Feykir - 22.01.2020, Blaðsíða 12
Sauðárkrókur
Föðurlandskaup hjá Bjarna Har
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455
7176 og netfangið feykir@feykir.is
03
TBL
22. janúar 2020 40. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
Blaðamaður Feykis fór í upphafi árs með föður
sínum í heimsókn í Verzlun Haraldar Júlíussonar
í útbænum á Sauðárkróki. Verslunin náði þeim
áfanga í fyrra að verða 100 ára en þar ræður nú
ríkjum, sem kunnugt er, kappinn Bjarni
Haraldsson, sonur stofnandans.
Ástæðan fyrir heimsókninni var sú að Binna
Júlla, fyrrum bóksala á Króknum, vantaði nýtt
föðurland í vetrartíðinni og hafði haft spurnir af því
að Bjarni væri búinn að fá nýja sendingu. Eftir að
Bjarni hafði gert tilraun til að selja Binna síðar
nærbuxur í XXXL-stærð sættust þeir á að sennilega
væri M eða L líklegra til að passa
og fannst að lokum þekkileg
flík. Þar sem um nýja vöru var
að ræða náði kaupmaðurinn í
reikninginn og þeir félagar
komust á vinalegan hátt að
niðurstöðutölu varðandi verð.
Því næst verðmerkti kúnninn
vörurnar.
Á meðan greiðsla fór fram
með nýjustu posatækni rak
Binni augun í töluvert slitna og
aldna enska orðabók á af-
greiðsluborðinu. Bjarni sagðist
nota hana þegar erlendir við-
skiptavinir ræku inn nefið. Sú
saga fylgdi þó að hann hefði
einhverju sinni rétt útlending-
um bókina en þeir skildu ekki
baun – sem var ekki skrítið því Bjarni hafði óvart rétt
þeim Nýja testamentið.
Í orðabókinni rakst Binni hins vegar á farseðil
fyrir leið 49 sem fór á milli Sauðárkróks og Haga-
nesvíkur en þangað voru farþegar sem ætluðu til
Siglufjarðar sóttir á báti. Bjarni taldi að farseðillinn
væri kannski frá því um eða uppúr 1940. Þá þótti
honum við hæfi að sýna okkur mynd af bílnum sem
notaður var til flutninganna, Chevrolet 38, og sagði B
Har að farið hefði verið af stað klukkan átta að
morgni og komið á leiðarenda kl. 11:40.
Nú eru aðrir tímar en Bjarni klikkar ekki frekar
en fyrri daginn. Hann verður níræður á næstunni en
stendur enn vaktina. /ÓAB
Í júnílok riðu nokkrir
Skagfirðingar til Þing-
vallafundar. Þeir fóru
með þingmanni sínum,
Jóni Samsonarsyni, sem
var á leið til alþingis. Var
við miklu búizt, en fór á annan veg, og ekki laust við, að
sumir yrðu fyrir vonbrigðum, er þátttaka í förinni
reyndist minni en ætlað var.
