa séð um
skipulagsmál innan sinna landamerkja á hálendinu hafa lýst sig
mótfallin þessu frumvarpi og telja að eingöngu sé verið að færa
valdið til ríkisins. „Engin nauðsyn er til stofnunar þjóðgarðs með
þeim hætti sem frumvarpið felur í sér. Ekki liggja fyrir veigamikil
rök á sviði náttúruverndar um stofnun þjóðgarðs. Þvert á móti.
Frumvarpið byggir á því að eignarréttar- og stjórnunarlegar
ástæður ráði afmörkun, þ.e. að þjóðlendur innan miðhálendislínu
verði lagðar til þjóðgarðs. Með því móti verður ráðstöfunarréttur
sveitarfélaga og markaðar tekjur þjóðlenda innan hvers sveitar-
félags, felldar niður,“ segir í sameiginlegri umsögn fjögurra
sveitarfélaga á Norðurlandi vestra við frumvarpinu. (Sjá annars
staðar á síðunni).
Nú hef ég ekki kynnt mér þetta frumvarp nógu vel sjálfur til að
hafa fullgerða skoðun á því svo vel sé, en ég get samt haft skoðun.
Ég hef margoft farið upp á hálendi, ýmist keyrandi eða ríðandi, og
meira að segja farið í fjögurra daga gönguferð um stórbrotna
náttúru. Ekkert hefur pirrað mig meira á þessum ferðum mínum
en slæmir vegir. Kjalvegur getur verið ágætur nýheflaður norðan
megin en skelfilegur að sunnan. Þarna vil ég sjá heilsárs veg og
jafnvel Sprengisandsleið líka og mín vegna mættu vera tollahlið sitt
hvoru megin til að fjármagna verkið. Þá væri allsendis ágætt að
koma nýtilegum vegaspotta upp í Holuhraun og vegtollurinn gæti
allt eins verið 5000 kall á kjaft. Þá gætu Yariseigendur einnig séð
þessa náttúrufegurð líkt og jeppafólkið.
Hvort þessar hugleiðingar mínar hafi eitthvað með þjóðgarð að
gera veit ég ekki en mér finnst bara svo frábært að komast upp í
Kárahnjúka á fólksbíl. Ég væri alla vega ekki búinn að heimsækja
það svæði nema vegna þess að búið er að leggja veg þangað upp-
eftir.
Páll Friðriksson, ritstjóri
LEIÐARI
Veg yfir hálendið, takk!
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744,
Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is | Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is
Áskriftarverð: 585 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 720 kr. með vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
SSNV
Stafræn vegferð - Digi2Market
SSNV leitar að tíu fyrirtækjum til að taka þátt í
Norðurslóðaverkefni sem kallast Digi2Market.
Er verkefninu ætlað að taka á ýmsum áskorun-
um sem fyrirtæki á jaðarsvæðum kunna
jafnan að glíma við, svo sem smæð
markaðar, fjarlægð frá markaði og
einangrun.
Leitað er að fyrirtækjum sem
vinna með markaðssetningu,
samskipti og nýja tækni og eru
áræðin og framsækin og hafa vilja
og getu til að þróa núverandi rekstur
og markaðssetningu með því að nýta nýja
stafræna tækni og hafa sjálfbærni að leiðarljósi.
Á vef SSNV segir að verkefnið snúist að mestu
leyti um heildstæða stafræna tækni (e. immersive
technologies), þá 360 gráðu myndbönd, aukinn
raunveruleika og sýndarveruleika og hvernig nýta
megi þessa tækni í markaðssetningu.
Markmið verkefnisins er að hjálpa litlum
og meðalstórum fyrirtækjum á jaðar-
svæðum að auka markaðshlutdeild
sína með stafrænni tækni. Með
stafrænni tækni er hægt að koma
vörumerkinu og sögu fyrirtækisins
áleiðis til viðskiptavinanna og aðlaga
það að markaðsaðgerðum fyrirtækis-
ins. Þessi tækni getur einnig gefið fólki
möguleika á að prófa vöru/þjónustu áður en
kaup fara fram. /FE
Hálendisþjóðgarður
Sveitarfélög á Norðurlandi vestra
leggjast gegn frumvarpi
Sveitarstjórnir fjögurra
sveitarfélaga á Norðurlandi
vestra; Húnavatnshrepps,
Húnaþings vestra,
Sveitarfélagsins Skagafjarðar og
Akrahrepps, hafa samþykkt
sameiginlega umsögn við
frumvarp umhverfis- og
auðlindaráðherra til laga um
Hálendisþjóðgarð.
