Feykir


Feykir - 22.01.2020, Blaðsíða 6

Feykir - 22.01.2020, Blaðsíða 6
29. mars. Í samtali við Feyki sagði Reimar Marteinsson, kaupfélagsstjóri, meðal ann- ars: „Íbúarnir með sínum við- skiptum við félagið í gegnum tíðina, hafa stuðlað að langlífi félagsins. Vonandi virkar þessi samvinna vel áfram.“ Meðal annarra tíðinda um þetta leyti má nefna að Skíðadeild Tindastóls eignaðist Íslandsmeistara í svigi á skíða- móti Íslands þegar María Finn- bogadóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði, bæði í flokki 18-20 ára stúlkna og fullorðinsflokki kvenna. Vatnavextir í Vatnsdal Um miðjan apríl gerði mikil hlýindi með tilheyrandi leys- ingum og mikilli sólbráð. Í Vatnsdal flæddi vatn yfir tún og engi í neðri hluta dalsins. Einnig flæddi yfir veginn á stórum kafla við bæinn Hvamm og við Undirfellsrétt tók veginn í sundur. Margs konar menning Að vanda var af nógu að taka á menningarsviðinu. Kórarnir á svæðinu héldu söngskemmtanir á fyrstu mánuðum ársins og þrjú leikfélög á svæðinu frumsýndu leikrit í aprílmánuði. Leikfélag Hofsóss reið á vaðið í byrjun apríl með leikritið Gullregn eftir Ragnar Bragason, um miðjan apríl sýndi Leikflokkur Húnaþings vestra söngleikinn Hárið og í lok mánaðarins var alheimsfrumsýning hjá Leik- félagi Sauðárkróks á nýju leikriti Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar á leikritinu Fylgd. Þess má geta að sýning Leikflokks Húnaþings vestra á Hárinu var í maí valin Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins af dóm- nefnd Þjóðleikhússins. Maí Geirmundur sæmdur Samfélagsverðlaunum Skagafjarðar Í fyrsta blaði maímánaðar segir frá því að við formlega opnun Sæluviku Skagfirðinga, síðasta sunnudag í apríl, hafi tónlistarmaðurinn ástsæli, Geirmundur Valtýsson, verið sæmdur Samfélagsverðlaunum Skagafjarðar enda vel að þeim kominn. Um sama leyti hélt Kaupfélag Skagfirðinga aðalfund sinn þar sem fram kom að afkoma félagsins á árinu væri sú besta í 130 ára sögu félagsins. Í blaðinu segir einnig af frábærum árangri nemenda Höfðaskóla í Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatns- þingi en nemendur skólans röðuðu sér í þrjú efstu sætin. Mars Skyndihjálparfólk heiðrað og fyrsti NPA samningurinn Í byrjun mars sagði Feykir frá því að tveir einstaklingar í Skaga- firði hlutu viðurkenningu Rauða krossins fyrir skyndihjálparafrek síðasta árs. Voru það þau Anna Árnína Stefánsdóttir og Rúnar Páll Hreinsson sem björguðu eiginmanni Önnu þegar hann lenti í hjartastoppi í Sundlauginni á Hofsósi vorið áður. Í sama blaði segir frá því að skrifað hafi verið undir fyrsta samninginn um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) hjá Fjölskyldusviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Var það 34 ára gamall Skagfirðingur, Gunnar Heiðar Bjarnason, sem búsettur er í nágrenni Varmahlíðar sem undirritaði samninginn ásamt Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur, félagsmálastjóra sveitarfélagsins. Ámundakinn fjárfestir Um miðjan mars er greint frá því að undirritaður hafi verið kaupsamningur milli Húnabók- halds ehf. og Ámundakinnar ehf. um kaup þess síðarnefnda á húsnæði Húnabókhalds á Húnabraut 13, Blönduósi. Var þar um að ræða 167 fermetra skrifstofurými með tilheyrandi starfsmannaaðstöðu sem af- hent var nýjum eiganda þann 1. mars. Þá tók jafnframt gildi leigusamningur, þar sem KPMG ehf. leigir húsnæðið til langs tíma af Ámundakinn. Góður árangur víða Sex nemendur FNV tóku þátt í Íslandsmóti iðn- og verkgreina í mars og náðu þar mjög góðum árangri. Jón Gylfi Jónsson varð Íslandsmeistari í málmsuðu, Guðlaugur Rafn Daníelsson SAMANTEKT Fríða Eyjólfsdóttir Áfram skal haldið við upprifjun á atburðum síðasta árs. Í öðrum hluta annálsins er gripið niður í nokkrar af fréttum marsmánaðar til og með júlímánaðar. Fréttaannáll 2019 | 2. hluti Gluggað í fleiri fréttir liðins árs Útskrift fínkinefnaleitarhunda og þjálfara þeirra. MYND: HÖSKULDUR B. ERLINGSSON varð í öðru sæti í kælitækni og Jón Arnar Pétursson varð í þriðja sæti í tréiðn. Auk þeirra tóku þátt í mótinu þau Thelma Rán Brynjarsdóttir (málmsuðu), Sindri Snær Pálsson (rafvirkjun) og Johan Thor Þ. Johansson (kælitækni) og stóðu sig með prýði. Í sama blaði segir einnig frá góðum árangri keppenda júdódeildar Tindastóls og Júdó- félagsins Pardus á vormóti Júdósambands Íslands fyrir yngri flokka og deildarmeist- aratitli Krækjanna í 2. deild í blaki sem færði þeim keppnisrétt í 1. deild næsta leiktímabil. Nýtt fjós á Syðri-Hofdölum Nýtt og glæsilegt fjós var tekið í notkun á Syðri-Hofdölum í Viðvíkursveit. Nýja fjósið er engin smásmíði en það er 2060m2 að stærð og mun vera með stærstu fjósum í Skagafirði. Í því eru legubásar fyrir 156 kýr og kelfdar kvígur og auk þess pláss fyrir 80 kvígur aðrar í uppeldi. Í tilefni af opnuninni var boðið til veislu í nýja fjósinu og mættu þar um 5-600 manns til að líta á herlegheitin og sam- fagna eigendunum. Apríl Kaupfélag Skagfirðinga 130 ára Kaupfélag Skagfirðinga fagnaði 130 ára afmæli þann 23. apríl og var ýmislegt gert til að minnast tímamótanna. Félagið ber aldurinn vel og hefur eflst og dafnað og er nú langstærsta kaupfélag landsins. Í tilefni tímamótanna var boðið til söngskemmtunar í Miðgarði í lok mars. Þar skemmtu tveir skagfirskir kórar, Kvennakórinn Sóldís og Karlakórinn Heimir, sem þótti vel við hæfi þar sem söngurinn tengist skagfirsku lífi órjúfanlegum böndum. Fleiri merkisafmæli og Íslandsmeistari Snemma í apríl sagði Feykir frá fleiri kaupfélögum sem fögnuðu háum aldri en Kaupfélag Vestur- Húnvetninga varð 110 ára þann Frá æfingu á Hárinu. MYND: HULDA SIGNÝ JÓHANNESDÓTTIR Bjarni Haraldsson var gerður að heiðursborgara Sveitarfélagsins Skagafjarðar. MYND: PF Frá afhendingu viðurkenninga Rauða krossins. MYND: PF 6 03/2020

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.