Gísli Konráðsson ritar: ,,Riðu þessir Skagfirðingar
með Jóni Samsonarsyni alþingismanni sínum: Tómas
gamli frá Hvalnesi á Skaga, Gísli Konráðsson og
Sigvaldi Jónsson úr Seyluhreppi, Sölvi hreppstjóri
Guðmundsson frá Sjávarborg úr Sauðárhreppi, Sig-
urður Andrésson bóndi úr Staðarhrepp og Árni smiður
Sigurðsson frá Reykjum í Tungusveit, Ólafur Guð-
mundsson bóndi frá Litluhlíð í Skagafjarðardölum,
hafði heitið að ríða, en fór til fiskkaupa og kom aldrei á
Þingvöll; með sama hætti fór Gunnlaugur Guðmunds-
son frá Vatnshlíð, bjó hann á Hafragili í Ytri-Laxárdal
og hafði heitið Gunnari hreppstjóra á Skíðastöðum aõ
ríða. Tveir fóru og sér úr Hjaltadal, Ólafur stúdent
Ólafsson. Var keyptur til af Hjaltdælum, og Jón bóndi á
Nýjabæ við Hóla ... En aldrei komu þeir í flokk þeirra
Jóns Samsonarsonar, og komu sem snöggvast á
Þingvöll. Þegar þeir Jón Samsonarson komu suður
fjöllin, spurðu þeir af lestarmönnum, að allir mundu
þeir teknir, er suður kæmi. Trúðu þeir því lítt, en ráð
var fyrir gert, að senda þá Gísla og Sigvalda úr
Húsafellsskógi ofan í Reykholtsdal í veg fyrir
Vestfirðinga, svo skyldu þeir hitta landa sína með
Vestfirðingum í sæluhúsum, og ríða svo allir saman á
Þingvöll.“ En það voru vonbrigði, að engir komu að
vestan nema séra Ólafur E. Johnsen á Stað við þriðja
mann. Raunar varð ekkert úr Þingvallareið margra
manna, sem von var á, og munu ástæður þess hafa
verið ýmsar. Frá Þingvöllum fylgdu nokkrir
Skagfirðingar þingmanni sínum til Reykjavíkur. Var í
ráðum, ,,að skjóta hinum beztu hestum undir Sigvalda
og senda hann norður að kveðja menn upp“, ef gerður
væri aðsúgur að þeim í Reykjavík, en sá ótti reyndist
ástæðulaus. /PF
Skagfirskur annáll
Kristmundar Bjarnasonar 1847–1947
1849
Binni verðmerkir nærfatnaðinn og Bjarni fylgist með.
Samningur undirritaður
Sjúkraflutningar
Undirritaður hefur verið nýr samningur til næstu fimm
ára um sjúkraflutninga á milli Heilbrigðisstofnunar
Norðurlands og Sveitarfélagsins Skagafjarðar og munu
Brunavarnir Skagafjarðar sjá um framkvæmd samningsins
líkt og undanfarin ár.
Samningurinn, nær til sjúkraflutninga í Skagafirði, utan
Fljóta sem njóta þjónustu frá Fjallabyggð. „Áralöng hefð er
fyrir samstarfi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Sveitar-
félagsins Skagafjarðar og Brunavarna Skagafjarðar vegna
sjúkraflutninga og eru samningsaðilar því mjög ánægðir
með að óbreytt fyrirkomulag vegna sjúkraflutninga í Skaga-
firði hafi verið tryggt næstu árin,“ segir á skagafjordur.is. /PF
Farseðillinn inni í Ensk-íslensku orðabókinni.
Bjarni bendir á bílinn sem farið var á í Fljótin. MYNDIR: ÓAB
Feykir er félagi sem
þú vilt ekki vera án
Feykir er héraðsfréttablað á Norðurlandi vestra en Nýprent hefur haft umsjón með útgáfu
blaðsins síðan í ársbyrjun 2007. Feykir er áskriftarblað auk þess að vera seldur í lausasölu.
Efnistökin eru fréttir, fréttatengt efni og fjölbreytt mannlíf á Norðurlandi vestra. Gefin eru
út 48 blö á á og þar með tali nokkur glæsileg sérblöð.
Feykir.is er fjölbreyttur frétta- og afþreyingarvefur fyrir Norðurland vestra.
Feykir.is líkt og fréttablaðið Feykir treystir á fréttaskot og aðsent efni til að auka á fjölbreytni
og skemmtanagildi vefsins.
Feykir Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7176 feykir@feykir.is
Ert þú áskrifandi?
Ef ekki þá er tilvalið að
gerast áskrifandi núna!
