Feykir - 19.02.2020, Blaðsíða 2
Þegar þetta er skrifað er því mótmælt að 17 ára írönskum
transdreng og fjölskyldu hans hafi verið synjað um alþjóðlega
vernd hér á landi en til stóð að senda fjölskylduna úr landi á
mánudaginn. Maní kom til
Íslands með foreldrum sínum
þann 5. mars 2019 og er núna
nemandi við Fjölbrautaskóla
Suðurnesja þar sem hann hefur
fest rætur, eignast vini og
tengst samfélaginu.
Muhammed Zohair, sjö ára
dreng, og fjölskyldu hans var
ekki vísað úr landi í upphafi
febrúar eins og til stóð þar sem
dómsmálaráðherra hefur
frestað öllum brottvísunum
barna í tilvikum þar sem málsmeðferð þeirra hefur tekið meira
en 16 mánuði.
Vísa átti fjölskyldu úr landi í byrjun desember, þar á meðal
barni fæddu á Íslandi. Hjónin áttu barn sem grafið er hér á
landi. Í fyrra sumar átti að vísa tveimur barnafjölskyldum úr
landi sem höfði dvalið lengi á Íslandi og náð að skjóta rótum.
Fréttalistinn er endalaus og ótrúlegt að svo sé. Hvernig má
það vera að lög og reglur séu svo háskalegar að fjölskyldur séu
rifnar upp eftir margra mánaða dvöl á Íslandi og þeim fleygt út
fyrir þröskuldinn. Fólk sem hefur ekki annað af sér gert en að
leita sér og afkomendum sínum að betri lífsskilyrðum.
Auðvitað er það þannig að fólkið kemur ekki á réttum
forsendum íslenskra laga eða reglugerða og ætti ekki að líðast
en að senda börn og foreldra þeirra burt eftir langa vist á
Íslandi er ekkert nema mannvonska, hvað sem líður öllum
reglum. Ef við sem þjóð ætlum að stoppa flóttafólk í því að
koma til landsins verður að vísa þeim umsvifalaust frá áður en
rótum er skotið í okkar íslenska jarðveg. Hér er um fólk að
ræða sem getur auðgað mannlífið og orðið þjóðarbúinu til
gagns ef við hjálpum þeim til þess.
Það er þannig að ég er ekki að brigsla dómsmálaráðherra
eða útlendingastofnun um mannvonsku. Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir hefur gefið það út að hún muni kynna fyrir
ríkisstjórninni áform um að stytta hámarkstíma málsmeð-
ferðar úr átján mánuðum í sextán í hælismálum þar sem börn
eiga í hlut. Það er úr einu og hálfu ári niður í eitt ár og fjóra
mánuði. Því miður er það eins og að stytta hengingarólina um
tvo sentímetra.
Páll Friðriksson
ritstjóri
LEIÐARI
Ólög og mannvonska
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744,
Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is | Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is
Áskriftarverð: 585 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 720 kr. með vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
Fáir sóttu sjóinn í síðustu viku og var heildarafli vikunnar í landshlutanum aðeins 292.045 kíló.
Þrír bátar lönduðu á Skagaströnd og var samanlagður afli þeirra tæp sjö tonn og á Sauðárkróki
lönduðu togararnir tveir, Drangey og Málmey rúmum 285 tonnum. /FE
Aflatölur 9.– 15. feb. 2020
Fáir sóttu sjóinn
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
SKAGASTRÖND
Dagrún HU 121 Þorskfiskinet 3.022
Onni HU 36 Dragnót 1.074
Sæfari HU 212 Landbeitt lína 2.578
Alls á Skagaströnd 6.674
SAUÐÁRKRÓKUR
Drangey SK 2 Botnvarpa 161.347
Málmey SK 2 Botnvarpa 124.024
Alls á Sauðárkróki 285.371
Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra
Sextíu og fimm milljónir
til sjötíu og sex verkefna
Alls bárust 113 umsóknir í Uppbyggingarsjóð
Norðurlands vestra þar sem óskað var eftir 170
milljónum króna í styrki en aðeins sjötíu og sex verkefni,
60 aðila, náðu í gegn. Úthlutun fór fram sl. fimmtudag í
félagsheimilinu á Hvammstanga. Samtals var úthlutað
65 milljónum króna en hæsta styrkinn hlaut
Þekkingarsetrið á Blönduósi, 5.162.000.