Málið hefur verið til kynning-
ar í samráðsgátt stjórnvalda en
sveitarfélögin hafa fjallað um mál-
ið á fyrri stigum og leggjast gegn
framgangi þess í núverandi mynd.
„Frumvarp til laga um Há-
lendisþjóðgarð er kynnt samhliða
frumvarpi til laga um Þjóð-
garðsstofnun og þjóðgarða. Í því
frumvarpi koma fram megin-
reglur um þjóðgarða sem gilda
myndu um hálendisþjóðgarð og
nær umsögnin jafnframt til þess
frumvarps. Sveitarfélögin eru
landstór. Mörk þeirra liggja á
Langjökul, Hofsjökul og Kjöl og
ná yfir víðáttumikil landsvæði
innan miðhálendisins. Tillögur
nefndar um undirbúning Mið-
hálendisþjóðgarðs hafa gert ráð
fyrir að stór landsvæði sveitar-
félaganna falli innan þjóðgarðs.
Málefnið varðar sveitarfélögin og
íbúa þess miklu. Svæði sem lagt
hefur verið til að falli innan
þjóðgarðs hafa verið í umsjón
sveitarfélaganna vegna nálægðar
og stöðu afréttarmálefna síðustu
árhundruð. Á síðustu áratugum
hefur ábyrgð og umsjón sveitar-
félaga verið formfest með auknu
stjórnsýslulegu hlutverki, t.d. á
sviði skipulagsmála.“
Að mati sveitarstjórnanna
fjögurra er engin nauðsyn til
stofnunar þjóðgarðs með þeim
hætti sem frumvarpið felur í sér.
Ekki liggi fyrir veigamikil rök á
sviði náttúruverndar um stofnun
þjóðgarðs. „Þvert á móti. Frum-
varpið byggir á því að eignarréttar-
og stjórnunarlegar ástæður ráði
afmörkun, þ.e. að þjóðlendur
innan miðhálendislínu verði lagð-
ar til þjóðgarðs. Með því móti
verður ráðstöfunarréttur sveitar-
félaga og markaðar tekjur þjóð-
lenda innan hvers sveitarfélags,
felldar niður.“
Umsögnin var samþykkt í
byggðarráði Svf. Skagafjarðar með
tveimur atkvæðum Stefáns Vagns
Stefánssonar (B) og Gísla Sigurðs-
sonar (D) en Bjarni Jónsson (Vg
og óháð) lét bóka að flokkur hans
stæði ekki að umsögninni.
Áheyrnarfulltrúi í byggðarráði,
Ólafur Bjarni Haraldsson (BL) lét
hins vegar bóka að hann styðji
framangreinda umsögn.
Byggðarráð Húnaþings vestra
samþykkti umsögnina samhljóða
á fundi sínum sama dag. /PF
KORT AF ÁÆTLUÐUM HÁLENDISÞJÓÐGARÐI
Ekki var miklum afla landað í síðustu viku
en heildarafli á Norðurlandi vestra var
aðeins 259.518 kíló.
Drangey SK 2 átti bróðurpart hans en hún
landaði tæpum 104 tonnum á Sauðárkróki.
Heildaraflinn á Sauðárkróki var 252 tonn en sjö
og hálft tonn á Skagaströnd. /FE
Aflatölur 12.– 18. jan. 2020 á Norðurlandi vestra
Lítið fiskaðist í síðustu viku
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
SAUÐÁRKRÓKUR
Drangey SK 2 Botnvarpa 103.888
Jóhanna Gísladóttir GK 557Lína 64.925
Málmey SK 2 Botnvarpa 83.193
Alls á Sauðárkróki 252.006
SKAGASTRÖND
Bergur sterki HU 17 Lína 1.631
Onni HU 36 Dragnót 3.143
Sæfari HU 212 Landbeitt lína 2.738
Alls á Skagaströnd 7.512
2 03/2020