FRÉTTIR AF FÓLKI OG VIÐBURÐUM VIÐTÖL GREINAR FRÉTTASKÝRINGAR UPPSKRIFTIR ÍÞRÓTTIR
17
TBL
2. maí 2018
38. árgangur : Stofnað 1981
Frétta- og dægurmálablað
á Norðurlandi vestra
BLS. 3
BLS. 6
Kristín Sigurrós Einarsdóttir
skrifar gagnrýni um sýningu
Leikfélags Sauðárkróks
Framúrskarandi
frumsýning
BLS. 10
Rætt við Sigfús Inga Sigfússon
um atvinnulífssýninguna sem
verður á Króknum um helgina
Mikill áhugi hjá
sýnendum
Magdalena Berglind Björns-
dóttir svarar Bók-haldinu
Hefur alla tíð verið
bókaormur
BORGARTEIGI 5 550 SAUÐÁRKRÓKUR & 571 5455 / 899 5227 / 691 6227
Smurþjónusta – Dekkjaþjónusta – Bremsuviðgerðir
Pústviðgerðir – Almenn bifreiðaþjónusta
Við þjónustum bílinn þinn!
Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570
Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga
og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða-
menn með áralanga reynslu.
Þú hringir í síma 540 2700
Lista- og menningarhátíðin
Sæluvika Skagfirðinga var formlega
sett í Safnahúsinu á Sauðárkróki
sl. sunnudag að viðstöddu
fjölmenni. Ljósmyndasýning
Gunnhildar Gísladóttur var opnuð
af því tilefni, úrslit Vísnakeppni
Safnahússins kynnt og
Samfélagsverðlaun Skagafjarðar
afhent. Að þessu sinni var ákveðið
að veita hjónunum Árna
Stefánssyni, íþróttakennara, og
eiginkonu hans, Herdísi Klausen,
yfirhjúkrunarfræðingi, Samfélags-
verðlaun Skagafjarðar árið 2018.
Í ávarpsorðum Gunnsteins Björns-
sonar, formanns atvinnu-, menningar-,
og kynningarnefndar sveitarfélagsins
kom fram að til marks um það
frumkvöðlastarf sem þau hjón, Árni og
Herdís, hafa unnið er að í dag þyki
öllum sjálfsagt að skokka en þegar starf
þeirra hófst þótti mögum skrítið að
hlaupa um allt án sýnilegs tilgangs.
Vísnakeppni Safnahússins hefur
verið fastur liður Sæluvikunnar frá
árinu 1976 og nýtur enn vinsælda.
Úrslit keppninnar í ár voru kynnt á
setningunni og voru veitt verðlaun
annars vegar fyrir besta botninn og
hins vegar fyrir bestu vísuna. Besta
botninn að þessu sinni átti Ingólfur
Ómar Ármannsson og bestu vísuna,
eða öllu heldur vísurnar átti Jón
Gissurarson. Farið verður betur yfir
keppnina í næsta blaði.
Húsfyllir var í Kakalaskála þar sem
Einar Kárason sagði frá Gretti Ás-
mundssyni og fór á kostum. Ágætis
rennirí var á Grænumýrarfjöri sem og
á Tónadansi Kristínar Höllu. Myndlist-
arsýningar eru í Gúttó og Kaffi Krók,
ljósmyndasýningar í Safnahúsi og
Bakaríinu
Mikil stemning var í Bifröst er
Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi leik-
ritið Einn koss enn og ég segi ekki orð
við Jónatan á sunnudagskvöldið.
Kirkjukvöld í Sauðárkrókskirkju er
ómissandi þáttur Sæluvikunnar og
nýtur mikilla vinsælda. Að þessu sinni
var Guðni Ágústsson, fv, ráðherra,
ræðumaður kvöldsins.