Næst hæsti styrkurinn, 3.896.500 kr., kom í hlut
Olgu Lindar Geirsdóttur með verkefnið Lopalind
spunaverksmiðja en stofn- og rekstrarstyrki upp á
2.200.000 kr. fengu Kakalaskáli, Prjónagleði,
Spákonuarfur, Samgönguminjasafn Skagafjarðar og
Selasetur Íslands. Sömu upphæð fékk Skotta á
Sauðárkróki fyrir Alþjóðlegan kvikmyndaskóla.
Styrkirnir voru eðlilega misháir, flestir undir milljón
eða 52 og þeir lægstu 150 þúsund.
Við sama tækifæri voru veittar viðurkenningar til
tveggja framúrskarandi verkefna sem sett voru upp á
Norðurlandi vestra en stjórn SSNV ákvað að veita þær
árlega í tveimur flokkum, annars vegar á sviði
atvinnuþróunar og nýsköpunar og hins vegar á sviði
menningar. Kallað var eftir tilnefningum íbúa svæðisins
og barst alls 31 tilnefning um tuttugu verkefni. Í
framhaldi af því valdi stjórnin eitt verkefni úr hvorum
flokki til að veita þessar nýju viðurkenningar og komu
þær að þessu sinni í hlut sýningarinnar 1238 á
Sauðárkróki sem rekin er af fyrirtækinu Sýndar-
veruleika ehf. sem framúrskarandi verkefni á sviði
atvinnuþróunar og nýsköpunar fyrir árið 2019 og
verkefnið sem hlaut viðurkenningu sem framúr-
skarandi verkefni árið 2019 er líka tengt sagnaarfinum
en það er sýningin um Þórð kakala sem rekin er af
Kakalaskála ehf.
Við athöfnina á Hvammstanga fluttu þeir ávörp
Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norð-
vesturkjördæmis og Lárus Ægir Guðmundsson,
formaður úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs.
Karlakórinn Lóuþrælar söng fjögur lög undir stjórn
Ólafs Rúnarssonar við undirleik Elínborgar Sigur-
geirsdóttur en einsöngvari var Guðmundur
Þorbergsson. Samkomunni stjórnaði Unnur Valborg
Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV. /PF
Þorleifur Karl Eggertsson, formaður stjórnar SSNV, veitir Sig-
urði Hansen, Maríu Guðmundsdóttur og Berglindi Þorsteins-
dóttur hjá Kakalaskála viðurkenningu fyrir framúrskarandi
verkefni árið 2019. MYND: SSNV
Húnvetningurinn Marín Guðrún Hrafnsdóttir mun taka við
embætti forstöðumanns Hljóðbókasafns Íslands en
hlutverk safnsins er að sjá þeim sem ekki geta fært sér
venjulegt prentað letur í nyt fyrir bókasafnsþjónustu með
miðlun á fjölbreyttu safnefni, þar á meðal námsgögnum, í
sem bestu samræmi við óskir og þarfir notenda.
Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að Hljóðbókasafn
Íslands vinnur í samstarfi við aðila sem standa að
skipulagningu bókasafnamála, þá sem vinna að
framleiðslu og dreifingu námsefnis og þá sem starfa að
málefnum blindra og sjónskertra og annarra hópa sem
njóta þjónustu safnsins.
Marín Guðrún Hrafnsdóttir, sem er frá Skeggsstöðum
í Svartárdal, lauk B.A. prófi í íslensku frá Háskóla Íslands
(1993), M.A. prófi í enskum bókmenntum frá
Háskólanum í Leeds (1995), diplómanámi í hagnýtri
fjölmiðlun frá HÍ (1996) og M.A. gráðu í hagnýtri
menningarmiðlun frá Háskóla Íslands (2017). Hún hefur
starfað sem blaðamaður, menningar- og ferðamálafulltrúi
Hafnarfjarðarbæjar, verkefnastjóri hjá Lögmannafélagi
Hljóðbókasafn Íslands
Marín Guðrún nýr forstöðumaður
Marín Guðrún Hrafnsdóttir. MYND: STJORNARRADID.IS
Íslands og sem sjálfstætt starfandi fræðimaður. Þá er
Marín varaformaður Fræðagarðs. /PF
Þökkum
auðsýndan samhug og
hlýju við andlát og útför
Hilmis Jóhannessonar
Hulda Jónsdóttir
og fjölskylda
2 07/2020