Feykir - 19.02.2020, Blaðsíða 6
Að sögn Drífu hafði hana árum
saman dreymt um að hér á
svæðinu væri starfræktur
kvennakór og þeim stöllum
hafi þótt það tilraunarinnar
virði að prófa. Sigurlaug segir
að í rauninni hafi þær ekkert
athugað með viðbrögð við
hugmyndinni fyrr en búið var
að ráða söngstjóra og
undirleikara og útvega
æfingahúsnæði og skipuleggja
ýmislegt fleira varðandi
kórstarfið. „Þetta er sko
kvennakór, allt skipulegt,“
skýtur Íris inn í en allri
skipulagningu var lokið í
júnímánuði 2010. Þá var hægt
að fara að láta hlutina spyrjast
út og auglýsa og um haustið hóf
svo kórinn starfsemi sína með
35 starfandi félögum. Kosið var
um nokkrar tillögur að nöfnum
og varð nafnið Sóldís
hlutskarpast. Viðtökurnar voru
strax góðar og hefur félögum
fjölgað jafnt og þétt. Í dag
syngja tæplega 60 konur með
kórnum og hafa margar þeirra
VIÐTAL
Fríða Eyjólfsdóttir
verið með alveg frá upphafi.
Kórfélagar eru á öllum aldri,
allt frá rúmlega tvítugu til 80
ára aldurs en yngsti meðlimur
kórsins frá upphafi var aðeins
14 ára. Félagarnir koma víða
að, utan frá Hofsósi og vestur til
Blönduóss og allt þar á milli.
„Við reynum bara að hafa þetta
skemmtilegt og viljum að
konunum finnist gaman,“ segir
Drífa.
Fjölbreytt efnisval
Stjórnandi kórsins er Helga Rós
Indriðadóttir en hún hefur
gegnt því starfi síðustu fimm
árin. „Ég varð þeirrar ánægju
aðnjótandi að fá svona aðlögun,
ég kom ekki fyrr en eftir fimm
ár. Sólveig Sigríður Einarsdóttir
byrjaði með þær og lagði mikið
á sig, sérstaklega seinnihlutann,
að ferðast frá Reykjavík til þess
að stjórna kórnum. En ég kom
náttúrulega á alla tónleika og
tók þetta inn í rólegheitunum,“
segir Helga glettnislega. „Þetta
er fimmta starfsárið mitt og ég
er búin að láta þær þreifa á hinu
og þessu, svona verkefnalega
séð, lagavalið er mjög fjölbreytt.
Þær eru búnar að takast á við
ýmislegt spennandi og
strembið. Allt frá óperukórum
til íslenskra þjóðlaga, allt þar á
milli.“
„Já, og svæsnustu útlensku,“
bætir Íris við. „Svona eftir á að
hyggja, þá er svolítið gaman að
sjá hvað við vorum áræðnar,
bæði söngstjórinn og við. Frá
upphafi sungum við alls kyns
lög en strax á öðru ári tókum
við níu tungumála árið okkar,“
segir Íris og vísar þar til þess að
þá voru textar á níu
tungumálum á söngskrá
kórsins. „Við vorum þarna
nýbyrjaðar með einhvern kór
þar sem þorrinn hafði ekki
sungið upp á sviði áður,
syngjandi á spænsku og
ísraelsku og finnsku og
rússnesku og ég veit ekki hvað
og hvað, við vorum ekkert að
þreifa okkur varfærnislega
áfram.“
„Þetta er náttúrulega rosa-
lega flott og mikill kjarkur að
gera þetta. Þannig að eftir
þeirra fortíð, þá er engin
miskunn hjá mér. Ég hendi í
Fyrir um það bil tíu árum síðan viðraði kona ein í Blönduhlíðinni í Skagafirði þá
hugmynd við stallsystur sínar hvort ekki væri ráð að stofna kvennakór. Svarið var,
„jú, við skulum stofna kór,“ og það var gert, rétt sisvona. Kórinn hlaut nafnið Sóldís
og fagnar nú tíunda starfsári sínu. Konurnar sem um ræðir eru þær Drífa Árnadóttir
á Uppsölum í Blönduhlíð, frænka hennar, Sigurlaug Maronsdóttir á Sauðárkróki og
nágrannakonan Íris Olga Lúðvíksdóttir í Flatatungu. Þessar þrjár kraftmiklu konur
skipa stjórn Sóldísar og hafa gert það frá upphafi. Þær, ásamt stjórnanda kórsins,
Helgu Rós Indriðadóttur, gáfu sér tíma til að tylla sér niður með blaðamanni Feykis í
síðustu viku, svona í lok vinnudagsins en rétt fyrir kóræfingu sem að þessu sinni
var haldin á Löngumýri þó oftast fari æfingar fram í Menningarhúsinu Miðgarði.
Valdimar Guðmannsson við kirkjugarðsvegginn. MYND: PF
mikið á því.“
„Og svo byggist þetta líka á
því að það sé góð stjórn, það
skiptir líka mjög miklu máli
fyrir starfsfólkið að það sé gott
utanumhald og líka að halda
uppi góðum anda, það hefur
bara allt að segja,“ segir Helga
og bætir við að kórinn hafi líka
alltaf haft mikinn metnað til að
vinna að sameiginlegu mark-
miði. „Það hefur alltaf verið
þannig hjá þeim að það er
aldrei sungið með nóturnar,
þær læra allt utan að og það er
það sem gerir þetta svo
skemmtilegt líka.“
Þó að kórinn æfi bara einu
sinni í viku fer einnig fram
mikið nám heima. Allar nótur
þær hverju sem er,“ segir
Helga, aðspurð um lagaval
fyrir kórinn. „Þær koma nú oft
með hugmyndir líka,
sérstaklega Íris sem syngur oft
einsöng, og hún er betur að sér
í poppinu heldur en ég. En svo
erum við svo heppnar með það
að Rögnvaldur útsetur,“ en þar
á Helga að sjálfsögðu við
undirleikarann, Rögnvald
Valbergsson, sem verið hefur
með kórnum frá upphafi vega.
„Það sem hefur náttúrulega
verið lán í okkar starfi er hvað
við höfum haft gott starfsfólk,“
bætir Drífa við, „söngstjórana
tvo, Sólveigu og Helgu, og
undirleikarann Rögnvald,
þetta byggist náttúrulega mjög
Metnaðarfullt söngstarf og góður félagsskapur
Kvennakórinn Sóldís tíu ára
Kvennakórinn Sóldís starfsárið 2019 - 2020. MYND: GUNNHILDUR GÍSLADÓTTIR
Kveðið um kórinn
Eins og í öllum góðum félagsskap
er stundum kastað fram vísukorni.
Kristín F. Jóhannesdóttir, Stína
á Tyrfingsstöðum, er höfundur
að þessum. Sú síðari er ort þegar
Íris hafði setið raddlaus heima í
einhverja daga.
Lævi þrungið loftið tel,
lítt þó mælist hagnaður.
Sóldísirnar syngja vel
og söngstjórinn er magnaður.
- - -
Ýmsar pestar eru að sveima
sem angra raddsviðslagnirnar.
Enda situr Íris heima
og æfir bara þagnirnar.
6 07/2020