Ýmislegt forvitnilegt er á boðstólum
alla vikuna fyrir unga sem gamla og
endar vikan á afmælishátíð Karla-
kórsins Heimis þar sem 90 ára afmælis
hans er minnst. Rúsínan í pylsuend-
anum er svo Atvinnulífssýning í
íþróttahúsinu á Sauðárkróki þar sem
fjöldi félagasamtaka, fyrirtækja og
stofnana kynnir starfsemi sína. /PF
Sæluvika Skagfirðinga
Gleði, söngur og menning
Nýttu þér
netverslun
Skoðaðu vöruúrvalið
á lya.is
Samfélagsverðlaun Skagafjarðar árið 2018 komu í hlut hjónanna Árna Stefánssonar og Herdísar Klausen. MYND: PF
14. mars 2018
38. árgangur : Stofnað 1981
Fermingar
Frétta- og dægurmálablað
á Norðurlandi vestra
11
TBL
18
TBL
10. maí 2017
37. árgangur : Stofnað 1981
Frétta- og dægurmálablað
á Norðurlandi vestra
„
BLS. 6–8
BLS. 5
Helga Kristín Gestsdóttir,
brottfluttur Blönduósingur,
svarar Rabb-a-babbi
Ætlaði að verða
hárgreiðslukona
BLS. 4
Myndasyrpa frá Sæluviku
Skagfirðinga og umfjöllun um
Vísnakeppni Safnahússins
Nú Sælan
liðin er
Salbjörg Ragna frá Borðeyri
er íþróttagarpur vikunnar
Íslands- og bikar-
meistari með
tveimur liðum
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson,
og kona hans, frú Eliza Reid, sóttu
Skagfirðinga heim í tilefni af Sæluviku
sem lauk formlega um síðustu helgi.
Forsetahjónin þáðu hádegisverð í boði
sveitarstjórnar Svf. Skagafjarðar á
Hótel Tindastóli, sóttu opið hús í
Árskóla á Sauðárkróki, skoðuðu
myndlistarsýningu í Gúttó og heilsuðu
upp á bændur á Syðra-Skörðugili og
Syðri-Hofdölum.
Að kvöldi laugardags sóttu forseta-
hjónin tónleika Karlakórsins Heimis í
Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð
en þar var einnig haldið afmælishóf
daginn eftir er Sögufélag Skagfirðinga
fagnaði 80 ára afmæli og Héraðs-
skjalasafn Skagfirðinga 70 ára afmæli
með málþingi. Þar ávarpaði forseti gesti
og setti þingið í kjölfarið.
„Skál‘ og syngja, Skagfirðingar, er oft
kyrjað. Skrá og skrifa, Skagfirðingar,
mætti líka syngja; þvílíkur er dugnað-
urinn í sagnariturum héraðsins,“ segir
Guðni á fésbókarsíðu forsetans og hefur
orð á því að gaman hafi verið að taka
þátt í Sæluviku.
Frá Skagafirði til Noregs
„Á laugardeginum fengum við að
fylgjast með sauðburði á Syðri Hofdölum
og héldum í útreiðartúr með fólkinu á
Syðra Skörðugili, fórum nú bara fetið
yfirleitt enda lítt vön hestamennsku en
það var engu að síður indælt. Um
kvöldið sátum við Eliza svo tónleika
Karlakórsins Heimis í Miðgarði. Við
litum líka við í Árskóla á Sauðárkróki,
kíktum á listsýningu í Gúttó og gengum
um Vesturfarasetrið á Hofsósi, fengum
góðan mat í Jarlsstofu á Hótel Tindastóli
og Hótel Varmahlíð, að ekki sé minnst á
Hofsstaði þar sem við gistum. Alls
staðar nutum við hlýhugar og gestrisni
heimafólks og þökkum kærlega fyrir
okkur. Í þessari ferð kynntumst við
íslensku samfélagi eins og það getur best
verið.“
Frá Sæluviku Skagfirðinga liggur leið
forsetahjónanna til Noregs, í áttræðis-
afmæli konungshjónanna Haraldar og
Sonju. /PF
Forsetahjónin fyrir utan Hótel Tindastól ásamt prúðbúnum skagfirskum konum MYND: FORSETI.IS
Forsetahjón á Sæluviku
Ánægð með ferð sína í Skagafjörðinn
Við þjónustum bílinn þinn!
Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570
Velkomin til Pacta lögmanna
& 440 7900 pacta@pacta.is
Nýttu þér
netverslun
Skoðaðu vöruúrvalið
www.lyfja.is
Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga
og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða-
menn með áralanga reynslu.
Þú færð
MÚMÍN bollana
hjá okkur!
05
TBL
1. febrúar 2017
37. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað
á Norðurlandi vestra
„
BLS. 6–7
BLS. 9
Húnaþing vestra
Skipulagsmál og
fleira tengt
BLS. 8
Hólmfríður Sveinsdóttir
hlaut Hvatningarverðlaun
FKA
Mikilvæg viður-
kenning fyrir
konur í nýsköpun
Ægir Finnsson frá Hofsósi er áskorendapenninn
Byrjaðu núna!
BÍLAVERKSTÆÐIHesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570
Við þjónustum bílinn þinn!
Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla,vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun.
Þessi tignarlegi haförn brá sér í bæjarferð á Blönduós á fimmtudaginn í síðustu viku. Höskuldur B. Erlingsson, lögregluvarðstjóri og áhugaljósmyndari á Blönduósi, átti leið um Hnjúkabyggð þegar hann sá örninn og fylgdi honum eftir, til að fanga hann á mynd.
„Á flugi er haförninn svo tignarlegur að sjá að maður fyllist lotningu,“ segir Höskuldur um þennan konung fugl-anna. „Hjartað tók kipp og sem betur fer var myndavélin með í för. Ég fór aðeins upp fyrir bæinn og fylgdi honum eftir. Ég ók upp fyrir brekkuna og skreið fram á brúnina. Þar komst ég
í návígi og náði góðum myndum með sterkri aðdráttar-linsu,“ segir hann.
Höskuldur segir örn n hafa haldið áfram flugi sínu er hann varð ljósmyndarans var, en hann hafi þó náð nokkrum myndum af honum á flugi. „Það er ekki oft sem örn sést hér innanbæjar,“ segir hann. Myndir Höskuldar hafa vakið athygli og m.a. birst í Morgunblaðinu. Þar segir að hafernir hafi á síðustu misserum alloft sést á sveimi nyrðra, svo sem í Víðidal og Vatnsdal. Eru orð vísindamanna fyrir því að arnastofninn við Húnaflóa sé að styrkjast. /KSE
Konungur fuglanna
Haförn á sveimi í Blönduósbæ
Fyrirtækið Vilko á Blönduósi
hefur flutt starfsemi sína í
húsnæði að Húnabraut 33 á
Blönduósi, sem áður hýsti
mjólkurstöðina. Sagt er frá
þessu á Húnahorninu og þ r
kemur fram að búið sé að
hreinsa allt sem minnti á
mjólk og mjólkurframleiðslu
út úr því húsnæði.
Undanfarna mánuði
h fur verið unnið að því að
flytja starfsemi Vilko og
Prima yfir í umrætt húsnæði,
f á Ægisbraut 1. Áhaldahús
Blönduósbæjar flyst nú aftur
þangað.
Vilko var upphaflega
stofnað árið 1969 í Kópavogi
en árið 1986 keypti Kaupfélag
Vilko og Prima
Flytja í jólkurstöðina
Húnvetninga félagið og flutti
norður á Blönduós. Var starf-
semin upphaflega í Votmúla
en þegar það húsnæði brann
flutti félagið starfsemina á
Ægisbraut þar sem áður var
áhaldahús Blönduósbæjar.
