Feykir


Feykir - 22.01.2020, Blaðsíða 8

Feykir - 22.01.2020, Blaðsíða 8
Landsbyggðarleikarnir ÁSKORANDAPENNINN Lífið er ríkt af alls konar tilviljunum og hendingum. Ég er ánægð með þá niðurstöðu að hafa fæðst á Íslandi. Og tilheyra þessari sérkennilegu, stoltu, duglegu og úrræðagóðu þjóð, sem er þó líklega óvenju þrætugjörn, ef horft er til hlutfallslegs fjölda mála sem enda fyrir dómstólum hér á landi í samanburði við nágrannalönd okkar. Eftir því sem árunum hefur fjölgað hef ég verið æ ánægðari og þakklátari fyrir að hafa alist upp á landsbyggðinni. Ef Íslendingar eru skrítnir þá vitum við að landsbyggðarfólk er enn skrítnara. Íslensk kvikmyndagerð, þáttagerð og fjölmiðlar hafa í gegnum tíðina verið óþreytandi við að rissa upp þumbaralegri ímynd af landsbyggðarfólki. Yfirleitt eru þetta hálfgerðir lúðar, almennt hirðulausir um útlit sitt, vel í holdum og greind undir meðallagi. Gott ef Crocs skór og flíspeysa koma ekki líka við sögu. Svolítið eins og skrítni frændinn eða frænkan sem flestum er þokkalega við en skammast sín í aðra Valgerður Ágústsdóttir. MYND: AÐSEND Valgerður Ágústsdóttir frá Geitaskarði og ályktunarhæfni þó munnvíkin vísi niður. Lúkkar betur á skjánum, en líklega ekki eins skemmtilegur í partýi. Kalt mat. En sé staðalímyndin af landsbyggðarlýðnum hálf broguð þá er það lítið á við þá mynd sem landinn hefur af bændum. Skrítnara fólk er hreinlega ekki að finna. Og engin furða sé haft í huga að íslensk dagskrárgerð í sjónvarpi undanfarna áratugi hefur helst kynnt til sögunnar sérlundaða einbúa á afskekktum stöðum. Helst svo forna í háttum að þeir gætu gengið inn í Íslendingasögurnar án þess að vekja sérstaka athygli leikenda þar. Vissulega áhugaverðar persónur en tæplega raunsönn lýsing á íslenskum bændum nútímans. Sem geta þó vissulega verið skrítnir. En samt, þrátt fyrir að vera skrítinn Íslendingur sem er ekki bara uppalin á landsbyggðinni heldur líka í sveit, á Geitaskarði í Langadal, þá er ég þakklát. Ekki bara vegna þess að skrítið fólk er almennt áhugaverðara. Einnig vegna þess að það hefur gefið mér meiri innsýn í hvað það þýðir að búa á Íslandi. Ekki bara á suðvesturhorninu þar sem allt aðgengi að allri verslun og þjónustu er auðvelt og veður verða oftast ekki eins válynd. Líklega áttar höfuðborgarbúinn sem hefur lítil tengsl við landsbyggðina sig ekki á forréttindum sínum þegar kemur að þessum þáttum. Jafnvel mætti tala um ákveðna firringu og skilningsleysi. Hamfaraveðrið norðan heiða í desember, afleiðingar þess og umræða sýndi okkur það. Mögulega mætti auka skilning sumra höfuðborgarbúa á aðstæðum landsbyggðarinnar með því að bjóða upp á raunveruleikaþátt í anda Survivor. Hver heldur lengst út að búa við þær aðstæður þar sem krydd frá Fjarskanistan fæst ekki, rafmagnsleysi og ófærð tíðir fylgifiskar vetrarveðra og aðgengi að 3. stigs og jafnvel 2. stigs heilbrigðisþjónustu felst í að fljúga eða keyra um langan veg, oft við erfið skilyrði. Heiti þáttanna gæti verið Landsbyggðarleikarnir. En hvað um það, á þessum árstíma er einboðið að enda skrifin á að óska öllum til sjávar og sveita, höfuðborgar og landsbyggðar gleðilegs þorra. Megi árið verða okkur öllum gifturíkt. - - - - - - Ég bið Sigurbjörgu Hvönn Kristjánsdóttur, gamla vinkonu og bekkjarsystir úr Húnavallaskóla að taka næst við kefli áskorandans. röndina dálítið fyrir. Ekki það að ímyndin af höfuðborgarbúanum er ekki alltaf beysin heldur. Útúrstressaður, fastur í umferð og almennt uppfullur af alls konar óhamingju, en hugsar þó um heilsuna, klæðir sig smekklega og býr yfir betri greind Söngvarakeppni í Húnaþingi vestra Ásdís Aþena sigraði með lagið When I was your man Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra var haldin fimmtudaginn 16. janúar. Boðið var upp á tólf atriði í yngri deild (4. – 7.bekkur) og fjögur atriði í elstu deild (8. – 10. bekkur). Úrslit í yngri deild urðu þau að í 3. sæti urðu Arna Ísabella og Steinunn Daníella með lagið Líf, í 2. sæti Valdís Freyja með lagið Lifandi vatnið eftir Ásgeir Trausta og fengu þær verðlaunapeninga fyrir. Sigur- vegari varð Ísey Lilja með lagið Six feet under með Billie Eilish sem skilaði henni farandbikar og fékk hún annan til eignar. Frumlegasta flutninginn átti Ástvaldur Máni með lagið Gangsta's Paradise með Coolio Í eldri deildinni sigraði Ásdís Aþena með lagið When I was your man með Bruno Mars, frumlegasta lagið áttu Guðmundur Grétar og Ásdís Aþena með frumsamið lag eftir Guðmund Grétar. Ásdís Aþena mun taka þátt í NorðurOrg með sigurlaginu, söngvarakeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi. Hljómsveitina skipuðu þeir Guðmundur Hólmar Jónsson, gítar og hljómsveitarstjóri, Sigurvald Ívar Helgason, trommur, Aðalsteinn Grétar Guðmundsson, hljómborð ,Valdimar Gunnlaugsson, bassi og Guð- mundur Grétar Magnússon á gítar. Ekki skemmdi fyrir stemningunni að Landinn á RÚV mætti á svæðið og var á síðustu æfingunni og um kvöldið og tók viðtöl við keppendur og vakti það mikla lukku. /PF Ásdís syngur af innlifun sem skilaði henni 1. sæti. MYNDIR: GRUNNSKOLI.HUNATHING.IS Ísey Lilja sigurvegari 4.-7. bekkjar. Allir þátttakendur 4.-7.bekkjar. 8 03/2020

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.