Feykir - 19.02.2020, Blaðsíða 10
Síðasti dansinn var stiginn við Skansinn
Króksarar, komnir af
alléttasta skeiði, sem
fylgdust með fréttum fyrir
helgi hafa mögulega blakað
eyrum þegar þeir heyrðu talað
um að Blátindur VE21 hafi
sokkið í höfninni í Vest-
mannaeyjum sl. föstudags-
morgun. Blátindur var áður
SK88 og því fastagestur í
Sauðárkrókshöfn, en hann og
Týr SK33 voru lengi stærstu
vélbátarnir sem gerðir voru út
frá Króknum.
Bæði Blátindur og Týr sem
lengi lágu í nágrenni hvor við
annan við Syðraplanið á
Króknum, stundum líka kallað
Kristinsplan, voru orðnir
safngripir á efri árum. Týr tekur
sig nú vel út á Síldarminja-
safninu á Siglufirði, gjöf frá Svf.
Skagafirði til safnsins, en
Blátindur var gerður upp um
aldamótin og lá nú síðast við
Skansinn í Eyjum.
Blátindur var byggður í
Vestmannaeyjum árið 1947,
18,4 metrar að lengd og ríflega
fimm metra breiður, og gerður
út frá Eyjum fyrstu árin. Síðan
frá Keflavík, þá Reykjavík og
Grindavík. Samkvæmt heim-
ildum Feykis er Blátindur
skráður SK88 árið 1970 en er
þá í eigu Lúðvíks Gizurarsonar
en Fiskiðja Sauðárkróks er
skráður eigandi árið 1972.
Tindar sf. gera Blátind út frá
Sauðárkróki frá árinu 1982 og
hann er síðan seldur kvótalaus
til Ólafsfjarðar 1990. Meðal
þeirra sem stigu ölduna með
Blátindi má nefna Stebba Páls,
Mannsa, Agga Sveins, Hörð
Fríðu og Kalla Hólm en
sennilega hafa nú allnokkrir
sjóarar komið við í Blátindi í
gegn um tíðina.
Í skýrslu Helga Mána
Sigurðssonar frá árinu 2019,
Stakir bátar, kemur fram að
Blátindur hafi verið byggður af
Dráttarbraut Vestmannaeyja
hf. en meistari var Gunnar
Marel Jónsson. Smíði Blátinds
var hluti af raðsmíði fiskiskipa
fyrir tilstilli ríkisstjórnarinnar
til endurnýjunar á fiski-
skipaflota þjóðarinnar í
stríðslok og var hann meðal
stærstu og glæstustu fiskiskipa
Vestmannaeyinga þegar
honum var hleypt af
stokkunum 1947. Sem fyrr
segir var Blátindur gerður út frá
ýmsum verstöðvum vestan og
norðan lands og var m.a. búinn
fallbyssu og notaður sem
varðskip í Faxaflóa sumrin
1950 og 1951.
Í frásögn Árna Johnsen í
fyrrnefndri skýrslu segir að
Tryggvi Sigurðsson, vélstjóri og
bátamódelsmiður, langafabarn
Gunnars Marels, hafi séð
Blátind í reiðileysi á Ólafsfirði
sumarið 1992 og trúði vart
sínum eigin augum, að
báturinn væri enn til og héti
Blátindur. Eyjamenn beittu sér
fyrir því að eignast bátinn og
dró Landhelgisgæslan hann til
Vestmannaeyja árið 1993 en
nánar má lesa um verndunar-
sögu Blátinds á bls. 25-27 í
skýrslunni Stakir bátar.
Blátindur var færður á
endanlegan stað, að Skansinum,
vorið 2018 en í óveðrinu sem
gekk yfir landið fyrir helgi greip
Blátind gömul útþrá, hann sleit
sig frá bryggju og flaut um
höfnina nokkra stund áður en
hann sökk. /ÓAB
Blátindur VE 21 sökk í Vestmannaeyjahöfn sl. föstudag
Blátindur SK 88 með „fullfermi“ á hátíðisdegi sjómanna á síðustu öld. Nafngift bátsins má rekja til Eyja en Blátindur heitir næst-
hæsti tindur Vestmannaeyja, á eftir Heimakletti. ÚR MYNDASAFNI GUNNARS HELGASONAR
Mannsi, Hartmann Halldórsson, skipstjóri á Blátindi SK 88. MYND MEÐ UMFJÖLLUN ÞÓRHALLS ÁSMUNDSSONAR Í DEGI 1986,
DAGUR VIÐ SKELVEIÐAR Á SKAGAFIRÐI Það hefur oft gustað um bátana í Sauðárkrókshöfn. Hér eru þeir Blátindur SK 88 og Týr SK 33 á Syðra planinu einn vindasaman dag.
ÚR MYNDASAFNI GUNNARS HELGASONAR
Blátindur snurfusaður fyrir Goslokahátíðina sl. sumar en þá var unnið að því að rétta bátinn af eftir að hann fór af stað úr sætinu
veturinn áður. MYND: EYJAR.NET
Blátindur á leið í kaf sl. föstudag. MYND: EYAFRÉTTIR.IS/ÓSKAR PÉTUR FRIÐRIKSSON
10 07/2020