BORGARTEIGI 5 550 SAUÐÁRKRÓKUR & 571 5455 / 899 5227 / 691 6227
Smurþjónusta – Dekkjaþjónusta – BremsuviðgerðirPústviðgerðir – Almenn bifreiðaþjónusta
Ólafur Valgarðsson og Kári Kárason í pökkunarsalnum í hinu nýja húsnæði. MYND: HÚNAHORNIÐ
12 01 7
2017Jólablaðið
29. nóvember 2017 45. tölublað 37. árgangur
38
TBL
11. október 2017
37. árgangur : Stofnað 1981
Frétta- og dægurmálablað
á Norðurlandi vestra
„
BLS. 6–8
BLS. 10
Ragnheiður Sveinsdóttir
Hvammstanga
Baby born
kjóllinn breyttist í
skírnarkjól
BLS. 5
Ferðasaga:
Gunnar Rögnvaldsson,
Guðrún Jónsdóttir og
Arnór Gunnarsson
Arkað í austurveg
Ingvi Aron Þorkelsson
Lítið um
straumharðar ár
og skíðabrekkur á
Skáni
Við þjónustum bílinn þinn!
Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570
Velkomin til Pacta lögmanna
& 440 7900 pacta@pacta.is
BORGARTEIGI 5 550 SAUÐÁRKRÓKUR & 571 5455 / 899 5227 / 691 6227
Smurþjónusta – Dekkjaþjónusta – Bremsuviðgerðir
Pústviðgerðir – Almenn bifreiðaþjónusta
Nýttu þér
netverslun
Skoðaðu vöruúrvalið
www.lyfja.is
Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga
og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða-
menn með áralanga reynslu.
Þú hringir í síma 540 2700
Á dögunum afhentu Búhöldar á Sauðárkróki tvær nýjar íbúðir
í Iðutúni? En þar hafa risið tvö parhús með fjórum íbúðum og
grunnur tilbúin að því þriðja. Að sögn Þórðar Eyjólfssonar er
vonast til þess að næstu tvær íbúðir verði afhentar í
desember og hafist handa við að reisa síðasta húsið næsta
vor. Þegar þeim áfanga lýkur hafa Búhöldar komið alls
fimmtíu nýjum íbúðum í gagnið fyrir félagsmenn sína.
Húsin þrjú eru sett saman með steypueiningum og algerlega
viðhaldsfrí að utan og segir Þórður það fela í sér mikinn
sparnað fyrir eigendur íbúðanna. Þá hælir hann líka
innréttingum og þá sérstaklega í eldhúsunum enda mikið um
nýjungar í þeim.
Smíði húsanna hefur tekið lengri tíma en áætlað var í upphafi
enda skortur á iðnaðarmönnum í Skagafirði. Undir það tekur
Helgi Þorleifsson, yfirsmiður, en hann segist hafa þurft að reiða
sig á lausamenn og eldri borgara. Gamlingjarnir sem Helgi
minnist á eru stjórnarmenn í Búhöldum þ.á.m. Þórður sjálfur
sem stendur á níræðu, Ragnar Guðmundsson, múrari, á
níræðisaldri og fleiri góðir menn.
Helgi, sem er eigandi að einni íbúðinni, er fluttur inn ásamt
Ölmu Guðmundsdóttur, konu sinni. Hann segist líka vel við
íbúðina og húsin en með góðum mannskap væri hægt að koma
svona einingahúsum upp á skömmum tíma. En kosturinn við
það að vera ekki fljótur er að þá þornar timbrið í rólegheitum
og engar sprungur sem geta myndast í kverkum og annars
staðar, segir hann.
Þegar Þórður er spurður hvað taki svo við þegar fimmtugasta
íbúðin verður tilbúinn segir hann: „Ja, þá vantar okkur fleiri
lóðir!“ /PF
Afhentu nýjar íbúðir á dögunumBúhöldar á Sauðárkróki
Í eldhúsinu hjá yfirsmiðnum. F.v. Búhöldarnir Þórður Eyjólfsson og Ragnar Guðmundsson, eigendur íbúðarinnar Helgi Þorleifsson, sem jafnframt er yfirsmiður
húsanna, og Alma Guðmundsdóttir, með barnabarnið Árnýju Báru Feykisdóttur, og Fjólmundur Fjólmundsson stjórnarmaður. Mynd: PF